„Ætlaði að kalla hana Jóa Kropp“

Jóhannes Felixson, þekktastur undir nafninu - Jói Fel er búinn …
Jóhannes Felixson, þekktastur undir nafninu - Jói Fel er búinn að fullkomna súkkulaðimúsina sína með Nóa Kroppi og velja nafn með rentu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jó­hann­es Felix­son, bet­ur þekkt­ur sem Jói Fel, er bú­inn að full­komna súkkulaðimús­ina sína fyr­ir hátíðirn­ar og hef­ur gefið henni heitið Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús. Aðspurður seg­ir Jói að súkkulaðimús­in eigi sér skemmti­lega sögu en hún teng­ist nafn­inu Nóa Kropp.

„Ég hef alltaf verið að leika mér með nafnið Nóa og breyta því yfir í Jóa. Til dæm­is segi ég ávallt Jóa kon­fekt, Jóa súkkulaði, Jóa páska­egg og fleira í þeim dúr. En ég vil ekki vera að nota eða skemma þetta nafn Nóa sem er grafið svo djúpt í huga allra lands­manna,“ seg­ir Jói og bros­ir.

„Frá því að Nóa Kroppið kom fyrst á markað hef­ur það verið eitt af mín­um upp­á­haldsnammi. Það er svo gott að geta fengið sér bara eina og eina kúlu í einu sem er stund­um nóg fyr­ir mig. Ég hef líka verið að leika mér að baka úr Nóa Kropp­inu og gert smá­kök­ur, ís og mar­ens þar sem það kem­ur við sögu. Það er al­veg sama hvað er gert með Nóa Kroppi, allt er gott með því,“ seg­ir Jói glaðbeitt­ur.

Hægt að mis­skilja svo ég hætti við

„Ég ætlaði að koma þess­ari frá­bæru súkkulaðimús með Nóa Kroppi á markað og kalla hana Jóa Kropp, en það er víst hægt að mis­skilja það svo ég hætti við þá ráðagerð. Þannig að ég lét slag standa núna fyr­ir hátíðirn­ar og setti upp­skrift­ina inn á upp­skrifta­vef­inn minn elda­baka.is. Þar heit­ir hún Nóa Jóa Kropp súkkulaðimús.

Þetta er kraft­mik­il súkkulaðimús með 70% súkkulaði og fullt af Nóa Kroppi og þegar hún er bor­in fram er gott vera með þeytt­an rjóma þar sem mús­in sjálf er svo bragðmik­il og kröft­ug. Mús­in sjálf geym­ist vel í nokkra daga þannig að það er hægt að gera hana fyr­ir fram og eiga hana til þegar veislu skal gjöra,“ seg­ir Jói að lok­um og gef­ur hér les­end­um upp­skrift­ina að súkkulaðimús­inni sinni frægu.

Skemmtilegt að bera Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimúsina fram í krukkum …
Skemmti­legt að bera Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús­ina fram í krukk­um eins og þess­um. Ljós­mynd/​Jói Fel

„Ætlaði að kalla hana Jóa Kropp“

Vista Prenta

Nóa „Jóa“ Kropp súkkulaðimús

  • 300 g 70% súkkulaði
  • 4 stk. eggj­ar­auður
  • 30 g syk­ur
  • 50 ml rjómi (óþeytt­ur)
  • 8 stk. eggja­hvít­ur
  • 100 g syk­ur
  • 150 g lítið Nóa Kropp

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði og takið til hliðar.
  2. Þeytið sam­an eggj­ar­auður og 30 g af sykri og setjið rjómann sam­an við.
  3. Þeytið eggja­hvít­ur og 100 g af sykri.
  4. Blandið síðan ró­lega sam­an í nokkr­um skömmt­um ásamt Nóa Kroppi.
  5. Setjið í skál­ar og bætið meira af Nóa Kroppi yfir.
  6. Gott að setja meira Nóa Kropp yfir fyr­ir notk­un og bera fram með þeytt­um rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert