Eggnog jólalegasti kokteillinn í ár

Barþjóninn Leó Snæfeld ætlar að galdra fram jólalegasta kokteilinn í …
Barþjóninn Leó Snæfeld ætlar að galdra fram jólalegasta kokteilinn í ár sem á sér langa sögu og nýtur mikilla vinsælda í stórborginni Lundúnum á þessum árstíma. Morgunblaðið/Eggert

Leó Snæ­feld er snill­ing­ur í kokteil­agerð og einn okk­ar þekkt­asti barþjónn. Hann ætl­ar að galdra fram jóla­leg­asta kokteil­inn í ár sem á sér svo sann­ar­lega sögu. Þetta er kokteill­inn Eggnog og Leó er bú­inn að gera hann að sín­um.

Leó hef­ur unnið í veit­inga­brans­an­um í ell­efu ár. Tvö af þeim árum bjó hann í Lund­ún­um.

„Þar vann ég fyr­ir staðinn Un­tit­led, sem árið 2018 var 72. besti bar í heim­in­um sam­kvæmt alþjóðal­ista Top 50 Best Bars. Eft­ir dvöl mína í Lund­ún­um fór ég að vinna fyr­ir Þráin Frey Vig­fús­son á Sumac og seinna meir opnaði ég staðinn Amma Don með hon­um sam­hliða Michel­in-stjörn­ustaðnum ÓX á Lauga­vegi 55. Núna er hægt að finna mig á kokteil­barn­um Jungle aðra hverja helgi meðan ég klára Há­skóla­brú Keil­is,“ seg­ir Leó bros­andi.

Leó elskar að gleðja aðra með ljúffengum drykkjum. Honum líður …
Leó elsk­ar að gleðja aðra með ljúf­feng­um drykkj­um. Hon­um líður vel bak við bar­inn og nýt­ur þess að vera flippaður og hafa gam­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Elsk­ar að finna nýj­ar og ólík­ar jóla­hefðir

Leó er einn þeirra sem halda ekki fast í jóla­hefðir og hef­ur gam­an af því að breyta þeim og prófa nýja hluti.

„Mín­ar jóla­hefðir breyt­ast frá ári til árs; mér finnst leiðin­legt að gera alltaf sama hlut­inn. Ég reyni flest ár þó að fá mér skötu á Þor­láks­messu, eig­in­lega það eina sem hef­ur fest sig í sessi hjá mér,“ seg­ir Leó og hlær.

„Ég set yf­ir­leitt bara upp eitt­hvert skemmti­legt þema fyr­ir jól­in. Ann­ars er fólk í kring­um mig í jóla­skapi alla leið og jólagleðin ávallt í fyr­ir­rúmi. Jóla­ljós­in eru kom­in upp allt of snemma og fólk farið að raula jóla­lög yf­ir­leitt beint eft­ir hrekkja­vöku. Ég fussa og sveia yfir þeim en í laumi finnst mér þetta al­veg næs,“ seg­ir Leó lævís­lega.

Hvað hefðir varðar er Leó frek­ar flippaður. „Ég elska að finna nýj­ar og ólík­ar hefðir, byrjaði fyr­ir sjö árum að flippa aðeins með þetta. Ég hef verið með skosk jól, Havaí-jól og veg­an jól svo fátt sé nefnt. Eitt árið ákvað ég þó að prufa að gera ham­borg­ar­hrygg, sem ent­ist mér í nán­ast heila viku eft­ir á. Þetta er bara svo mik­ill mat­ur, yf­ir­gengi­legt. Eina sem mér finnst ómiss­andi á aðfanga­dags­kvöld er góður fé­lags­skap­ur, annað þarf ég ekki.“

Þarf meira sviðsljós

Þegar kem­ur að því að fá Leó til að svipta hul­unni af jóla­kokteiln­um í ár er hann fljót­ur að bregðast við.

„Ég ætla svo sann­ar­lega að út­búa al­vörujóla­kokteil, flest­ir verða nú aðeins skemmti­legri þegar þeir eru komn­ir smá í glas svo vert er að bjóða upp á gleði í glasi. Það sem ég ætla að bjóða upp á er mín út­gáfa af Eggnog, en það er drykk­ur sem mér finnst ekki hafa fengið nógu mikið sviðsljós hér á landi,“ seg­ir Leó og seg­ist vona að úr því verði bætt og lands­menn læri að meta þenn­an góða drykk. Drykk­ur­inn eigi sína sögu og hon­um þyki ákaf­lega vænt um hann.

„Ein jól­in þegar ég var í Lund­ún­um tók ég auka­vakt á The Bar With No Name. All­ir gest­ir sem komu fengu þeirra út­gáfu af Eggnog sem eins kon­ar „welcome“-drykk. Hann inni­hélt romm og cider bran­dy. Það voru all­ir svo glaðir að fá Eggnog í hend­urn­ar kom­andi inn úr kuld­an­um. Þetta er upp­skrift sem ég gerði ein jól­in á Sumac fyr­ir þá gesti sem sett­ust á bar­inn hjá mér til að hlýja þeim með brosi og næs drykk,“ seg­ir Leó.

Hætti að drekka fyr­ir fimm árum

Þótt Leó sé iðinn við að bjóða öðrum upp á áfenga drykki seg­ist hann sjálf­ur ekki smakka áfengi leng­ur og vill hvetja alla til að fara var­lega með áfengi. „Mér finnst mik­il­vægt að við höf­um það huggu­legt um jól­in sam­an með hóf­legri drykkju. Ég sjálf­ur hætti að drekka fyr­ir um fimm árum því ég sá að ég gat ekki stjórnað sjálf­um mér í glasi og sé ekki eft­ir að hafa hætt. Ef eitt­hvað er þá hef­ur það gert mig betri í þessu fagi. Ef fólk á í vanda með drykkju, þá mæli ég ein­dregið með að kynna sér SÁÁ og AA,“ seg­ir Leó og ósk­ar öll­um ást­ar og friðar um hátíðirn­ar.

Leó gerði sinn eigin Eggnog ein jólin á Sumac fyrir …
Leó gerði sinn eig­in Eggnog ein jól­in á Sumac fyr­ir þá gesti sem sett­ust á bar­inn hjá hon­um til að hlýja þeim með brosi og næs drykk. Það ylj­ar að fá drykk í svona fal­leg­um bolla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eggnog jóla­leg­asti kokteill­inn í ár

Vista Prenta

Eggnog að hætti Leós

Fyr­ir 2-4

  • 80 g syk­ur
  • 60 ml Anejo tequila
  • 75 ml Amontilla­do-sérrí
  • 180 ml nýmjólk
  • 120 ml rjómi
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Notið bland­ara á lágri still­ingu til að blanda egg­in.
  2. Bætið sykr­in­um í bland­ar­ann.
  3. Bætið síðan við tequila, sérríi, mjólk og rjóma. Blandið þetta allt sam­an vel.
  4. Setjið blönd­una í kæl­inn og geymið þar yfir nótt.
  5. Vert er að taka það fram að það er hægt er að gera þenn­an drykk veg­an með því að sleppa eggj­un­um og nota haframjólk og kó­kosrjóma í stað nýmjólk­ur og rjóma.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert