Hvað er til ráða ef kakan er of þurr?

Lindsay Cotter/Unsplash

Hver hef­ur ekki lent í því að baka köku sem er of þurr? Þetta ger­ist oft þegar kak­an hef­ur verið bökuð of lengi eða hita­stigið ekki rétt. Stund­um vant­ar meiri fitu í upp­skrift­ina eða deigið hef­ur verið þeytt alltof mikið. En ekki ör­vænta það eruð til ýmis ráð til að bæta hana og gera góm­sæta og raka.

Notið vökva

Ef kak­an er of þurr eft­ir bakst­ur, sér í lagi ef um svamp­deig er að ræða, er til­valið að pensla kök­una með sírópi (einn hluti syk­ur á móti ein­um hluta vatns). Þannig fær kak­an svo­lítið meiri raka í sig og dreg­ur í sig bragð, kælið kök­una al­veg áður en syk­ur­blönd­unni er hellt yfir. Ef kak­an er mjög þurr og svo­lítið hörð að ofan má stinga nokkr­um göt­um í hana áður en síróp­inu er hellt út á kök­una.

Ávext­ir og safi

Ávext­ir inni­halda tölu­verðan raka og geta gert kök­una safa­rík­ari. Ef til dæm­is formkaka er of þurr má al­veg skera hana í þrjá hluta og setja ávexti og ber á milli. Jarðarber og hind­ber inni­halda tölu­verðan raka og ágætt er að láta ber­in standa á borði með ör­litl­um sykri til að ná saf­an­um úr þeim og hella hon­um svo með á kök­una. Aðrir ávext­ir sem eru blaut­ir og henta vel eru manda­rín­ur og app­el­sín­ur, einnig mangó og an­an­as. Ban­an­ar og epli henta ekki vel til að redda kök­unni. Einnig má nota sultu á milli laga í kök­um.

Krem eða rjómi

Ef kak­an er þurr eft­ir að hún kem­ur úr ofn­in­um er til­valið að setja á hana gott lag af kremi, smjörkrem hent­ar ágæt­lega þar sem það er vel feitt, það bæt­ir bæði áferð og bragð. Rjómi er líka til­val­inn bæði til að setja á kök­urn­ar og einnig til að bera fram með þeim. Flest­ir Íslend­ing­ar þeyta rjóma en það er líka gott að bera fram óþeytt­an rjóma og hella aðeins yfir sneiðarn­ar til að bleyta upp í þeim, þetta er mikið gert í Englandi.

Ávaxta­saf­ar og mjólk­ur­blönd­ur

Ef ekki er tími til að búa til síróp má nota ávaxta­safa svo sem app­el­sínusafa eða sítr­ónusafa og blanda svo­litlu hun­angi sam­an við ef þurfa þykir. Þessi lausn gef­ur kök­unni vissu­lega bragð svo meta þarf hvort það passi. Einnig er göm­ul aðferð að setja smá­veg­is vanillu­dropa sam­an við mjólk og hella svo­litlu yfir þurr­ar kök­ur. Ágætt er að nota pensil til að hafa góða stjórn á magn­inu.

Eft­ir­rétt­ur í stað köku

Ef kak­an er mjög þurr og ekk­ert af ráðunum hér að ofan hent­ar, er til­valið að brjóta hana upp og nota til að búa til eft­ir­rétt í glasi eða ein­hvers­kon­ar út­gáfu af „Eton mess“ sem hent­ar sér­lega vel ef mar­ens­inn er of þurr. Þessi rétt­ur er ensk­ur og inni­held­ur 3 grunn­hrá­efni, þeytt­an rjóma, jarðarber og mar­ens en vel má nota svamp­botna líka, um að gera að prófa sig áfram. Kjörið er að gera kökup­inna úr of þurri köku, brjóta hana niður, hella svo­litl­um vökva yfir og rúlla upp í kúlu, síðan er til­valið að hjúpa köku­kúl­urn­ar til dæm­is með súkkulaði og velta upp úr hnet­um eða kókós­mjöli.

Hvað ber að var­ast til að koma í veg fyr­ir of þurra köku?

Stund­um er gott að nota aðeins minna hveiti og blanda fit­unni og sykr­in­um lengi sam­an áður en hveitið er sett út í. Gætið líka að því að nota rétt hlut­föll og skoðið hvort þurfi aðeins meiri vökva í upp­skrift­ina. Góð reynsla er af því að skipta mjólk eða vatni út fyr­ir jóg­úrt eða súr­mjólk, það get­ur gert kök­una rak­ari og mýkri. Passið einnig vel hit­ann á ofn­in­um og takið kök­una út í tíma því oft bak­ast hún aðeins eft­ir að hún hef­ur verið tek­in úr ofn­in­um.

Douglas Lopez/​Unsplash
Kisou­lou/​Unsplash
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert