Völundur Snær Völundsson matreiðslumeistari, alla jafna kallaður Völli, er þekktur fyrir að töfra fram kræsingar sem heilla matargesti upp úr skónum. Nú þegar hátíðirnar eru fram undan og fjölmörg matarboð og veislur handan við hornið er gott að kunna listina að gleðja matargesti með góðum eftirrétt. Þá getur skipt sköpun að vera með leynitrix, eins og eftirréttasósu sem steinliggur. Hvort sem það er með jólaísnum, marenskökunni eða öðru góðgæti.
Völli deilir hér með lesendum uppskrift að karamellusósu sem er tilvalin með eftirréttum um hátíðarnar. „Hér er á ferðinni sósa sem lætur ekki mikið yfir sér en er alveg frábær. Þetta er hefðbundin karamella sem bragðbætt er með umami-saltinu og breytist þannig í saltkaramellusósu eins og þær gerast bestar. Umami-bragðið magnar upp karamellubragðið sem tekur sósuna upp á næsta stig. Þetta er afar einföld sósa sem er í miklu uppáhaldi og passar með flestum eftirréttum.
Eftirréttasósan sem allir elska
Aðferð: