Brixton opnaði með pomp og prakt um helgina

Nýr veitingastaður, Brixton, opnaði um helgina sem er með nýtt …
Nýr veitingastaður, Brixton, opnaði um helgina sem er með nýtt smáborgarakonsept. Ljósmynd/Aðsend

Nýr veitingastaður, Brixton, opnaði formlega um helgina og er staðsettur á Tryggvagötu 20, gegnt Listasafni Reykjavíkur. Að Brixton stendur reynslumikið teymi, þeir Helgi Svavar Helgason, Sigurður Gunnlaugsson, Róbert Aron Magnússon og Guðmundur Gunnarsson, en þeir hafa áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum í gegnum tíðina.

Átta mismunandi smáborgarar í boði

Brixton er með nýtt smáborgarakonsept þar sem boðið er upp á skemmtilegt úrval af hamborgurum í smáréttastíl. Bixton opnaði dyr sínar fyrr í síðustu viku með foropnun en opnaði formlega um helgina með pomp og prakt,“ segir Róbert, einn aðstandenda að staðnum.

Róbert Aron Magnússon er einn af þeim sem stendur að …
Róbert Aron Magnússon er einn af þeim sem stendur að Brixton en hann er mikill reynslubolti í veitingageiranum og maðurinn bak við Götubitahátíðina. mbl.is/Árni Sæberg

„Á matseðlinum má finna átta mismunandi tegundir af smáborgurum, ásamt spennandi sósum og fjölbreyttu úrvali drykkja. Í boði verða til að mynda „briske-smáborgarar“, „ostasmáborgarar“, „kjúklingasmáborgarar“ og fyrir þá sem vilja aðeins meira vesen þá mælum við með „reyktu svínasíðu-smáborgurunum“. Brauðin eru sérbökuð fyrir staðinn af Ásgeiri hjá Sandholt bakaríi. Um er að ræða sætkartöflubrauð í smáborgarastærð,“ segir Róbert og hlakkar til að bjóða upp á þessar nýjungar.

Á matseðlinum má finna átta mismunandi tegundir af smáborgurum, ásamt …
Á matseðlinum má finna átta mismunandi tegundir af smáborgurum, ásamt sósum og fjölbreyttu úrvali drykkja. Ljósmynd/Aðsend

Eins og áður hefur komið fram er Brixton staðsettur á Tryggvagötu 20 - beint á móti Listasafni Reykjavíkur. Hann er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá klukkan 11:30-22:00 og föstudaga til laugardaga frá klukkan 11:30-23:30.

Brixton staðsettur á Tryggvagötu 20 - beint á móti Listasafni …
Brixton staðsettur á Tryggvagötu 20 - beint á móti Listasafni Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert