Ísak fer á kostum fyrir jólin

Landsliðskokkurinn Ísak Aron Jóhannsson hefur ástríðu fyrir fagi sínu og …
Landsliðskokkurinn Ísak Aron Jóhannsson hefur ástríðu fyrir fagi sínu og nýtur þess að matreiða hátíðarmatinn um jólin. mbl.si/Hákon

Ísak Aron Jó­hanns­son býður upp á reykt­an lambahrygg á beini með syk­ur­brúnuðum kart­öfl­um, kara­mellíseruðum lauk, rauðróf­u­sal­ati, ofn­steiktu brokkólíní, svepp­um og stökkri parma­skinku. Auk þess töfr­ar hann fram „noi­sette“-bé­arnaise-sósu sem full­komn­ar jóla­máltíðina.

Reyktur lambahryggur á beini með sykurbrúnuðum kartöflum með karamellíseruðum lauk, …
Reykt­ur lambahrygg­ur á beini með syk­ur­brúnuðum kart­öfl­um með kara­mellíseruðum lauk, rauðróf­u­sal­ati, ofn­steiktu brokkólíní og svepp­um með stökkri parma­skinku ásamt „noi­sette“-bé­arnaise-sósu. mbl.is/​Há­kon

Ísak er fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og hef­ur verið meðlim­ur í því í sex ár. Hann ætl­ar sér stóra hluti með liðinu og kepp­ir á næsta heims­meist­ara­móti 2026. Hann starfar nú á Múlakaffi en áður kokkaði hann á Michel­in-stöðum í Suður-Frakklandi og í Lund­ún­um.

„Á þessu ári keppti ég í keppn­inni Kokk­ur árs­ins sem er hald­in ár­lega í Ikea og lenti í öðru sæti. Ég ætla að taka þátt aft­ur í ár og stefni ótrauður á fyrsta sætið,“ seg­ir Ísak ákveðinn. Hann tók einnig þátt í Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu með ís­lenska kokka­landsliðinu sem kom heim með bronsið eft­ir fræki­lega frammistöðu.

Klass­ísk­ar jóla­hefðir í bland við nýj­ung­ar

Ísak er hrif­inn af mat­seld­inni kring­um hátíðirn­ar og hef­ur gam­an af því að breyta aðeins til, breyt­ir upp­skrift­um og ger­ir að sín­um.

„Ég ólst upp við mjög klass­ísk­ar jóla­hefðir þar sem amma mín út­bjó ávallt gljáðan ham­borg­ar­hrygg, syk­ur­brúnaðar kart­öfl­ur, brúna sósu og hið hefðbundna meðlæti. Und­an­far­in ár hef ég verið að breyta til og prufa að hafa hrein­dýr, stokkönd og nauta-well­ingt­on.“

Íslensk­ar jóla­mat­ar­hefðir eru í há­veg­um hafðar hjá Ísaki og fjöl­skyldu hans en jóla­hátíðin er ekki bara frí hjá hon­um.

„Þótt jóla­hátíðin ein­kenn­ist af mik­illi vinnu hjá minni stétt er engu að síður ekk­ert til sparað í elda­mennsk­unni heima. Fjöl­skyld­an legg­ur mikið upp úr að bjóða upp á klass­ísk­ar jóla­hefðir eins og hangi­kjöt og skötu svo fátt eitt sé nefnt. Það er svo gam­an þegar dag­arn­ir byrja að ein­kenn­ast af því sem maður fær í mat­inn; skötu á Þor­láks­messu, hátíðlegri máltíð á aðfanga­dag og hangi­kjöti á jóla­dag,“ seg­ir Ísak og er orðinn spennt­ur að njóta þess­ar­ar dýrðar með fjöl­skyld­unni.

Syk­ur­brúnaðar kart­öfl­ur ómiss­andi

„Mér finnst aðfanga­dags­kvöld vera kvöldið til að prófa eitt­hvað nýtt en að því sögðu finnst mér syk­ur­brúnaðar kart­öfl­ur alltaf eiga sinn stað á mat­ar­borðinu. Syk­ur­brúnuðu kart­öfl­urn­ar sem ég býð upp á eru með smá tvisti en ég set kara­mellíseraðan lauk í þær til að gefa þeim smá meiri karakt­er.

Síðan verður það reykt­ur lambahrygg­ur á beini bor­inn fram með rauðróf­u­sal­ati, ofn­steiktu brokkólíní og svepp­um með stökkri parma­skinku ásamt „noi­sette“-bé­arnaise-sósu. Hreint sæl­gæti að njóta.“

Reykt­ur lambahrygg­ur á beini með syk­ur­brúnuðum kart­öfl­um
með kara­mellíseruðum lauk, rauðróf­u­sal­ati, ofn­steiktu brokkólíní og
svepp­um með stökkri parma­skinku ásamt „noi­sette“-bé­arnaise-sósu.

Ísak fer á kostum fyrir jólin

Vista Prenta

Reykt­ur lambahrygg­ur á beini

  • 1 stk. reykt­ur lambahrygg­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • olía eft­ir þörf­um og smekk
  • smjör eft­ir smekk
  • Hitið ofn­inn í 180°C, gott er að hafa kjarn­hita­mæli við hönd­ina.

Aðferð:

  1. Byrjið á að þerra hrygg­inn og skera í fit­una á hon­um. Setjið hann í steikarfat eða á djúpa ofn­plötu.
  2. Berið næst ör­lítið af salti og pip­ar vel á hann ásamt olíu. Passið að setja ekki of mikið salt því hrygg­ur­inn er saltaður nú þegar.
  3. Setjið síðan hrygg­inn í ofn­inn á 180°C hita þar til kjarn­hita­mæl­ir seg­ir að vöðvinn sé kom­inn í 54°C. Takið þá hrygg­inn út en hit­inn mun fara upp í 58°C sem end­ar í flottri „medi­um“ steik­ingu.
  4. Látið hrygg­inn hvíla. Skerið eft­ir það fill­etið og lund­ina af og berið fram á fal­legu fati eða viðarbretti.
Lambahryggurinn er fallegan skorinn hjá Ísaki.
Lambahrygg­ur­inn er fal­leg­an skor­inn hjá Ísaki. mbl.is/​Há­kon
Prenta

Syk­ur­brúnaðar kart­öfl­ur með kara­mellíseruðum lauk

  • 1 kg for­soðnar kart­öfl­ur
  • 300 g skræld­ur lauk­ur
  • 400 g syk­ur
  • 100 g smjör
  • 200 g rjómi

Aðferð:

  1. Takið kart­öfl­ur úr umbúðum og leyfið þeim að þorna vel. Skerið lauk­inn í þunn­ar sneiðar og steikið í potti á miðlungs­hita í u.þ.b. 5 mín­út­ur og hrærið inn á milli.
  2. Bræðið syk­ur­inn í öðrum potti á miðlungs­há­um hita þar til fal­leg­ur raflit­ur er kom­inn á syk­ur­inn. Þegar syk­ur­inn er bráðinn og vel kara­mellíseraður bætið þá við smjöri og að lok­um rjóma. Hrærið vel sam­an og bætið síðan kart­öfl­un­um við.
  3. Bætið að lok­um kara­mellíseruðum lauk við og leyfið þessu að malla sam­an í um það bil tvær mín­út­ur áður en þið berið kart­öfl­urn­ar fram.
Sykurbrúnuðu kartöflurnar eru ómissandi með hátíðarmatnum að mati Ísaks. Hann …
Syk­ur­brúnuðu kart­öfl­urn­ar eru ómiss­andi með hátíðarmatn­um að mati Ísaks. Hann ber þær fram með kara­mellíseruðum lauk. Há­kon Páls­son,Há­kon
Prenta

Rauðróf­u­sal­at

  • 4 stk. rauðróf­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • olía eft­ir smekk
  • 40 g furu­hnet­ur
  • 1 stk. Feyk­ir, ost­ur
  • 1 búnt fersk stein­selja, söxuð
Prenta
Aðferð:
  1. Veltið rauðróf­um upp úr salti, pip­ar og olíu og vefjið sam­an í álp­app­ír.
  2. Bakið síðan rauðróf­urn­ar í ofni á 180°C í um það bil eina klukku­stund.
  3. Leyfið þeim síðan að kólna í álp­app­írn­um áður en þið skrælið þær og rífið niður í munn­bita.
  4. Hitið ofn­inn í 140°C og setjið furu­hnet­ur inn í hann í um það bil 10 mín­út­ur.
  5. Setjið loks rauðróf­urn­ar í skál ásamt furu­hnet­um og rifið síðan ost­inn Feyki yfir og stráið loks saxaðri stein­selju yfir sal­atið.
Rauðrófusalatið kemur skemmtilega út með reykta lambinu og brýtur upp …
Rauðróf­u­sal­atið kem­ur skemmti­lega út með reykta lamb­inu og brýt­ur upp hið klass­íska form. mbl.is/​Há­kon
Prenta

Brokkólíní, vill­i­svepp­ir og stökk parma­skinka

  • 10 stk. brokkólíní
  • 100 g shiita­ke-svepp­ir
  • 100 g enoki-svepp­ir
  • 4 sneiðar parma­skinka
  • olía eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Byrjið á því að hita ofn­inn í 120°C.

Aðferð:

  1. Dreifið parma­skin­kunni á bök­un­ar­papp­ír á bakka og bakið á 120°C í 8 mín­út­ur.
  2. Takið út og leyfið að kólna og hitið ofn­inn í 180°C fyr­ir næstu lotu.
  3. Veltið brokkólíní og svepp­um upp úr olíu, salti og pip­ar eft­ir smekk og setjið inn í 180°C heit­an ofn í 10-12 mín­út­ur.
  4. Setjið síðan sam­an á viðarbretti eða fat á fal­leg­an hátt.
Brokkólíní, villisveppir og stökk parmaskinka sem gefa skemmtilegan bragðtón.
Brokkólíní, vill­i­svepp­ir og stökk parma­skinka sem gefa skemmti­leg­an bragðtón. mbl.is/​Há­kon

„Beur­re noi­sette“-bé­arnaise-sósa

  • 600 g smjör
  • 5 stk. eggj­ar­auður
  • bé­arnaise-essence eft­ir smekk
  • þurrkað fáfn­is­gras eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á að brenna smjörið með því að setja það í pott á miðlungs­há­an hita, bræðið það og byrjið að hræra í því með písk.
  2. Þegar smjörið byrj­ar að freyða og lykta eins og ristaðar hnet­ur er það til­búið, eða ef þið viljið nota hita­mæli þá er það til­búið við 120°C.
  3. Leyfið smjör­inu að kólna niður í 80°C.
  4. Setjið á meðan eggj­ar­auður í hræri­vél ásamt smá af bé­arnaise-essence og þurrkuðu fáfn­is­grasi og þeytið sam­an.
  5. Þegar smjörið hef­ur kólnað hellið því þá í mjórri bunu út í eggj­ar­auðurn­ar á meðan þær eru þeytt­ar.
  6. Þegar allt smjörið er komið út í megið þið smakka sós­una til með salti, pip­ar og bé­arnaise-essence ef ykk­ur finnst þörf á því.
„Beurre noisette“-béarnaise-sósan hans Ísaks sem á eftir að trylla bragðlaukana.
„Beur­re noi­sette“-bé­arnaise-sós­an hans Ísaks sem á eft­ir að trylla bragðlauk­ana. mbl.is/​Há­kon
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert