Guðdómleg ítölsk jólaveisla í boði Írisar Ann og Lucasar

Gleðin var í fyrirrúmi í ítölsku jólaveislunni hjá þeim hjónum. …
Gleðin var í fyrirrúmi í ítölsku jólaveislunni hjá þeim hjónum. Þau buðu góðum vinum sínum að njóta, Tobbu Marinós, Lindu Björk Ingimarsdóttur, Birki Björnssyni, sem veiddi bleikjuna fyrir kvöldverðinn, og Karli Sigurðssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjón­in Íris Ann Sig­urðardótt­ir og Lucas Kell­er tóku for­skot á sæl­una og buðu góðum vin­um sín­um í ekta ít­alska jóla­veislu sem hitti í mark. Mat­ar- borðið svignaði hrein­lega und­an ít­ölsk­um jólakræs­ing­um.

Hjón­in eru þekkt fyr­ir mat­ar­gerð sína en þau eru fólkið á bak við Coocoo's Nest, veit­ingastaðinn sem sló í gegn á Grand­an­um í ára­tug. Með sam­eig­in­legri ástríðu fyr­ir góðum mat og skap­andi verk­efn­um hafa þau sett sitt mark á ís­lenska mat­ar­senu.

Hann er ættaður frá Kali­forn­íu og er kokk­ur sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir frum­leg­ar og vandaðar bragðsam­setn­ing­ar sem byggj­ast á gæðum og fersk­leika. Í dag sér hann um bröns-hlaðborð á veit­ingastaðnum Hnossi og eld­ar mat á Vín­stúk­unni. Þess á milli skipu­legg­ur hann pop-up-viðburði. Íris Ann, sem einnig er ljós­mynd­ari og í sál­fræðinámi, vinn­ur með mann­in­um sín­um en á dög­un­um gáfu hjón­in út mat­reiðslu­bók­ina Coocoo's Nest. Þar deila þau upp­á­halds­upp­skrift­un­um sín­um og sög­um frá ferl­in­um.

Hjónin Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller buðu í glæsilegt …
Hjón­in Íris Ann Sig­urðardótt­ir og Lucas Kell­er buðu í glæsi­legt ít­alskt jóla­boð ásamt son­um sín­um, Indígo Mími Kell­er og Óðni Sky Kell­er, þar sem ít­alski jóla­and­inn sveif yfir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jóla­hefðir með ein­stök­um blæ

„Þegar við vor­um með Coocoo's Nest var jóla­tím­inn alltaf mjög sér­stak­ur. Öll tíu árin sem við vor­um í rekstri vor­um við með súr­deigs­brauð til sölu á aðfanga­dag. Það varð að dýr­mætri hefð þar sem fastak­únn­arn­ir okk­ar komu ár eft­ir ár til að sækja brauð fyr­ir jóla­hátíðina. Við seld­um alltaf í kring­um hundrað brauð, og það var ótrú­lega gam­an að finna hlýj­una og jóla­stemn­ing­una í þess­um sam­skipt­um. Þótt dag­ur­inn væri anna­sam­ur var þetta eitt­hvað sem við lít­um á sem ómet­an­leg­ar minn­ing­ar,“ seg­ir hún.

Þegar loks­ins gafst tími fyr­ir eig­in jól beið þeirra ró­leg og nota­leg sam­veru­stund með fjöl­skyld­unni. „Við fór­um alltaf heim til for­eldra minna, þar var boðið upp á hlaðborð og jóla­huggu­leg­heit­in voru í fyr­ir­rúmi,“ seg­ir Íris. „Þetta var okk­ar tæki­færi til að slaka á og njóta góðrar mat­ar­veislu án þess að þurfa að standa í und­ir­bún­ingi sjálf,“ seg­ir hún.

Stórfenglegt ítalskt jólaborð sem fangar auga og munn.
Stór­feng­legt ít­alskt jóla­borð sem fang­ar auga og munn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Íris lýs­ir því hvernig hún hef­ur reynt að létta á gjaf­a­streit­unni sem fylg­ir jól­un­um. „Ég hef alltaf átt erfitt með all­an þenn­an fjölda gjafa og reynt að leggja meiri áherslu á sam­veru. Við systkin­in og mak­ar höf­um til að mynda tekið upp „Secret Santa“ þar sem hver og einn vel­ur einn aðila til að gera vel við. Þetta hef­ur gert gjafa­skipt­in ein­fald­ari og jól­in af­slappaðri.“

Hjón­in eru þó ekki mikl­ir hefðarsinn­ar og elska að breyta til. „Við erum alltaf til í að prófa eitt­hvað nýtt og skapa okk­ar eig­in hefðir,“ seg­ir Lucas. „Það eina sem skipt­ir máli er að jól­in séu laus við stress. Aðal­málið er að njóta og hafa það gott sam­an.“

Eru ít­alsk­ar jóla­mat­ar­hefðir ólík­ar þeim ís­lensku?

„Já, al­veg klár­lega. Mat­ur­inn er allt ann­ar og jóla­dag­ur­inn sjálf­ur geng­ur meira og minna út á að borða,“ seg­ir hún. „Lasagna er til dæm­is mjög vin­sæll jóla­rétt­ur á Ítal­íu, ásamt ýms­um smá­rétt­um sem þau bera fram með. Eitt sem við fund­um skemmti­legt er að það sem við köll­um hér ít­alskt sal­at, sem við setj­um á brauð, kall­ast þar rúss­neskt sal­at og er fast­ur hluti af jóla­máltíðinni sem meðlæti.“

Frumlegt og öðruvísi jólasalat, hnúðkáls- og kaki-salat með pistasíuhnetum, sem …
Frum­legt og öðru­vísi jóla­sal­at, hnúðkáls- og kaki-sal­at með pist­asíu­hnet­um, sem er ávallt hluti af jóla­máltíðinni hjá Ítöl­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Okk­ar upp­á­halds af ít­ölsku jóla­rétt­un­um

Lucas og Íris eru sér­stak­lega hrif­in af ein­um ít­ölsk­um jóla­rétti. „Radicchio-lasagna er ör­ugg­lega eitt af okk­ar upp­á­halds af ít­ölsku jóla­rétt­um,“ seg­ir Lucas. „Það hef­ur skemmti­leg­an beisk­an bragðtón sem er ekki allra, en við elsk­um það.“

Hún bæt­ir við að máltíðirn­ar sjálf­ar séu mjög ólík­ar að upp­bygg­ingu. „Á Ítal­íu borðar fólk meira og minna all­an dag­inn. Það byrj­ar í há­deg­inu og kvöld­verður­inn tek­ur í raun bara við án þess að það sé mik­il pása þar á milli. Þetta er mikið umstang en líka ótrú­lega nota­leg og ríku­leg hefð sem snýst fyrst og fremst um mat og sam­veru.“

Er eitt­hvað sem ykk­ur finnst ómiss­andi á aðfanga­dags­kvöld?

„Við höf­um ekki alltaf verið mjög hefðbund­in þegar kem­ur að jóla­mat,“ segja Íris. „Einu sinni, þegar við vor­um tölu­vert yngri og að ferðast um Asíu eydd­um við jól­un­um í Laos og feng­um núðlusúpu í jóla­mat­inn. Það var ein­stök upp­lif­un og sýn­ir kannski að fyr­ir okk­ur er ekki til neitt sem er al­gjör­lega ómiss­andi.“

Ítalskar kræsingar sjá um að skreyta veisluborðið og fanga augu …
Ítalsk­ar kræs­ing­ar sjá um að skreyta veislu­borðið og fanga augu og munn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þau viður­kenna þó að ein hefð hafi þró­ast með tím­an­um. „Brauðið hans Lucas­ar er lík­lega það eina sem við gæt­um ekki verið án,“ seg­ir Íris. „Trönu­berja- og val­hnetusúr­deigs­brauðið hans er orðinn fast­ur liður á aðfanga­dags­kvöldi, Það er ein­fald­lega ekki hægt að kalla það jól án þess!“

„Við von­um inni­lega að lands­menn eigi stress­laus og gleðileg jól,“ seg­ir Lucas. „Aðal­atriðið er að njóta góðra stunda með fólk­inu sínu, hvort sem það er með klass­ísk­um jóla­mat eða eitt­hvað al­veg nýtt á borðum.“

Undursamlega ljúffengt bakað paccheri-pasta með ricotta og svartkáli sem er …
Und­ur­sam­lega ljúf­fengt bakað paccheri-pasta með ricotta og svart­káli sem er í miklu upp­á­haldi hjá Íris Ann og Lucasi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðdómleg ítölsk jólaveisla í boði Írisar Ann og Lucasar

Vista Prenta

Ítalsk­ar jólakræs­ing­ar og meðlæti í jóla­veislu Lucas­ar og Íris­ar Ann

Prenta

Bakað paccheri-pasta með ricotta og svart­kál

Fyll­ing

  • 200 g ricotta
  • 150 g svart­kál (ca­volo nero)
  • 2 msk. noi­sette, eða smjör og ólífu­olía
  • 1 tsk. múskat, nýmalað
  • 2 msk. parmigiano reggiano, auk meira til að setja ofan á, nýrif­inn
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið meðal­stór­an pott yfir meðal­hita, bætið við 1 msk. af smjöri, eða 2 msk. noi­sette, ásamt ½ msk. auka jóm­frúaró­lífu­olíu, og leyfið að hitna í um það bil 5 sek­únd­ur áður en þið bætið svart­kál­inu við.
  2. Bætið svart­kál­inu við, kryddið með salti, setjið lokið á og hristið pott­inn létt til að allt bland­ist vel sam­an. Munið að halda lok­inu fast.
  3. Lækkið hit­ann og leyfið að eld­ast, með lok­inu á, í um það bil 5 mín­út­ur.
  4. Setjið í mat­vinnslu­vél þar til að bland­an er al­veg maukuð, skafið niður hliðarn­ar eft­ir þörf­um. Bætið út í ricotta, ný­möluðu múskati og parmigiano, ásamt skvettu af ólífu­olíu.
  5. Smakkið til og kryddið til eft­ir smekk. Setjið fyll­ing­una í sprautu­poka og leggið til hliðar þannig að hún verði til­bú­in til notk­un­ar á eft­ir.

Tóm­atsósa og pasta

  • 400 g paccheri-pasta
  • 1 dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 400 g kalt vatn
  • 3 hvít­lauks­geir­ar, skræld­ir og saxaðir
  • 2 msk. auka jóm­frúaró­lífu­olía (1 góð skvetta)
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ¼ tsk. hrá­syk­ur, ef þarf
  • Ríf­legt magn af parmigiano reggiano

Aðferð:

  1. Hitið lít­inn pott yfir meðal­hita bætið við auka jóm­frúaró­lífu­olíu, hvít­lauk og stóri klípu af salti.
  2. Eldið á lág­um hita, hrærið öðru hvoru þar til hvít­lauk­ur­inn er orðinn gull­inn og ilm­andi.
  3. Bætið tómöt­un­um og vatn­inu við, hrærið sam­an og bætið við nokkr­um snún­ing­um af svört­um pip­ar. Leyfið að malla, slökkvið svo á og maukið létt með töfra­sprota.
  4. Smakkið til og kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk. Ef tóm­at­arn­ir eru sér­stak­lega súr­ir, bætið þá við ¼ tsk. af hrá­sykri til að jafna bragðið.
  5. Notið strax eða kælið niður og geymið í loftþéttu íláti í kæli í allt að eina viku.
  6. Hitið ofn­inn í 180°C. Dreypið smá auka jóm­frúaró­lífu­olíu í botn­inn á djúpri ofnskúffu.
  7. Raðið past­anu þannig að það standi upp­rétt og fyllið það með til­búnu fyll­ing­unni.
  8. Hellið tóm­atsós­unni yfir, hyljið með bök­un­ar­papp­ír og bakið í ofni við 180°C í
  9. 30 til 40 mín­út­ur. Takið úr ofn­in­um og leyfið að hvíla í 20 til 30 mín­út­ur. Takið lokið af og rífið ríku­legt magn af parmigiano yfir topp­inn.
  10. Hækkið ofn­hit­ann í 200°C og setjið pastað aft­ur í ofn­inn í 10 mín­út­ur, eða þar til það er fal­lega ristað að ofan.
  11. Njótið með fjöl­skyldu og vin­um.
Guðdómlegur ítalskur pastaréttur.
Guðdóm­leg­ur ít­alsk­ur pasta­rétt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hnúðkáls- og kaki-sal­at með pist­asíu­hnet­um

  • ½ hnúðkál
  • 1 kaki
  • 1 msk. pist­asíu­hnet­ur, saxaðar
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 1 msk. jóm­frúaró­lífu­olía
  • ½ msk. stein­selja, gróf­söxuð
  • sjáv­ar­salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Afhýðið hnúðkálið og sneiðið það þunnt með mandó­líni (græn­met­is­skera).
  2. Blandið sam­an sítr­ónusafa, ólífu­olíu og smá salti við hnúðkálið.
  3. Setjið til hliðar og látið marín­er­ast í 5-10 mín­út­ur.
  4. Afhýðið kaki-ávöxt­inn og skerið í bita.
  5. Raðið helm­ingn­um af hnúðkál­inu á diski og dreifið helm­ingn­um af kaki-ávext­in­um yfir.
  6. End­ur­takið með rest­inni af hnúðkál­inu og kaki.
  7. Hellið vökv­an­um af hnúðkál­inu yfir sal­atið og toppið með pist­asíu­hnet­um og stein­selju.
  8. Bakaðar per­ur og plóm­ur með limoncello
  9. og mascarpo­ne-rjóma
Prenta

Bakað paccheri með kart­öfl­um, púrru­lauk og reyktri bleikju

Sósa og fyll­ing

  • 2 stór­ar kart­öfl­ur, skræld­ar og skorn­ar í litla bita
  • 1 púrru­lauk­ur, þveg­inn og græni hlut­inn fjar­lægður, skor­inn í bita
  • 250 g reykt bleikja, roð fjar­lægt og skor­in í bita
  • 1 msk. jóm­frúaró­lífu­olía
  • 1 msk. smjör
  • 2 msk. rjóma­ost­ur
  • 250 g rjómi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið í meðal­stór­um þykk­botna potti, bætið við jóm­frúaró­lífu­olíu og smjöri og hristið pott­inn til að hylja botn­inn.
  2. Bætið púrru­laukn­um við, kryddið létt með salti og steikið í 2 mín­út­ur.
  3. Bætið við kart­öfl­un­um, rjóm­an­um og kryddið til með svört­um pip­ar.
  4. Setjið lok á pott­inn og eldið á lág­um hita í 15 mín­út­ur, hrærið öðru hvoru.
  5. Þegar allt er orðið mjúkt, fjar­lægið ¾ af inni­hald­inu með gataðri ausu.
  6. Setjið það í mat­vinnslu­vél ásamt bleikj­unni og rjóma­ost­in­um. Maukið þar til allt er orðið vel blandað. Smakkið til og kryddið til ef þörf er á, setjið í sprautu­poka og leggið til hliðar.
  7. Setjið það sem eft­ir er í pott­in­um í öfl­ug­an bland­ara og blandið þar til bland­an verður silkimjúk. Smakkið til og kryddið til eft­ir smekk. Leggið til hliðar.

Aðferð fyr­ir eld­un

  1. Hitið ofn­inn fyr­ir á 180°C.
  2. Dreypið smá auka jóm­frúaró­lífu­olíu í botn­inn á djúpri ofnskúffu.
  3. Raðið past­anu þannig að það standi upp­rétt og fyllið það með til­búnu fyll­ing­unni. Hellið sós­unni yfir, hyljið með bök­un­ar­papp­ír og bakið í ofni við 180°C í 30 til 40 mín­út­ur.
  4. Takið úr ofn­in­um og leyfið að hvíla í 20 til 30 mín­út­ur. Takið lokið af og rífið ríku­legt magn af parmigiano yfir topp­inn.
  5. Hækkið ofn­hit­ann í 200°C og setjið pastað aft­ur í ofn­inn í 10 mín­út­ur, eða þar til það er fal­lega ristað að ofan.
Eftirrétturinn með jólaívafi.
Eft­ir­rétt­ur­inn með jólaívafi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bakaðar per­ur og plóm­ur með limoncello

  • 4 per­ur
  • 4 plóm­ur
  • 200 g smjör
  • 250 g hrá­syk­ur
  • 2 skot limoncello
  • 4 msk. ristaðar og saxaðar möndl­ur til að strá yfir

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Smyrjið botn­inn á eld­föstu móti með smjöri og stráið helm­ingn­um af hrá­sykr­in­um yfir.
  3. Afhýðið per­urn­ar, skerið í tvennt og kjarn­hreinsið.
  4. Gerið síðan raðir af skurðum hálfa leið í gegn­um hverja perusneið eins og þegar hassel­back-kart­öfl­ur eru gerðar.
  5. Leggið per­urn­ar í eld­fast mót með skornu hliðina niður og end­ur­takið ferlið með plóm­urn­ar, setjið þær í tómu rým­in sem per­urn­ar skilja eft­ir.
  6. Hellið limoncello yfir ávext­ina og stráið rest­inni af hrá­sykr­in­um yfir.
  7. Bakið í ofni í um það bil 35 mín­út­ur eða þar til ávext­irn­ir eru fal­lega brún­ir. Takið úr ofn­in­um og setjið til hliðar þar til til­búið til að bera fram.

Mascarpo­ne-rjómi

  • 4 eggj­ar­auður
  • 4 msk. hrá­syk­ur
  • 500 g mascarpo­ne
  • 200 g rjómi
  • börk­ur af 1 sítr­ónu
  • ½ sítr­óna, saf­inn

Aðferð:

  1. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar og syk­ur­inn sam­an í stórri skál til að búa til za­bai­o­ne sem er létt og loft­kennt eggja­blanda.
  2. Þeytið sam­an í ann­arri skál mascarpo­ne-ost­inn og rjómann þar til bland­an verður létt og mjúk.
  3. Blandið síðan za­bai­o­ne var­lega sam­an við mascarpo­ne-rjómann.
  4. Bætið sítr­ónu­berki og sítr­ónusafa sam­an við og hrærið vel sam­an. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.
Gullfalleg samsetning með reyktri bleikju með kapers og góðu meðlæti.
Gull­fal­leg sam­setn­ing með reyktri bleikju með kapers og góðu meðlæti. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert