Uppáhaldssósan hans Rúnars með öndinni

Meistarakokkurinn Rúnar Gíslason sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldssósu sem …
Meistarakokkurinn Rúnar Gíslason sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldssósu sem hann ber fram með öndinni um hátíðirnar. mbl.is/Árni Sæberg

Meist­ara­kokk­ur­inn og mat­gæðing­ur­inn Rún­ar Gísla­son hjá Kokk­un­um deil­ir hér með les­end­um ljúf­fengri upp­skrift að andasósu með hátíðarívafi. Þessi sósa er í upp­á­haldi með hátíðarönd­inni hjá Rún­ari og hann seg­ir að hún geti ekki klikkað.

Andasósan hans Rúnars á eftir að slá í gegn. Vert …
Andasós­an hans Rún­ars á eft­ir að slá í gegn. Vert er að nostra við sósu­gerðina þá verður sós­an marg­falt betri. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Uppáhaldssósan hans Rúnars með öndinni

Vista Prenta

And­arsósa með hátíðarívafi

  • 4 stk. skalot­lauk­ur
  • 2 rif hvít­lauk­ur
  • ½ ferskt chili
  • 1 stk. app­el­sína
  • 1 grein rós­marín
  • 1 grein tim­i­an
  • 1 stk. stjörnu­anís
  • 200 ml rauðvín
  • 1 l nauta­soð
  • 100 g smjör
  • Smá epla­e­dik
  • Smá olía
  • Anda­bein eða af­sk­urður af bring­um, ekki nauðsyn­legt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skræla skarlottu­lauk og hvít­lauk og saxið síðan meðal gróft.
  2. Opnið chili-ið eft­ir endi­löngu, fræhreinsið og skerið niður.
  3. Raspið börk­inn af app­el­sín­unni og skerið app­el­sín­una í tvennt, kreistið saf­ann úr og geymið í glasi.
  4. Hellið olíu í pott og hitið.
  5. Svitið síðan lauk, hvít­lauk og chili í pott­in­um.
  6. Bætið síðan út í tim­i­an, rós­marín, stjörnu­anís, bein­um eða af­sk­urði ef þið eruð með hann.
  7. Brúnið þetta allt vel í pott­in­um.
  8. Bætið næst rauðvíni og app­el­sínusafa við blönd­una.
  9. Sjóðið blönd­una niður um helm­ing.
  10. Setjið síðan nauta­soð út í, og sjóðið aft­ur niður um helm­ing.
  11. Bætið síðan við smjöri og 1 tappa af epla­e­diki út í í lok­in.
  12. Smakkað til með salti og pip­ar, ekki sjóða sós­una eft­ir að smjörið er komið út í.
  13. Berið fram með önd­inni og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert