Nú geta allir aðdáendur Wasabi fagnað

Nýjasta nýtt frá Nordic Wasabi er Wasabi powder eða Wasabi …
Nýjasta nýtt frá Nordic Wasabi er Wasabi powder eða Wasabi duft sem er ótrúlega einfalt í notkun og er unnið úr ekta fersku wasabi. Ljósmynd/Aðsend

Nýj­asta nýtt frá Nordic Wasa­bi er Wasa­bi powder eða Wasa­bi duft. Nordic Wasa­bi duft er ný og spenn­andi vara.

„Búið er að frostþurrka ferskt wasa­bi til þess að búa til duft, þannig að var­an hef­ur langt geymsluþol og er ein­föld í notk­un. Það eina sem þarf að gera er að blanda einni te­skeið af vatni við eina eina te­skeið af dufti og láta það standa í 5 mín­út­ur á meðan bragðið jafn­ar sig, og þá er komið ómót­stæðilegt ekta wasa­bi,“ seg­ir Ragn­ar Atli Tóm­as­son, eig­andi hjá Nordic Wasa­bi.

Wasabi duftið kemur í fallegum umbúðum og er sáraeinfalt í …
Wasa­bi duftið kem­ur í fal­leg­um umbúðum og er sára­ein­falt í notk­un. Ljós­mynd/​Aðsend

„Með Nordic Wasa­bi duft­inu er mögu­legt að fá 100% hreint wasa­bi án þess að þurfa að und­ir­búa rót­ina, skera hana og skræla ásamt því að líf­tími vör­unn­ar hef­ur verið lengd­ur til muna. Þess má jafn­framt geta að flest allt wasa­bi sem fá­an­legt er í dag er nefni­lega ekki wasa­bi held­ur blanda af pip­ar­rót, sinn­epi og græn­um mat­ar­lit,“ bæt­ir Ragn­ar Atli við.

Ómiss­andi með sus­hi

Ekta wasa­bi er ómiss­andi með sus­hi en er einnig spenn­andi með öðru hrá­efni líkt og nauta- og lamba­kjöti, villi­bráð, fisk, súkkulaði og jafn­vel í kokteila.

„Nordic Wasa­bi duftið er ein­falt í notk­un og frá­bær leið til þess að bragðbæta hvaðeina sem hug­ur­inn girn­ist, enda pass­ar wasa­bi vel með svo ótal mörgu,“ seg­ir Ragn­ar Atli og seg­ir að þetta sé í raun bylt­ing að vera kom­inn með þetta duft í hend­urn­ar.

Hægt er að búa til sitt eigið wasabi til að …
Hægt er að búa til sitt eigið wasa­bi til að hafa með sus­hi-inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Nordic Wasa­bi Powder er hrein ís­lensk fram­leiðsla. Ferskt, ekta wasa­bi er ræktað á Íslandi en wasa­bi-plant­an kem­ur upp­runa­lega frá Jap­an og er ræktuð hér á Íslandi með hreinni orku við um­hverf­i­s­væn­ar aðstæður. Wasa­bi duftið er fá­an­legt í öll­um versl­un­um Hag­kaups og í vef­versl­un Nordic Wasa­bi.

Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar ein­fald­ar hug­mynd­ir úr smiðju Nordic Wasa­bi-teym­is­ins, sem all­ir geta leikið eft­ir og slá alltaf í gegn. 

Síðan er hægt að búa til wasabi smjör, wasabi hunang, …
Síðan er hægt að búa til wasa­bi smjör, wasa­bi hun­ang, eða jafn­vel kokteil með wasa­bi. Ljós­mynd/​Aðsend

Nú geta allir aðdáendur Wasabi fagnað

Vista Prenta

Wasa­bi hun­ang

  • Blandið wasa­bi-duft­inu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mín­út­ur.
  • Blandið í hun­ang eft­ir smekk.
  • Berið fram með ost­um.

Wasa­bi smjör

  • Blandið wasa­bi-duft­inu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mín­út­ur.
  • Þeytið smjör, bætið wasa­bi-inu út í, smá salti og smá sítr­ónu eft­ir smekk.
  • Par­ast vel með kjöti, fisk, bökuðum kart­öfl­um og öllu því sem ykk­ur dett­ur í hug.

Wasa­bi sýrður rjómi

  • Blandið wasa­bi-duft­inu með vatni.
  • Leyfið að standa í 5 mín­út­ur.
  • Blandið út í sýrðan rjóma.
  • Gott að setja smá sítrus með.
  • Par­ast vel með laxi og öðrum fiski.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert