Meistarakokkurinn og matgæðingurinn Rúnar Gíslason hjá Kokkunum deilir hér með lesendum ljúffengri uppskrift að andasósu með hátíðarívafi. Þessi sósa er í uppáhaldi með hátíðaröndinni hjá Rúnari og hann segir að hún geti ekki klikkað.
Andasósan hans Rúnars á eftir að slá í gegn. Vert er að nostra við sósugerðina þá verður sósan margfalt betri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Andarsósa með hátíðarívafi
- 4 stk. skalotlaukur
- 2 rif hvítlaukur
- ½ ferskt chili
- 1 stk. appelsína
- 1 grein rósmarín
- 1 grein timian
- 1 stk. stjörnuanís
- 200 ml rauðvín
- 1 l nautasoð
- 100 g smjör
- Smá eplaedik
- Smá olía
- Andabein eða afskurður af bringum, ekki nauðsynlegt
Aðferð:
- Byrjið á því að skræla skarlottulauk og hvítlauk og saxið síðan meðal gróft.
- Opnið chili-ið eftir endilöngu, fræhreinsið og skerið niður.
- Raspið börkinn af appelsínunni og skerið appelsínuna í tvennt, kreistið safann úr og geymið í glasi.
- Hellið olíu í pott og hitið.
- Svitið síðan lauk, hvítlauk og chili í pottinum.
- Bætið síðan út í timian, rósmarín, stjörnuanís, beinum eða afskurði ef þið eruð með hann.
- Brúnið þetta allt vel í pottinum.
- Bætið næst rauðvíni og appelsínusafa við blönduna.
- Sjóðið blönduna niður um helming.
- Setjið síðan nautasoð út í, og sjóðið aftur niður um helming.
- Bætið síðan við smjöri og 1 tappa af eplaediki út í í lokin.
- Smakkað til með salti og pipar, ekki sjóða sósuna eftir að smjörið er komið út í.
- Berið fram með öndinni og njótið.