Kröftug sósa með hreindýri sem slær allt út

Rúnar Gíslason meistarakokkur kann að laga alvöru villibráðarsósur. Hér deilir …
Rúnar Gíslason meistarakokkur kann að laga alvöru villibráðarsósur. Hér deilir hann með lesendum uppskriftinni að sinni bestu til að bera fram með hreindýrasteikinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar villibráð, eins og hreindýr, er borin fram skiptir sköpun að vera með ljúffenga sósu sem passar vel við bráðina. Rúnar Gíslason, meistarakokkur og matgæðingur með meiru hjá Kokkunum, ljóstrar hér upp á uppskriftinni að sinni bestu villibráðasósu sem steinliggur með hreindýrinu.

„Þetta er kröftug sósa og engiferið gefur sósunni góðan karakter,“ segir Rúnar og bætir við að þessi sósa slái ávallt í gegn þegar hún er borin fram með hreindýrasteikinni.

Villibráðasósan sem á afar vel við með hreindýrinu.
Villibráðasósan sem á afar vel við með hreindýrinu. mbl.is/Árni Sæberg

Villibráðasósan með hreindýrinu

  • ½ olía til steikingar
  • 50 g smjör til steikingar
  • 2 greinar ferskt timian
  • 3 stk. skarlott laukur
  • 1 stk. þumall ferskt engifer
  • 3 stk. hvítlauksrif
  • 3 stk. gulrætur
  • 1 dl balsamikedik
  • 4 dl rauðvín
  • 1,5 l gott kjötsoð
  • 15 stk. kóríanderfræ
  • Sjávarsalt eftir smekk
  • Svartur mulinn pipar eftir smekk
  • 50 g af smjöri fyrir endahnútinn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa lauk, hvítlauk, gulrætur og engifer.
  2. Setjið olíu og smjör í pott og bræðið, svitið grænmetið, timian og kóríanderfræin.
  3. Hellið balsamikedikinu út í þegar grænmetið hefur tekið smá lit.
  4. Látið edikið svo að segja gufa alveg upp.
  5. Setjið því næst rauðvínið út í og sjóðið niður um helming.
  6. Setjið soðið út í næst og sjóðið niður þangað til bragðið er orðið gott.
  7. Ef ykkur finnst þurfa að þykkja sósuna, sem á ekki að þurfa ef soðið er gott og sósan er soðin nógu mikið niður, þá er allt í lagi að setja smá smjörbollu eða sósuþykkjara út í.
  8. Bætið síðan seinni smjörskammtinum út í og hrærið saman við.
  9. Smakkið sósuna til með salti og pipar.
  10. Það er líka í lagi að setja ediksdreitil út í ef ykkur finnst vanta smá sýru.
  11. Berið fram með hreindýrasteikinni og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert