Þúfa, brennivín og eldhúsbekkur – hvað gæti farið úrskeiðis?

David Hood yfirbarþjónn á Ömmu Don og Hrafnkell Ingi yfirbarþjónn …
David Hood yfirbarþjónn á Ömmu Don og Hrafnkell Ingi yfirbarþjónn á Skál! taka yfir veitingastaðinn ÓX eina nótt og breyta honum í ævintýralegan bar sem verður engum líkur. Samsett mynd

Töfr­arn­ir munu ger­ast á Michel­in-stjörn­ustaðnum ÓX á morg­un, laug­ar­dag­inn 21. des­em­ber, frá klukk­an 17 til miðnætt­is. Þá muntu finna þúfu, brenni­vín og eld­hús­bekk bak við lukt­ar dyr. ÓX er staðsett­ur við Lauga­veg 55 í hjarta miðborg­ar­inn­ar og er afar leynd­ar­dóms­full­ur.

Aðeins eina nótt tök­um við staðinn yfir

„Ef ÓX væri spea­kea­sy bar gæti það litið svo­lítið svona út. Aðeins eina nótt taka Dav­id Hood og Hrafn­kell Ingi, yfir veit­ingastaðinn og breyta hon­um í glæsi­leg­an bar. Fal­inn á bak við bóka­hillu muntu finna góða stemn­ingu, góða drykki og nokkra ná­unga sem hella sög­um og segja drykki. Nóg af brenni­víni, snöps­um og því­líkri orku sem aðeins kvöld sem þessi get­ur boðið upp á,“ seg­ir Þrá­inn Freyr Vig­fús­son, stjörnu­kokk­ur og eig­andi ÓX.

„Dav­id sem er yf­ir­barþjónn á Ömmu Don, býr til drykki sem sækja oft í ís­lenska nátt­úru eða óvænt, sér­kenni­legt hrá­efni. Hrafn­kell Ingi, alla jafna kallaður Keli, sem er yf­ir­barþjónn á Skál!, hef­ur safnað sér­trú­ar­söfnuði fyr­ir Bloo­dy Mary sína og ný­lega sól­berja­blaðið Negroni. Við erum í sam­starfi við Þúfu og Brenni­vín til að gera þenn­an viðburð ógleym­an­leg­an,“ seg­ir Þrá­inn leynd­ar­dóms­full­ur á svip­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert