„Ég er þvílík preppdrottning þegar kemur að mat“

Sólveig er alin upp í sveit og man vel þegar …
Sólveig er alin upp í sveit og man vel þegar fjölskyldan fékk rafmagn. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sól­veig Gyða Jóns­dótt­ir lif­ir og hrær­ist í bakstri og elda­mennsku en hún hef­ur starfað sem heim­il­is­fræðikenn­ari til fjölda ára og kenn­ir nú í Rétt­ar­holts­skóla. Hún elsk­ar að und­ir­búa jól­in og baka og hugs­ar til bernsku­ár­anna þegar kem­ur að jó­laund­ir­bún­ingi. Hún gef­ur upp­skrift­ina af þess­um spesí­um sem koma úr smiðju móður henn­ar.

Ég baka þess­ar spesí­ur alltaf fyr­ir jól­in. Mamma bjó kök­urn­ar ávallt til og stund­um voru súkkulaðidrop­ar á þeim, þetta er æskuminn­ing sem ylj­ar og svo eru þær bara svo ein­fald­ar og góðar. Þær eru úr gam­alli mat­reiðslu­bók sem pabbi gaf mömmu á sín­um tíma sem heit­ir bara Mat­reiðslu­bók og er eft­ir Jóninnu Sig­urðardótt­ur en hún kom út á fyrri hluta 20. ald­ar,“ seg­ir Sól­veig sem er ekki bara góður kokk­ur og bak­ari held­ur mik­il sauma­kona.

„Mér finnst dá­sam­leg hug­leiðsla fel­ast í því að sauma þjóðbún­inga, það er töfr­um líkt að vera með eitt­hvað í hönd­un­um sem mun að öll­um lík­ind­um standa af sér tísku­strauma, flík­ur sem kannski verða enn í notk­un eft­ir 100 ár, hver veit,“ seg­ir hún.

Sólveig Gyða Jónsdóttir gefur uppskriftina af þessum spesíum sem koma …
Sól­veig Gyða Jóns­dótt­ir gef­ur upp­skrift­ina af þess­um spesí­um sem koma úr smiðju móður henn­ar. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Myndi aldrei setja upp svart tískujóla­tré

Sól­veig seg­ist ekki skreyta úr hófi fram um jól­in. „Ég set alltaf eitt­hvert jóla­skraut upp, oft­ast fáa hluti sem hafa ein­hverja teng­ingu í líf­inu. Ég myndi aldrei setja upp „tísku­tré“ í svörtu,“ seg­ir hún og bros­ir. „Ég geri aðventukr­ans fyr­ir hver jól, ekk­ert flók­inn eða flott­an samt. Ein­hvern laug­ar­dag á aðvent­unni fáum við hjón­in svo barna­börn­in okk­ar í heim­sókn og ger­um með þeim pip­ar­köku­hús, þau eru oft ansi hlaðin sæl­gæti, en þannig á það nú að vera, er það ekki? Þetta er alltaf virki­lega góð stund.“

Þótti ekki við hæfi að setja upp jóla­skrautið fyrr en á aðfanga­dag

Hún ólst upp á sveita­bæn­um Þverá á Snæ­fellsnesi og seg­ir að það hafi aldrei verið skreytt fyrr en á aðfanga­dag. „Það þótti bara ekki við hæfi, dag­ur­inn var góður og að kvöldi var ávallt heitt hangi­kjöt með kart­öflumús, kart­öfl­um, upp­stúf og græn­um baun­um. Ég man svo aðallega eft­ir niðursoðnum ávöxt­um í eft­ir­rétt með rjóma, fyrr gerði mamma frómas en það var fyr­ir mitt minni. Ef­laust hef­ur það verið mik­ill vinnu­sparnaður að opna dós­ina og þeyta rjómann, mann­margt heim­ili og ég yngst af sjö systkin­um.“

Pabbi málaði ljósa­per­ur í jóla­lit­um

Faðir henn­ar, Jón Gunn­ars­son, sett upp heim­araf­stöð árið 1951. „Við urðum því loks­ins al­veg raf­vædd, pabbi smíðaði líka frysti­klefa þannig að þarna upp úr 1951 gat mamma gert rjómaís. það að hafa heim­araf­stöð þýddi líka að sett voru upp úti­ljós á streng milli fjár­húss og íbúðar­húss sem mislitar ljósa­per­ur héngu í sem pabbi hafði málað með lakk­máln­ingu. Svona jóla­ljós var ekki al­mennt hægt að hafa því raf­magn var dýrt og fram­leitt með dísilraf­stöðvum á bæj­um á þess­um tíma.“ Sól­veig seg­ir að systkin­in hafi und­an­far­in þrjú ár komið sam­an á sveita­bæn­um sín­um, Þverá, til að heiðra minn­ingu for­eldra sinna og þess að hafa fengið raf­magn á bæ­inn. „Við verj­um deg­in­um sam­an og í góðu yf­ir­læti og borðum hangi­kjöt. Við vor­um í al­gerri for­rétt­inda­stöðu að fá raf­magn á bæ­inn á þess­um tíma, þetta voru mik­il lífs­gæði.“

Held­ur enn í hangi­kjöts­hefðina

Í dag er aðfanga­dag­ur ósköp ró­leg­ur hjá okk­ur fjöl­skyld­unni. „Ég er stund­um með Riz á l'am­ande í há­deg­inu og svo er hangi­kjötið sett yfir suðu sem kem­ur hægt upp, ohh ég fæ bara vatn í munn­inn við til­hugs­un­ina. Ég hélt hangi­kjöts­hefðinni og í mörg ár hef ég fengið besta kjöt sem hægt er að fá frá Hall­dóri bróður mín­um og Áslaugu konu hans en þau eru bænd­ur á Þverá, æskujörðinni minni. Nú er komið að því að fara á milli hjá börn­un­um svo hangi­kjötið heita er ekki alltaf á aðfanga­dag núna.“

„Mamma var snill­ing­ur í sósu­gerð“

Sól­veig er mik­ill mat­gæðing­ur en hvar skyldi áhug­inn hafa kviknað? „Mat­reiðslu­áhug­inn kem­ur til vegna þess að þegar maður fær góðan mat þá lang­ar mann að gera eins, svo var mamma mín snill­ing­ur í sósu­gerð, það topp­ar fátt góða sósu,“ bæt­ir hún við og seg­ir auk þess að senni­lega væri hún síst til í að sleppa jóla­hangi­kjöt­inu með kart­öflumús á jól­un­um því það veki svo sterk­ar æskuminn­ing­ar.

Bók er efst á jóla­gjafal­ista henn­ar í ár og hún seg­ir nauðsyn­legt að fá góða bók um hver jól. „Það er svo nota­legt að eiga stund með sín­um upp­á­halds­rit­höf­undi. Bestu jól­in eru þegar frænka mín, hún Vil­borg Davíðsdótt­ir, send­ir frá sér bók, en svo eru það Auður Ava og fleiri sem heilla á þessu sviði.“

Er því­lík „prepp­drottn­ing“

Skipu­lag er nokkuð sem Gyða seg­ist vera góð í eða eins og hún orðar það: „Ég er því­lík „prepp­drottn­ing“ þegar kem­ur að mat og mat­ar­und­ir­bún­ingi og er þekkt fyr­ir það enda get ég ekki gert hluti á síðustu stundu, ég held að þetta komi úr vinn­unni. Ég meina það mæt­ir eng­inn heim­il­is­fræðikenn­ari með tóm­ar hend­ur, það þarf að gera klárt, panta inn, finna upp­skrift­ir, passa að nýta allt hrá­efnið vel og ganga frá. Til að minnka jóla­stressið skrifa ég svo niður hvað á að fara í pakk­ana og spái í það nokkru fyr­ir jól.“

„Ég er þvílík preppdrottning þegar kemur að mat“

Vista Prenta

Spesí­urn­ar henn­ar mömmu

Upp­skrift­in er á eina ofn­plötu

  • 120 g hveiti
  • 60 g flór­syk­ur
  • 100 g smjör, við stofu­hita

Aðferð:

  1. Hnoðið allt hrá­efnið sam­an, búið síðan til lengj­ur og rúllið upp úr sykri.
  2. Setjið deigið síðan í kæli í u.þ.b. eina klukku­stund, má einnig setja í frysti.
  3. Þegar þið takið deigið út kveikið þá á ofn­in­um, stillið hann á 180°C og notið yfir/​und­ir­hita, ekki blást­ur.
  4. Takið deigið út og sneiðið í held­ur þunn­ar sneiðar og raðið á ofn­plötu, bakið í u.þ.b. 10 mín­út­ur eða þar til kök­urn­ar eru orðnar gulln­ar að lit.
  5. Ef þið viljið má setja súkkulaðibita á þegar kök­urn­ar koma heit­ar út úr ofn­in­um.
  6. Auðvelt er að stækka þessa upp­skrift.
  7. Látið kólna á grind og njótið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert