Rúlluterta með ítölsku smjörkremi að hætti Finns

Rúllutertan hans Finns Prigge með ítölsku smjörkremi kemur með jólin.
Rúllutertan hans Finns Prigge með ítölsku smjörkremi kemur með jólin. Ljósmynd/Finnur Prigge

Finn­ur Prigge, bak­ar­inn knái og meðlim­ur í landsliði ís­lenskra bak­ara, á heiður­inn af aðfanga­dags­upp­skrift­inni. Hann er ein­stak­lega hæfi­leika­rík­ur bak­ari og er iðinn við að þróa upp­skrift­ir sem eiga sér sögu með glæsi­legri út­komu.

Finnur Prigge hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hæfileika sína í …
Finn­ur Prigge hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir hæfi­leika sína í bakstri og kann list sína vel. mbl.is/​Eyþór

Finn­ur býður les­end­um upp á jóla­lega rúllu­tertu með ít­ölsku smjörkremi sem er ómót­stæðilega góð. Ilm­ur­inn er lokk­andi og freist­andi að fá sér sneið af þess­ari feg­urðar­dís.

„Ég nota ít­alskt smjörkrem í mína rúllu­tertu vegna þess að mínu mati er þetta lang­besta smjörkremið, alla vega það besta sem ég hef smakkað. Upp­skrift­ina fékk ég í Þýskalandi þegar ég vann þar í 2 mánuði. Í ít­ölsku smjörkremi er eng­inn flór­syk­ur og þess vegna hef­ur það ein­stak­lega létta og slétta áferð auk þess að vera ekki of sætt,“ seg­ir Finn­ur sem er kom­inn í hátíðarskap.

Jólalegri verður rúllutertan ekki.
Jóla­legri verður rúllu­tert­an ekki. Ljós­mynd/​Finn­ur Prigge

Hér má sjá hand­bragð Finns við bakst­ur­inn og sam­setn­ing­una en hann fer leik­andi létt með að rúlla þess­ari tertu upp og ósk­ar öll­um gleðilegra jóla.

 

Rúlluterta með ítölsku smjörkremi að hætti Finns

Vista Prenta

Rúllu­terta með ít­ölsku smjörkremi

Botn

  • 310 g egg við stofu­hita
  • 310 g púður­syk­ur
  • 90 g hveiti
  • 130 g maís­terkja
  • 10 g natron
  • 30 g kakó
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. engi­fer­duft
  • ½ tsk kar­dimommu­duft
  • 35 g mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 230°C hita með blæstri.
  2. Þeytið egg og púður­syk­ur í hræri­vél þar til bland­an verður létt og ljós.
  3. Sigtið þur­refn­in á bök­un­ar­papp­ír og setjið út í eggja­blönd­una ásamt mjólk­inni.
  4. Hrærið þetta var­lega sam­an með sleikju.
  5. Skiptið deig­inu jafnt á 2 bök­un­ar­plöt­ur klædd­ar bök­un­ar­papp­ír.
  6. Smyrjið jafnt út í eins fáum strok­um og hægt er til þess að sprengja ekki loftið í deig­inu.
  7. Bakið í um það bil 6-8 mín­út­ur.

Ítalskt smjörkrem

  • 150 g syk­ur
  • 40 g vatn
  • 150 g eggja­hvít­ur
  • 70 g syk­ur
  • 500 g smjör
  • Vanillu­drop­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið syk­ur og vatn í pott.
  2. Setjið eggja­hvít­ur og syk­ur í hræri­vél.
  3. Þegar syk­ur­vatnið byrj­ar að sjóða setjið þá hræri­vél­ina í botn, en ekki slökkva á hit­an­um und­ir pott­in­um.
  4. Þegar eggja­hvít­urn­ar eru orðnar stífþeytt­ar hellið þá syk­ur­vatn­inu í mjórri bunu út í og hafið hræri­vél­ina stillta á miðlungs­hraða.
  5. Þeytið í 5 mín­út­ur og setjið svo smjörið út í nokkr­um hlut­um og þeytið þar til nán­ast skjanna­hvítt.
  6. Bætið síðast vanillu­drop­un­um út í eft­ir smekk.

Sam­setn­ing

  1. Stráið sykri yfir botn­ana og snúið þeim við á ann­an bök­un­ar­papp­ír.
  2. Skiptið smjörkrem­inu jafnt á báða botna og smyrjið út.
  3. Rúllið upp og frystið yfir nótt.
  4. Skiptið kök­unni niður á meðan hún er fros­in til þess að fá skurðinn hrein­an.
  5. Berið síðan fram með hátíðarbrag og njótið með ís­kaldri mjólk. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert