Sætt bragð og ævintýralykt af jólum

Ævintýralegu Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og …
Ævintýralegu Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og einstaka bragðupplifun. mbl.is//Eyþór Árnason

Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, fagn­ar ávallt þegar aðvent­an geng­ur í garð. Hann nýt­ur þess að eiga góðar sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­unni og baka jóla­smá­kök­ur sem rifja upp æskuminn­ing­arn­ar um gömlu, góðu tím­ana. Hann bak­ar ófá­ar teg­und­ir sem minna hann á jól­in á bernsku­ár­un­um.

Að sögn Árna eru hálf­mán­ar með hind­berja­sultu smá­kök­ur sem bjóða upp á ör­lítið nostal­g­íska til­finn­ingu og ein­stakt bragð. „Þetta eru kök­ur sem eru bæði stökk­ar og mjúk­ar í senn, með dá­sam­legri fyll­ingu af hind­berja­sultu sem minn­ir á eldri tíma. Þess­ar kök­ur eru full­komn­ar fyr­ir fjöl­skyldu­sam­veru og end­ur­spegla gaml­ar hefðir sem halda áfram að glæða jól­in lífi,“ seg­ir Árni dreym­inn á svip.

„Það er ein­stak­lega dýr­mætt að eiga þess­ar kök­ur til yfir jól­in og njóta þeirra með fjöl­skyldu og vin­um. Hálf­mán­arn­ir eru ekki bara sæl­gæti held­ur tákn um sam­veru og kær­leika yfir hátíðirn­ar,“ seg­ir Árni glaður í bragði.

Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og einstaka …
Hálf­mán­ar með hind­berja­sultu bjóða upp á nostal­g­íska til­finn­ingu og ein­staka bragðupp­lif­un. mbl.is/​Eyþór

Sætt bragð og ævintýralykt af jólum

Vista Prenta

Hálf­mána­kök­ur með hind­berja­sultu

  • 235 g hveiti
  • 90 g syk­ur
  • 50 g smjör, við stofu­hita
  • 50 g smjör­líki, við stofu­hita
  • 70 g súr­mjólk
  • 1 g hjart­ar­salt
  • 10 g kar­dimommu­drop­ar

Að auki

  • Hind­berja­sulta (til fyll­ing­ar)
  • 1 egg, pískað, til pensl­un­ar
  • Kó­kos til skrauts

Aðferð:

  1. Und­ir­búið deigið kvöldið áður.
  2. Byrjið á að blanda sam­an þur­refn­um og bætið blautefn­um við.
  3. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt, vefjið það í plast­filmu og geymið í kæli yfir nótt.
  4. Hitið ofn­inn í 200°C, rúllið deig­inu út og stingið út hringi.
  5. Setjið lítið magn af hind­berja­sultu í miðjuna á hverj­um hring, brjótið sam­an til að mynda hálf­mána og lokið brún­un­um með gaffli.
  6. Penslið hálf­mán­ana með þeyttu eggi, stráið hökkuðum hnet­um yfir og bakið í 12-15 mín­út­ur eða þar til þeir verða gyllt­ir á könt­un­um.
  7. Látið hálf­mán­ana kólna á grind og berið þá fram með heitu súkkulaði eða kaffi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert