Valhnetugráðostasalat með grilluðum perum og hnetu-vinaigrette

Franskt valhnetugráðostasalat með grilluðum perum og hnetu-vinaigrette.
Franskt valhnetugráðostasalat með grilluðum perum og hnetu-vinaigrette. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Í Frakklandi er iðulega not­ast við Roqu­efort-ost sem er sér­lega góður og pass­ar vel á móti per­um og hnet­um, hann fæst sjald­an hér á landi en hægt er að fá Saint Agur sem hent­ar einkar vel. Þetta sal­at er til­valið sem for­rétt­ur eða smá­rétt­ur á jóla- og ára­móta­hlaðborðið.

Valhnetugráðostasalat með grilluðum perum og hnetu-vinaigrette

Vista Prenta

Val­hnetugráðosta­sal­at með grilluðum per­um og hnetu-vinaigrette

Fyr­ir 4

  • 2 meðal­stór­ar per­ur, vel þroskaðar og skorn­ar í þunn­ar sneiðar
  • 1-2 msk. bragðlaus olía
  • 50-60 g val­hnetukjarn­ar
  • 1 sal­at­haus af blönduðu sal­ati eða jóla­sal­at
  • 100 g myglu­ost­ur, t.d. Saint Agur, mul­inn í grófa bita
  • ferskt dill, rifið eða saxað mjög gróft

Aðferð:

  1. Hitið grillpönnu og penslið perusneiðarn­ar með bragðlausri olíu, steikið sneiðarn­ar í 1-2 mín­út­ur á hvorri hlið, steik­ing­in fer eft­ir því hversu vel þroskaðar per­urn­ar eru, þær þurfa styttri steik­ing­ar­tíma ef þær eru vel þroskaðar.
  2. Þurrristið val­hnetukjarn­ana var­lega á pönnu, þetta skref er ekki nauðsyn­legt en gef­ur hnet­un­um aðeins meira bragð og ger­ir þær stökk­ar, passið að þær brenni ekki.
  3. Saxið hnet­urn­ar mjög gróft. Setjið sal­atið í stóra blönd­un­ar­skál, hellið helm­ingn­um af vinaigrett­unni yfir og blandið var­lega sam­an.
  4. Skiptið sal­at­inu á fjóra diska, setjið 2-3 perusneiðar á hvern disk, látið ost og hnet­ur ofan á og sáldrið fersku dilli yfir ásamt af­gang­in­um af sal­atsós­unni.
  5. Gott sæt­vín eða hvít­vín pass­ar vel með þessu sal­ati, t.d. Tokaj eða hálfsætt Riesl­ing.

Hnetu-vinaigrette

  • 6 msk. hesli­hnetu­olía
  • 2 msk. balsam­e­dik
  • 1 tsk. dijons­inn­ep
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. svart­ur nýmalaður pip­ar, eða eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel sam­an og smakkið til.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert