Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og lífskúnstner, er sniðugri en flestir í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er búin að toppa sig í sírópsgerð fyrir jólin. Það nýjasta sem hún er búin að töfra fram er piparkökusíróp sem hægt er að bæta út í kaffið og fanga jólailminn og bragðið um leið.
„Ég elska lyktina af piparkökum, hún minnir mig alltaf á baksturinn með mömmu þegar ég var barn. Ég er aftur á móti minna fyrir piparkökurnar sjálfar núna, það er eitthvað sem gerst hefur með aldrinum. Þannig að mig langaði svo til þess að búa til piparkökusíróp sem ég gæti notað með uppáhaldskaffinu mínu. Það er einnig notalegt jólalegt Toffee-nut bragð eða karamelluhnetubragð, af því sem passar svo vel við kryddið í piparkökum. Ég er komin með algjört æði fyrir þessu og fæ mér það bæði sem heitt kaffi og ískaffi en ég drekk ískaffi sama hvernig viðrar,“ segir Hildur dreymin á svip.
„Ég ætla að búa til margar flöskur af þessu fyrir jól og gefa í gjafir, það er nefnilega glettilega auðvelt að búa þetta síróp til og það endist í alveg að minnsta kosti tvær vikur í ísskáp.“
Sjáið Hildi á Instagram-síðu hennar útbúa þessa dýrð.
Piparkökusíróp Hildar
Aðferð: