Kröftug sósa með hreindýri sem slær allt út

Rúnar Gíslason meistarakokkur kann að laga alvöru villibráðarsósur. Hér deilir …
Rúnar Gíslason meistarakokkur kann að laga alvöru villibráðarsósur. Hér deilir hann með lesendum uppskriftinni að sinni bestu til að bera fram með hreindýrasteikinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar villi­bráð, eins og hrein­dýr, er bor­in fram skipt­ir sköp­un að vera með ljúf­fenga sósu sem pass­ar vel við bráðina. Rún­ar Gísla­son, meist­ara­kokk­ur og mat­gæðing­ur með meiru hjá Kokk­un­um, ljóstr­ar hér upp á upp­skrift­inni að sinni bestu villi­bráðasósu sem stein­ligg­ur með hrein­dýr­inu.

„Þetta er kröft­ug sósa og engi­ferið gef­ur sós­unni góðan karakt­er,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við að þessi sósa slái ávallt í gegn þegar hún er bor­in fram með hrein­dýra­steik­inni.

Villibráðasósan sem á afar vel við með hreindýrinu.
Villi­bráðasós­an sem á afar vel við með hrein­dýr­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kröftug sósa með hreindýri sem slær allt út

Vista Prenta

Villi­bráðasós­an með hrein­dýr­inu

  • ½ olía til steik­ing­ar
  • 50 g smjör til steik­ing­ar
  • 2 grein­ar ferskt tim­i­an
  • 3 stk. skarlott lauk­ur
  • 1 stk. þum­all ferskt engi­fer
  • 3 stk. hvít­lauksrif
  • 3 stk. gul­ræt­ur
  • 1 dl bal­sa­mikedik
  • 4 dl rauðvín
  • 1,5 l gott kjötsoð
  • 15 stk. kórí­and­erfræ
  • Sjáv­ar­salt eft­ir smekk
  • Svart­ur mul­inn pip­ar eft­ir smekk
  • 50 g af smjöri fyr­ir enda­hnút­inn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa lauk, hvít­lauk, gul­ræt­ur og engi­fer.
  2. Setjið olíu og smjör í pott og bræðið, svitið græn­metið, tim­i­an og kórí­and­erfræ­in.
  3. Hellið bal­sa­mike­dik­inu út í þegar græn­metið hef­ur tekið smá lit.
  4. Látið ed­ikið svo að segja gufa al­veg upp.
  5. Setjið því næst rauðvínið út í og sjóðið niður um helm­ing.
  6. Setjið soðið út í næst og sjóðið niður þangað til bragðið er orðið gott.
  7. Ef ykk­ur finnst þurfa að þykkja sós­una, sem á ekki að þurfa ef soðið er gott og sós­an er soðin nógu mikið niður, þá er allt í lagi að setja smá smjör­bollu eða sósuþykkjara út í.
  8. Bætið síðan seinni smjörskammt­in­um út í og hrærið sam­an við.
  9. Smakkið sós­una til með salti og pip­ar.
  10. Það er líka í lagi að setja ed­iks­dreitil út í ef ykk­ur finnst vanta smá sýru.
  11. Berið fram með hrein­dýra­steik­inni og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert