Marentza ljóstrar upp sögunni bak við jólasíldina

Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning Íslands býður ávallt upp á síldarplata á …
Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning Íslands býður ávallt upp á síldarplata á aðventunni og á jólunum á Klambra Bistró á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Mar­entza Poul­sen, smur­brauðsdrottn­ing okk­ar Íslend­inga, sem á og rek­ur kaffi­húsið Klambra Bistró á Kjar­vals­stöðum, er þekkt fyr­ir að bjóða upp á glæsi­leg jóla­hlaðborð gegn­um árin og nú jóla­platta sem á sér eng­an lík­an. Hún hef­ur ávallt skapað sér ákveðna sér­stöðu þegar hún töfr­ar fram smur­brauð og aðrar kræs­ing­ar eins og jólasíld­ina, en hún ger­ir allt frá grunni.

Á aðvent­unni fram að ára­mót­um er sér­stak­ur hátíðarmat­seðill og á hon­um er að finna Jóla­platta og Jólasíld­arplatta sem hafa slegið í gegn hjá mat­ar­gest­um. Ég heim­sótti hana á dög­un­um til að for­vitn­ast um þessa platta og sög­una bak við þá.

Jólaplattinn er föngulegur, skemmtilega framsettur og girnilegar kræsingar í jólabúningi …
Jóla­platt­inn er föngu­leg­ur, skemmti­lega fram­sett­ur og girni­leg­ar kræs­ing­ar í jóla­bún­ingi fanga augu og munn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mar­entza tók vel á móti mér á kaffi­hús­inu sínu Klambra Bistró og bauð auðvitað upp á smakk af ein­um jóla­rétt­un­um sín­um, reykt­um ál, sem var bor­inn fram á dönsku rúg­brauði með eggja­hræru og jóla­platt­an­um meðan við spjölluðum sam­an.

Fékk til liðs við sig Idu Dav­idsen smur­brauðsjó­mfrú

„Það er saga að segja frá hvernig jóla­platt­inn varð til og hann var í þróun í dágóðan tíma. Árið 1994 var ég að vinna á Hót­el Borg og fékk þá hug­mynd að bjóða upp á veg­legt og flott jóla­hlaðborð og fékk til liðs við mig Idu Dav­idsen smur­brauðsjó­mfrú frá Dan­mörku. Við tvær, ásamt kokk­un­um sem voru að vinna á Borg­inni, sett­um sam­an þetta stór­glæsi­lega jóla­hlaðborð sem varð svona rosa­lega vin­sælt á sín­um tíma. Þetta gerðum við í tvö ár á Borg­inni en síðan færðum við okk­ur yfir á Hót­el Loft­leiðir við Reykja­vík­ur­flug­völl og þar var jóla­hlaðborðið haldið í fjölda ára,“ seg­ir Mar­entza og bæt­ir við að þetta hafi verið stór­kost­leg­ur tími.

„Síðan þegar ég hætti þar árið 2011 ákvað ég að gera þetta sama í Grasag­arðinum í Laug­ar­daln­um, á Kaffi Flóru, en geri þetta aðeins öðru­vísi. Þannig að þetta var ekki hlaðborð held­ur mat­ur­inn kom til þín. Hann kom í nokkr­um áföng­um, í réttri röð, fyrst komu köldu rétt­irn­ir, síðan heitu rétt­irn­ir og loks eft­ir­rétt­irn­ir. Þannig að rétt­irn­ir nutu sín mun bet­ur sem og þeir sem þeirra voru að njóta.“

Sal­at með rauðróf­um og pip­ar­rót með reyktri önd

„Svo þegar ég kom hingað, á Klambra, þá langaði mig til að gera þetta líka með þess­um sama mat. Þannig að það sem við erum að bjóða upp á hér er þessi mat­ur sem við gerðum í upp­hafi á Hót­el Borg, á Hót­el Loft­leiðum og Kaffi Flóru. Það er að segja þetta besta.

Það sem við erum að bjóða upp á jóla­platt­an­um hér er til að mynda reykt önd. Hún var líka í boði árið 1994 á Hót­el Borg en þá var eng­inn að reykja önd á Íslandi. Þá fór maður­inn henn­ar Idu í eitt fyr­ir­tæki sem bauð upp á reyk­ing­ar fyr­ir kjöt, til þess að reykja önd. Hún sló sem von var ræki­lega gegn en hún er æðis­lega góð reykt.

Við bjugg­um til sér­stakt sal­at til að bjóða upp á með önd­inni sem smellpass­ar. Í sal­at­inu eru til dæm­is rauðróf­ur og pip­ar­rót sem passa ákaf­lega vel sam­an. Síðan er það reykti lax­inn sem til­heyr­ir þess­um árs­tíma og svo er það síld­in sem á vel við á aðvent­unni og jól­un­um, en þessi siður með síld­ina kem­ur frá Dan­mörku. Íslend­ing­ar hafa veitt síld í ára­tugi en ekki borðað mikið af henni. Hún er mjög góð þegar búið er að marín­era hana og para hana með góðu meðlæti,“ seg­ir Mar­entza.

Bleik svín­asíða í upp­á­haldi

„Það sem er í upp­á­haldi hjá mér á þess­um platta er þessi bleiki fal­legi biti. Þetta er bleikt kjöt, svín­asíða, sem er soðin í krydd­lögi og síðan lögð í svona hálf­gjör­an síld­ar­lög með rauðróf­usafa og þess vegna verður hún svona bleik á lit­inn. Síld­in er líka lögð í krydd­lög líkt og kjötið og bragðið á kjöt­inu verður svona súr­sætt eins og síld­in verður. Þetta er svo inni­lega danskt og fell­ur mat­ar­gest­um hér vel í geð, fólk elsk­ar þetta,“ seg­ir Mar­entza og bros­ir.

„Síðan er það steikta síld­in og rúg­brauðið sem borið er fram eins og randalín. Þannig að sam­setn­ing­in á platt­an­um kem­ur út frá þessu jóla­hlaðborði sem við vor­um með á Hót­el Borg í forðum. Það er oft þannig að þú get­ur ekki borðað mikið í há­deg­inu en á platt­an­um færðu svona það helsta sem er gott.“

Hefðin fyr­ir marín­eraðri síld kem­ur frá Dan­mörku

Það kem­ur ávallt ein teg­und af síld með á jóla­platt­an­um og þetta árið er það steikt síld.

„Ég fæ síld­ina frá Eskju á Eskif­irði. Þeir senda mér ný­veidda síld, ferska síld og óverkaða. Það er búið að taka inn­an úr henni og svo verk­um við hana hér. Síld­ar­lög­ur­inn ger­ir síld­ina svo góða, mamma gerði þetta alltaf og ég lærði þetta af henni. Það er göm­ul hefð fyr­ir því að marín­era síld og það ger­ir hana svo miklu betri. Þetta er síld­ar­lög­ur sem all­ir eru að gera eins. En við ger­um þessa síld sjálf frá grunni.

Jólasíldarplattinn hennar Marentzu á Klambra Bistró.
Jólasíld­arplatt­inn henn­ar Mar­entzu á Klambra Bistró. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Síðan fáum við aðra síld sem er unn­in að hluta til en við klár­um að vinna hana og setj­um hana í okk­ar eig­in lög og sós­ur. Þannig að hún verður ávallt að okk­ar. Hluti af henni er unn­in frá grunni en síld þarf að liggja í lög­inu í svo­lít­inn tíma áður en hún er borðuð. Við fáum síld­ina í lok októ­ber, byrj­un nóv­em­ber og byrj­um þá að vinna hana. Hún þarf að liggja í þrjár vik­ur, svo und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir jóla­platt­an byrj­ar snemma,“ seg­ir Mar­entza og bros­ir sínu smit­andi brosi.

„Svo er nú hug­mynd­in sprott­in, kem­ur frá þessu fræga jóla­hlaðborði okk­ar Idu og er afrakst­ur­inn eft­ir þró­un­ina öll þessi ár. Mér hef­ur tek­ist að út­búa bestu rétt­ina og setja þá í smærri ein­ing­ar og para þá með meðlæti sem fang­ar bæði augu og munn. Mat­ar­upp­lif­un­in verður svo miklu skemmti­legri og bragðheim­arn­ir fá að njóta sín,“ seg­ir Mar­entza að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka