After Eight-smákökurnar koma með jólabragðið

Girnilegar After Eight jólasmákökurnar hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur bakara og …
Girnilegar After Eight jólasmákökurnar hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur bakara og konditori. mbl.is/Karítas

Jól­in eru hand­an við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylg­ir. Eins og les­end­ur mat­ar­vefs­ins þekkja er Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor iðin við að þróa upp­skrift­ir að dýrðleg­um kræs­ing­um þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yf­ir­bragði jól­anna.

Það þekkja all­ir Af­ter Eig­ht kon­fekt­mol­ana góðu sem eru ómiss­andi um jól­in. Guðrún held­ur mikið upp á þessa mola og gerði þess­ar góm­sætu jóla­smá­kök­ur sem eiga vel við með jólakaff­inu. Þetta eru Af­ter Eig­ht jóla­smá­kök­ur sem eru ein­fald­ar í und­ir­bún­ingi og eiga eft­ir að slá í gegn í jóla­boðum.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir segir að sín uppáhaldsjólahefð sem jólabaksturinn.
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir seg­ir að sín upp­á­hald­sjó­la­hefð sem jóla­bakst­ur­inn. mbl.is/​Karítas

Upp­á­hald­sjó­la­hefðin er jóla­bakst­ur

Guðrún lærði bak­ar­ann á Íslandi og kláraði síðan konditor­námið sitt í Dan­mörku síðastliðið haust. Guðrún er afar ástríðufull og elsk­ar að skapa fín­lega og fal­lega rétti og kök­ur. Upp­á­hald­sjó­la­hefðin henn­ar er að sjálf­sögðu jóla­bakst­ur­inn.

„Það er hefð heima hjá mér að mamma búi alltaf til Af­ter Eig­ht-ís í eft­ir­rétt fyr­ir aðfanga­dags­kvöld. Þar sem Af­ter Eig­ht hef­ur lengi verið órjúf­an­leg­ur hluti af jól­un­um hjá mér, langaði mig að skapa mín­ar eig­in upp­skrift­ir með súkkulaðinu,“ seg­ir Guðrún með bros á vör.

Augnakonfekt að njóta, unaður að borða.
Augna­kon­fekt að njóta, unaður að borða. mbl.is/​Karítas

After Eight-smákökurnar koma með jólabragðið

Vista Prenta

Af­ter Eig­ht jóla­smá­kök­ur

Smá­köku­deigið

  • 1 ½ bolli hveiti
  • ½ bolli kakó
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 168 g smjör
  • ¾ púður­syk­ur
  • ¼ bolli syk­ur
  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur

Ganache miðja

  • 200 g Af­ter Eig­ht
  • 20 g rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og syk­ur sam­an þar til bland­an verður létt og ljós.
  2. Bætið einni eggj­ar­auðu út í einu og hrærið.
  3. Sigtið þur­refn­in sam­an og blandið þeim var­lega við þar til deigið er rétt svo komið sam­an.
  4. Mótið kúl­ur úr deig­inu, leggið á bök­un­ar­plötu og fletjið ör­lítið út til að mynda smá­köku­form.
  5. Pressið ofan í miðjuna á hverri köku til þess að mynda holu fyr­ir ganacheið. Það er gott til dæm­is að nota mæliskeið til þess.
  6. Bakið við 180°C í 8 mín­út­ur og látið kök­urn­ar kólna al­veg.
  7. Til að út­búa ganache-ið er rjóm­inn hitaður við væg­an hita þar til hann byrj­ar að freyða.
  8. Þá er Af­ter Eig­ht-súkkulaðinu bætt út í og hrært vel sam­an þar til bland­an er silkimjúk.
  9. Leyfið ganachinu að kólna al­veg.
  10. Hellið ganache í miðjuna þegar kök­urn­ar hafa kólnað og skreytið að eig­in vali.
  11. Leyfið ganachinu að setja sig áður en þið njótið.
  12. Berið fram og njótið við kerta­ljós og kósí­heit.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert