Apótekið sigraði Jólabollukeppni Barþjónaklúbbsins

Ellen Calmon framkvæmdarstjóri Píeta Samtakanna veitti styrknum viðtöku hjá Ragnari …
Ellen Calmon framkvæmdarstjóri Píeta Samtakanna veitti styrknum viðtöku hjá Ragnari Erlusyni barþjóni á Apótekinu sem jafnframt stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Ljósmynd/Teitur R. Schiöth

Hátíð var í bæ á Jóla­bollu­keppni Barþjóna­klúbbs Íslands til styrkt­ar Píeta sam­tök­un­um í síðustu viku. Keppn­in var hald­in á Gaukn­um sem er vel þekkt­ur bar í miðbæ Reykja­vík­ur, við Tryggvagötu 22, sem er kennd­ur við fjöl­breyti­legt og lit­ríkt viðburðahald.

„Keppn­in virkaði þannig að veit­inga­hús­um og bör­um í Reykja­vík­ur­borg var boðið að koma og keppa um hver væri með vin­sæl­asta jóla­drykk­inn. Gest­ir keyptu drykkjarmiða sem þeir notuðu til að panta sér drykk. Sá staður sem endaði með flesta miða í lok kvölds var Apó­tekið og endaði einnig sem sig­ur­veg­ari kvölds­ins. Það var barþjónn­inn Ragn­ar Erlu­son sem stóð þar vakt­ina og töfraði gest­ina með Jóla­bollu sinni,“ seg­ir Teit­ur Ridder­mann Schiöth for­seti Barþjóna­klúbbs Íslands.

Fjölbreytt úrval var að finna af jólabollum og jóladrykkjum.
Fjöl­breytt úr­val var að finna af jóla­boll­um og jóla­drykkj­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Brak­andi fersk og ljúf­feng jóla­bolla

„Jóla­boll­an hans Ragn­ars var brak­andi fersk og ljúf­feng. Í boll­unni var vanillu­legið Wood­ford Reser­ve Bour­bon, sýrustillt­ur app­el­sínusafi, eplasafi, Galliano vanillu­lí­kjör og óveðurs­íróp en það er síróp með engi­fer, kanil og allspice. Boll­an er síðan hreinsuð með mjólk. Ragn­ar fékk þann heiður­inn að veita ágóðann til Píeta sam­tak­anna, en sam­tals söfnuðust 172.000 kr. Píeta eru sam­tök gegn sjálf­skaða og sjálfs­víg­um og er því mjög kær­komið fyr­ir okk­ur að getað styrkt mik­il­vægt mál­efni eins og þetta,“ seg­ir Teit­ur enn frem­ur.

Þakk­ir til þeirra sem lögðu hönd á plóg

Marg­ir komu að viðburðinum og studdu við fram­takið. „Ég vil þakka öll­um sem komu að jóla­boll­unni, það þurfa marg­ir að leggja hönd á plóg svo hægt sé að láta þenn­an viðburð verða að veru­leika. Þá vil ég fyrst og fremst þakka Gaukn­um fyr­ir að hýsa okk­ur en líka öll­um þeim birgj­um og öðrum aðkom­end­um sem sýndu okk­ur stuðning, en það voru Ölgerðin, Rolf, Reykja­vík Distillery, OG Natura, Globus, CCEP, Mekka, Hovd­enak Distillery, Eim­verk, Drykk­ur, Innn­es, Him­brimi, Al­vín, Garri, Klaka­vinnsl­an og Lit­róf prent­stofa,“ seg­ir Teit­ur þakk­lát­ur.

Hægt er að sjá mynd­brot frá viðburðinum á In­sta­gramsíðu Barþjóna­klúbbs­ins hér fyr­ir neðan:

 

 

Jungle og Bingo strákarnir Ólafur Andri Benediktsson, Leó Snæfeld Pálsson …
Jungle og Bingo strák­arn­ir Ólaf­ur Andri Bene­dikts­son, Leó Snæ­feld Páls­son og Jón­as Heiðarr. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Bjartur Dalberg Jóhannsson, Eiður Örn Bragason og Pétur Sólan Samúelsson.
Bjart­ur Dal­berg Jó­hanns­son, Eiður Örn Braga­son og Pét­ur Sól­an Samú­els­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Jakob Eggertsson hjá Daisy og gestir.
Jakob Eggerts­son hjá Daisy og gest­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Bjartur Dalberg Jóhannsson frá Kokteilaskólanum og .gestir
Bjart­ur Dal­berg Jó­hanns­son frá Kokteila­skól­an­um og .gest­ir mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Mikil stemning var í loftinu á Jólabollukeppninni.
Mik­il stemn­ing var í loft­inu á Jóla­bollu­keppn­inni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Gestirnir voru duglegir að skála.
Gest­irn­ir voru dug­leg­ir að skála. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert