Uppáhaldssósan hans Rúnars með öndinni

Meistarakokkurinn Rúnar Gíslason sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldssósu sem …
Meistarakokkurinn Rúnar Gíslason sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldssósu sem hann ber fram með öndinni um hátíðirnar. mbl.is/Árni Sæberg

Meistarakokkurinn og matgæðingurinn Rúnar Gíslason hjá Kokkunum deilir hér með lesendum ljúffengri uppskrift að andasósu með hátíðarívafi. Þessi sósa er í uppáhaldi með hátíðaröndinni hjá Rúnari og hann segir að hún geti ekki klikkað.

Andasósan hans Rúnars á eftir að slá í gegn. Vert …
Andasósan hans Rúnars á eftir að slá í gegn. Vert er að nostra við sósugerðina þá verður sósan margfalt betri. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Andarsósa með hátíðarívafi

  • 4 stk. skalotlaukur
  • 2 rif hvítlaukur
  • ½ ferskt chili
  • 1 stk. appelsína
  • 1 grein rósmarín
  • 1 grein timian
  • 1 stk. stjörnuanís
  • 200 ml rauðvín
  • 1 l nautasoð
  • 100 g smjör
  • Smá eplaedik
  • Smá olía
  • Andabein eða afskurður af bringum, ekki nauðsynlegt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skræla skarlottulauk og hvítlauk og saxið síðan meðal gróft.
  2. Opnið chili-ið eftir endilöngu, fræhreinsið og skerið niður.
  3. Raspið börkinn af appelsínunni og skerið appelsínuna í tvennt, kreistið safann úr og geymið í glasi.
  4. Hellið olíu í pott og hitið.
  5. Svitið síðan lauk, hvítlauk og chili í pottinum.
  6. Bætið síðan út í timian, rósmarín, stjörnuanís, beinum eða afskurði ef þið eruð með hann.
  7. Brúnið þetta allt vel í pottinum.
  8. Bætið næst rauðvíni og appelsínusafa við blönduna.
  9. Sjóðið blönduna niður um helming.
  10. Setjið síðan nautasoð út í, og sjóðið aftur niður um helming.
  11. Bætið síðan við smjöri og 1 tappa af eplaediki út í í lokin.
  12. Smakkað til með salti og pipar, ekki sjóða sósuna eftir að smjörið er komið út í.
  13. Berið fram með öndinni og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert