Ómissandi að gera snjóbolta fyrir jólakaffið

Natasja Keincke konditor hjá Bakarameistaranum sem sigraði keppnina um Brauð …
Natasja Keincke konditor hjá Bakarameistaranum sem sigraði keppnina um Brauð ársins 2025 töfraði fram þessa guðdómlegu snjóbolta og appelsínuspesíur mbl.is/Karítas

Nata­sja Keincke konditor hjá Bak­ara­meist­ar­an­um kom, sá og sigraði keppn­ina um Brauð árs­ins 2025 fyrr í vet­ur. Hún hef­ur verið að gera flotta hluti í baka­rí­inu og blómstr­ar sem aldrei fyrr. Hún kem­ur frá Dan­mörku og er aðeins 24 ára göm­ul og hef­ur starfað hjá Bak­ara­meist­ar­an­um í eitt ár.

Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fag­inu og elsk­ar fátt meira en að baka fyr­ir hátíðirn­ar. Henni finnst ómiss­andi að baka app­el­sínu­spesí­ur og gera snjó­bolta sem eru kon­fekt­mol­ar fyr­ir hátíðirn­ar. Hún gef­ur les­end­um Mat­ar­vefs mbl.is upp­skrift­ir að þess­um upp­á­halds­bakst­ur­mol­um sín­um.

Natasja Keincke konditor hjá Bakarameistaranum kom, sá og sigraði keppnina …
Nata­sja Keincke konditor hjá Bak­ara­meist­ar­an­um kom, sá og sigraði keppn­ina um Brauð árs­ins 2025 fyrr í vet­ur. Hún gef­ur les­end­um upp­skrift­ir fyr­ir hátíðirn­ar. mbl.is/​Karítas

Langað að vera konditori frá fimm ára aldri

Starfið er henni hug­leikið og hún seg­ir að það hafi strax verið skrifað í ský­in hvað hana langaði til að gera þegar hún yrði stór.

„Að verða konditor hef­ur verið draum­ur­inn minn síðan ég var fimm ára göm­ul. Námið gekk mjög vel, sér­stak­lega út af því að ég byrjaði námið sem bak­ari og skipti síðan yfir í konditor 2 árum síðar þannig ég hef mjög góðan grunn í brauðbakstri. Það hjálpaði mér til að mynda í keppn­inni um Brauð árs­ins,“ seg­ir Nata­sja og bros­ir.

Nata­sja hreif dóm­nefnd­ina upp úr skón­um með brauðinu sínu sem er sæl­kera­brauð með osti og jalapeno en und­ir­rituð sat meðal ann­ars í dóm­nefnd­inni og fékk þann heiður að smakka öll þessi dýrðlegu brauð sem bár­ust í keppn­ina.

„Sæl­kera­brauðið mitt er mjúkt að inn­an með æðis­leg­um chedd­ar-osti og spæsí jalapeno, með góða skorpu. Ég fékk hug­mynd­ina að brauðinu frá kær­asta mín­um sem not­ar brauð mikið við elda­mennsk­una. Þetta brauð er full­komið til að gera grillaða sam­loku með tóm­atsúpu.“

Hvernig sérðu fyr­ir þér framtíðina í bakstr­in­um?

„Ég sé fyr­ir mér marga nýja og spenn­andi hluti sem hægt er að vinna með og þróa. Það var mik­il hvatn­ing að fá þessi verðlaun fyr­ir Brauð árs­ins og hef­ur gefið mér inn­blást­ur til að gera meira.“

Jóla­bakst­ur­inn mik­il­væg­ustu sam­veru­stund­irn­ar

Þessa dag­ana hef­ur þó jóla­bakst­ur­inn verið í for­grunni og aðspurð seg­ir Nata­sja að siðirn­ir í Dan­mörku séu lík­ir og hér heima. „Við ger­um að mestu leyti sömu smá­kök­urn­ar og þið á Íslandi en það er smá­veg­is mis­mun­ur á hvaða hrá­efni sem notað er í bakst­ur­inn.

Smá­köku­bakst­ur­inn er sterk og rík hefð hjá fjöl­skyldu Nötösju. „Það er einn af mik­il­væg­ustu dög­um okk­ar. Við kom­um öll sam­an og eig­um góðar sam­veru­stund­ir við jóla­bakst­ur­inn. Þetta eru góðar stund­ir með fjöl­skyldu og vin­um og ómet­an­legt að halda í þær. Ég er þó ávallt op­inn fyr­ir að hafa marg­ar mis­mun­andi hefðir svo lengi sem við get­um komið þeim sam­an fyr­ir þenn­an árs­tíma.

Þegar kem­ur að jóla­bakstr­in­um finnst mér ómiss­andi að baka dansk­ar smá­kök­ur sem bera heitið „brunka­ger“ eða brún­kök­ur og gera kon­fekt­mola sem eru kallaðar „sne­bolde“ eða snjó­bolti. App­el­sínu­spesí­urn­ar eru líka ómiss­andi með jólakaff­inu. Það eru upp­skrift­irn­ar sem mig lang­ar að deila með les­end­um í til­efni jól­anna,“ seg­ir Nata­sja að lok­um með bros á vör.

Augnakonfekt að sjá þessar kræsingar sem eiga vel bæði um …
Augna­kon­fekt að sjá þess­ar kræs­ing­ar sem eiga vel bæði um jól og ára­mót. mbl.is/​Karítas

Ómissandi að gera snjóbolta fyrir jólakaffið

Vista Prenta

Snjó­bolt­ar

  • 20 stk.
  • 200 g marsíp­an
  • 300 g dökkt súkkulaði
  • 200 g flór­syk­ur
  • 35 g eggja­hvít­ur
  • 150 g syk­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að vigta marsíp­an í 10 g stykki og rúllið í bolta.
  2. Setjið papp­ír­inn síðan til hliðar og byrjið að bræða súkkulaði.
  3. Dýfið síðan marsíp­an­bolt­un­um ofan í brædda súkkulaðið og setjið á smjörpapp­ír.
  4. Hægt er að setja inn á kæli ef það tek­ur lang­an tíma að láta súkkulaðið harðna.
  5. Á meðan súkkulaði er að harðan getið byrjað á royal-glassúrn­um.
  6. Þið takið til flór­syk­ur og eggja­hvít­ur og blandið sam­an þangað til að bland­an er kom­in vel sam­an.
  7. Setjið síðan syk­ur í skál og hafið hliðina á glassúrn­um.
  8. Þegar súkkulaði hef­ur harnað setjið þið smá glassúr í lóf­ann og rúllið súkkulaðistykk­inu í hönd­un­um og síðan rúllið þið því í sykri.
  9. Loks er vert að láta snjó­bolt­ana standa í að minnsta kosti 4 klukku­tíma áður en hægt er að bera þá fram.
Gullfallegir og jólalegir snjóboltar sem gleðja bragðlaukana.
Gull­fal­leg­ir og jóla­leg­ir snjó­bolt­ar sem gleðja bragðlauk­ana. mbl.is/​Karítas

App­el­sínu­spesí­ur

  • 260 g hveiti
  • 110 g flór­syk­ur
  • 225 g smjör
  • 25 g egg
  • Rif­inn app­el­sínu­börk­ur af heilli app­el­sínu

Fyr­ir skraut

  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 25 g sykraður app­el­sínu­börk­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda öllu hrá­efn­inu sam­an í eina skál þangað til að deigið er komið vel sam­an.
  2. Mótið deig í kassa og setjið það inni í ís­skáp í 30 mín­út­ur.
  3. Takið deigið út og setjið hveiti á borðið.
  4. Rúllið deigi niður í um það bil 3 mm þykkt.
  5. Notið út­sting­ara og skerið deigið út og setjið á plötu með smjörpapp­ír.
  6. Bakið kök­ur á 180°C hita í ofni í 7-10 mín­út­ur eða þangað til þær eru gull­in­brún­ar.
  7. Á meðan smá­kök­urn­ar kólna getið þið brætt súkkulaði og skorið sykraða app­el­sínu­börk­inn niður í smá stykki.
  8. Þegar smá­kök­ur hafa kólnað, dýfið helm­ingn­um af hverri smá­köku í súkkulaðið og setjið hana aft­ur á smjörpapp­ír.
  9. Áður en súkkulaði harðnar er mik­il­vægt að skreyta smá­kök­una með sykruðum app­el­sínu­berk­in­um.
  10. Berið fram og njótið með ykk­ar nán­ustu með jólakaff­inu.
Þessar appelsínuspesíur eru upplifun að njóta fyrir bragðlaukana og svo …
Þess­ar app­el­sínu­spesí­ur eru upp­lif­un að njóta fyr­ir bragðlauk­ana og svo eru þær líka svo fal­leg­ar. mbl.is/​Karítas

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert