Finnst meira gaman að skreyta kökur en að baka

Brynja er þakklát móður sinni fyrir að hafa búið til …
Brynja er þakklát móður sinni fyrir að hafa búið til sanna jólastemningu sem fylgir henni allar götur síðan. Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Brynja Bjarna­dótt­ir er mik­il bakst­ur­kona og dúll­ari að eig­in sögn en hún man ekki eft­ir sér öðru­vísi en að búa eitt­hvað til og dunda sér við að föndra. Mennt­un henn­ar á fátt skyld við bakst­ur­inn en hún kláraði BS í verk­fræði árið 2019 og vann mest við Excel-skjöl á dag­inn.

Árið 2022 ákvað Brynja að breyta til og flutti til Par­ís­ar til að læra UX/​UI Design sem er, fyr­ir þá sem ekki þekkja, nám í hönn­un á smá­for­rit­um. „Það má segja að þetta nám hafi verið aðeins meira skylt bakstr­in­um en verk­fræðinni því að þarna var ég að vinna inn­an ákveðins ramma en á sama tíma fær sköp­un­ar­gleðin mín út­rás rétt eins og í bakstr­in­um. Nema þá á ég ekki allt upp­vaskið og frá­gang­inn eft­ir þegar hönn­un­inni er lokið,“ seg­ir Brynja.

Fær út­rás fyr­ir föndurárátt­una í gegn­um bakst­ur­inn

Hún seg­ist hafa verið dug­leg við bakst­ur um langa hríð. „Það sem mér finnst svo ágætt við bakst­ur­inn er að maður bak­ar fyr­ir ákveðna viðburði eins og af­mæli, brúðkaup, skírn eða bara þegar stelp­urn­ar koma í kaffi, síðan er kak­an borðuð og ég sit ekki uppi með fönd­ur eft­ir sjálfa mig sem ég tími ekki að henda,“ seg­ir hún og hlær. „Í dag er bakst­ur­inn meira áhuga­mál sem vin­kon­ur mín­ar njóta góðs af en ég sýni oft frá því þegar ég baka á In­sta­gram-síðunni minni, @brynja­bjarna. Mér hef­ur samt alltaf fund­ist skemmti­legra að skreyta kök­urn­ar en að baka þær.“

Jól­in eru Brynju kær og hún seg­ist vera mikið jóla­barn. „Ég elska jól­in en það er allt mömmu minni að þakka. Hún lagði mikið upp úr jóla­föndri sem ég var mjög hug­fang­in af þegar ég var yngri, við skreytt­um líka mikið heima fyr­ir hver jól. Mamma heng­ir því miður enn upp allt for­ljóta jóla­skrautið sem ég föndraði þegar ég var lít­il,“ bæt­ir hún kím­in við. „Það má því segja að mamma sé jól­in fyr­ir mér. Ég minn­ist ekki þessa um­talaða jóla­stress held­ur komu jól­in bara þegar við vor­um til­bú­in og þau sner­ust bara um að njóta þess að fjöl­skyld­an væri sam­an.“

Aldrei borðað eft­ir­rétt­inn á aðfanga­dag

Aðfanga­dag­ur er í miklu upp­á­haldi og jól­in koma í há­deg­inu á henn­ar heim­ili. „Þá erum við með sænska jóla­skinku og síld. Fjöl­skyldumeðlim­ir og vin­ir koma til okk­ar og við borðum sam­an. Um kvöldið er síðan lamba­læri, segja má að jól­in okk­ar séu tölu­vert smituð af því að afi minn og amma bjuggu lengi í Svíþjóð og þar af leiðandi var það draum­ur­inn að fá ís­lenskt lamba­læri á jól­un­um. Þótt þau séu ekki leng­ur með okk­ur á jól­un­um hef ég aldrei borðað neitt annað á aðfanga­dag og get ekki hugsað mér að breyta því núna. Það er síðan alltaf sherrí-trifle í eft­ir­rétt sem mér finnst hrika­lega vont en því má alls ekki breyta svo ég hef aldrei borðað eft­ir­rétt á aðfanga­dag, áhuga­bak­ar­inn sjálf­ur.“ Þrátt fyr­ir bakst­ursáhug­ann seg­ist Brynja ekki endi­lega baka mikið í des­em­ber en oft bak­ar hún lakk­rístoppa á milli jóla og ný­árs bara fyr­ir sig og þá nán­ustu til að njóta.

Fékk möndl­una tíu ár í röð og var alltaf jafn hissa

Fyrstu 18 ár æv­inn­ar hélt Brynja jól­in með for­eldr­um sín­um og afa. „Við vor­um með ris à l’am­ande eins og marg­ir í for­rétt á jól­un­um og að sjálf­sögðu möndlu. Ég vann und­an­tekn­ing­ar­laust möndl­una fyrstu 10 árin og var alltaf jafn hissa að það væri PEZ-kall í verðlaun eða álíka barna­dót því hvað jú ef afi hefði unnið? Það var ekki fyrr en ég tapaði í fyrsta sinn sem ég lagði sam­an tvo og tvo en í minn­ing­unni var þetta æði,“ seg­ir hún.

Vel­ur að eyða í ára­móta­kjól frek­ar en jóla­kjól

Þegar hún er spurð hvort hún leggi mikið upp úr nýj­um jóla­föt­um seg­ir hún svo ekki vera. „Það er alltaf mjög fá­mennt en góðmennt hjá okk­ur yfir jóla­hátíðina og eins mikið og ég elska fjöl­skyldumeðlimi mína hef ég sjald­an tímt að eyða miklu í ný jóla­föt sem í raun fáir sjá. Ég vil held­ur spara og verja pen­ingn­um í flott ára­móta­dress sem fleiri fá þá að njóta. Ég hef klæðst sama kjól í þrjú ár í röð og eng­inn tekið eft­ir því,“ seg­ir hún og hlær.

Kaup­ir eina gjöf fyr­ir sjálfa sig á móti hverri sem hún gef­ur

Brynja er ekki með lang­an óskalista fyr­ir jól­in. Hún seg­ist gjarn­an kaupa eina gjöf handa sjálfri sér á móti hverri gjöf sem hún gef­ur. „Mér finnst eitt­hvað fal­legt við það að gefa hvert öðru gjaf­ir, að taka tíma til að velja gjöf sem gæti glatt ein­hvern sem þér þykir vænt um er svo fal­legt. Upp­á­halds­gjöf­in mín er þó alltaf frá bestu vin­konu minni en það er í raun ekki gjöf­in sjálf held­ur kortið sem fylg­ir en við byrjuðum á því fyr­ir 20 árum að fara yfir árið okk­ar sam­an í gegn­um jóla­kortið. Þessi hefð okk­ar hef­ur undið upp á sig og við leggj­um núorðið meira í kortið og minna í gjöf­ina sjálfa. Þess vegna er ég alltaf mjög spennt að lesa þetta kort og skoða mynd­irn­ar sem því fylgja.“

Vill vakna hjá mömmu á jóla­dag

Kyrrðin á jól­un­um finnst Brynju vera best. „Þessi af­sök­un sem maður hef­ur um að gera ekk­ert á jóla­dag nema vera heima með fjöl­skyld­unni að púsla á nátt­föt­un­um finnst mér frá­bær. Ég færi mig og kött­inn minn á milli póst­núm­era bara til að geta vaknað á jóla­dag hjá mömmu. Mér finnst síðan gam­an að fara í jóla­boð til minna nán­ustu, borða góðan mat og njóta nær­veru hvert ann­ars,“ seg­ir Brynja og bæt­ir við að það erfiðasta við jól­in sé söknuður. „Pabbi minn lést árið 2017 og afi fór svo árið 2019. Þeirra nær­vera var alltaf mjög stór part­ur af hátíðinni. Í dag töl­um við þó mikið um þá á jól­un­um, segj­um sömu brand­ar­ana og afi sagði á hverju ári, hlust­um á tón­list­ina sem þeir spiluðu alltaf og skál­um fyr­ir þeim.“

Finnst umræðan um jóla­spikið leiðin­leg­ust

Að lok­um seg­ir hún að það sé eitt sem pirri sig aðeins í kring­um jól­in. „Það sem ég væri helst til í að sleppa er allt þetta áreiti um hvernig á að passa sig að borða minna eða hvernig maður geti losnað við jóla­spikið í janú­ar. Jól­in eru ein­ung­is nokkr­ir dag­ar á ári þar sem sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­unni eru aðal­atriðið og hvað með það þótt þú borðir aðeins of mikið af smá­kök­um? Það ætti eng­inn að hafa sam­visku­bit yfir jóla­át­inu.“ Með þess­um orðum deil­ir Brynja með okk­ur upp­skrift sem hún var að þróa og baka. „Ég er alltaf að prófa eitt­hvað nýtt, mér finnst það spenn­andi. Þessi upp­skrift kom sér­lega vel út og ég get sann­ar­lega mælt með þess­um kök­um fyr­ir þessi jól.“

„Ég á enga hefðbundna jóla­smá­köku­upp­skrift sem ég held sér­stak­lega upp á. Hins veg­ar elska ég þess­ar hefðbundu „am­er­ísku“ smá­kök­ur en til þess að gera þær jóla­leg­ar sort­eraði ég M&M-ið og notaði bara þessi rauðu og grænu.“

Súkkulaðibitakökur með M&M eru í sérlegu uppáhaldi.
Súkkulaðibita­kök­ur með M&M eru í sér­legu upp­á­haldi. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Finnst meira gaman að skreyta kökur en að baka

Vista Prenta

M&M-smá­kök­ur

U.þ.b. 16 smá­kök­ur

  • 170 g hveiti
  • 115 g smjör
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 3/​4 tsk. salt
  • 100 g ljós púður­syk­ur
  • 70 g syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 stórt egg
  • 150-250 g M&M eða smátt saxað súkkulaði að eig­in vali

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C, stillið á blást­ur.
  2. Leggið bök­un­ar­papp­ír á stóra ofn­plötu.
  3. Bræðið smjörið og kælið aðeins.
  4. Blandið hveiti, mat­ar­sóda, lyfti­dufti og salti sam­an í skál. Hrærið brædda smjörið, púður­syk­ur­inn og syk­ur­inn sam­an í aðra skál. Hér þarf að passa að smjörið sé orðið al­veg kalt.
  5. Hrærið vel sam­an í eina til tvær mín­út­ur eða þar til bland­an er orðin vel þétt. Bætið egg­inu og vanillu­drop­un­um sam­an við og hrærðu þangað til bland­an er orðin slétt.
  6. Setjið þur­refn­in sam­an við smjör­blönd­una og blandið vel.
  7. Bætið síðan M&M-inu sam­an við og blandið var­lega með sleikju.
  8. Mótið litl­ar kúl­ur úr deig­inu, á stærð við golf­kúlu, og raðið á bök­un­ar­papp­ír­inn og bakið í 10 mín­út­ur eða þar til kom­inn er gyllt­ur hring­ur utan um brún­irn­ar en þær eru ljós­ar og upp­blásn­ar í miðjunni.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert