Lauga-Ás teymið sameinast Friðgeiri hjá Grósku

Lauga-Ás feðgarnir Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson munu standa fyrir …
Lauga-Ás feðgarnir Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson munu standa fyrir skötuveislu á morgun með Friðgeiri Inga Eiríkssyni hjá Grósku. mbl.is/Karítas

Lauga-Ás feðgarn­ir, Ragn­ar Guðmunds­son og Guðmund­ur Ragn­ars­son, hafa verið með Skötu­veislu síðustu þrjá­tíu árin, allt þar til­árs­ins 2022 þegar Lauga-Ási var lokað. Þeir eru þó hvergi nærri hætt­ir og ætla að taka þátt í að bjóða upp á skötu­veislu í ár.

Þeir hafa sam­ein­ast Friðgeiri Inga Ei­ríks­syni mat­reiðslu­meist­ara hjá Grósku og munu bjóða upp á al­vöru Lauga-Ás-po á Þor­láks­messu, á morg­un, mánu­dag.

„Það verður því boðið upp á skötu­veislu í þessu glæsi­lega um­hverfi sem Ei­ríks­dótt­ir Gróska er og við bjóðum alla okk­ar gömlu, góðu viðskipta­vini vel­komna að taka þátt í þess­ari veislugleði og hlökk­um til að sjá sem flesta,“ segja þeir Guðmund­ur og Ragn­ar full­ir til­hlökk­un­ar.

Lang­ar að koma til móts við gömlu viðskipta­vin­ina

„Þegar líða tók að jól­um þá tók­um við skyndi­lega upp á því að vera með Lauga-Ás -pop up skötu­veislu með sama sniði og við gerðum alltaf í Lauga-Ási. Okk­ur lang­ar gjarn­an að koma til móts við okk­ar gömlu viðskipta­vini og halda í hefðina og líka að fá til okk­ar nýja.“

Er þetta í fyrsta skipti sem þið sam­ein­ist um að halda slíka veislu?

„Já, við opnuðum veit­ingastaðinn EIRIKS­DOTT­IR í Grósku í apríl á þessu ári sem er senn að líða,“ seg­ir Friðgeir.

Ert þú van­ur að vera með skötu á þess­um degi?

„EIRIKS­SON brass­erie hef­ur alltaf boðið upp á skötu­veislu í há­deg­inu og Ragn­ar og Guðmund­ur hafa eldað skötu frá þeir muna eft­ir sér,“ seg­ir Friðgeir sem er orðinn mjög spennt­ur fyr­ir gleðinni.

Finnst ykk­ur ómiss­andi að borða skötu?

„Já, al­gör­lega ómiss­andi að smakka sköt­una því þá veit maður að það er að koma jól, þetta er sann­kallaður skötu­dag­ur,“ seg­ir Guðmund­ur með bros á vör.

Skat­an kem­ur með jóla­stemn­ing­una og jóla­and­ann

Hvað er það sem heill­ar ykk­ur við sköt­una?

„Það er aðeins boðið upp á skötu einu sinni á ári, á Þor­láks­messu þar sem all­ir eru í jóla­stemn­ingu og jóla­and­inn í há­marki. Á Lauga­ás hitt­um við sama fólkið ár eft­ir ár og verðum gam­an að upp­lifa það á ný,“ segja feðgarn­ir Guðmund­ur og Ragn­ar glaðir í bragði.

Finnst ykk­ur skat­an njóta jafn mik­ill­ar hylli og áður?

„Tví­mæla­laust og verður hún jafn­vel vin­sælli með ár­un­um og fólk kemst í jólagír­inn eft­ir skötulykt­ina,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að það verði líka hægt að fá salt­fisk, pítsur og salöt fyr­ir vand­láta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert