Varð ástfanginn af ístertunni í Danmörku

Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður gerir ávallt þessa nougat-ístertu með marens …
Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður gerir ávallt þessa nougat-ístertu með marens um jólin og fær sér púrtvín með. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Bjarni Viðar Sig­urðsson hef­ur starfað sem leir­list­armaður um ára­bil og fram­leiðir fal­lega og vin­sæla leir­línu þar sem hann leik­ur sér bæði með liti og form. Hann er með verk­stæði á heim­ili sínu en hann sel­ur muni sína í fleiri versl­un­um. Bjarni töfr­ar fram ís­tertu sem hann hef­ur gert í 25 ár.

Bjarni fann uppskriftina í Danmörku þegar hann bjó þar.
Bjarni fann upp­skrift­ina í Dan­mörku þegar hann bjó þar. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Það get­ur samt verið svo­lít­ill er­ill á verk­stæðinu á Þor­láks­messu þar sem viðskipta­vin­ir koma við og kaupa síðustu gjaf­irn­ar og ég þarf líka að vera á galle­rí­inu niðri í bæ þar sem ég sel afurðir mín­ar. Oft­ast höf­um við farið niður í bæ á Þor­láks­messu­kvöldi, en ég hef trú á því að það verði breyt­ing þar á í ár, þar sem okk­ur lang­ar í meiri slök­un og að njóta. Við skreyt­um jóla­tréð þetta kvöld að sið fjöl­skyld­unn­ar og not­um tím­ann til að und­ir­búa fyr­ir aðfanga­dag. Ég hef þá hefð alla aðfanga­daga að vakna klukk­an 8 að morgni og byrja und­ir­bún­ing kvöld­verðar­ins. Ég kaupi mér alltaf 30 ára púrt­vín, sem ég opna klukk­an 8 að morgni og fæ mér glas af því sem ég sötra af á meðan und­ir­bý jóla­máltíðina. Ég byrja yf­ir­leitt á rauðkál­inu og fæ mér síðan góðan morg­un­mat. Síðan hefst ég handa við önd­ina sem er jóla­mat­ur­inn okk­ar á aðfanga­dag, læt sós­una malla all­an dag­inn. Síðan er mjög mik­il­væg­ur siður að leggja á borð, gera það eins jóla­legt og hægt er. Stund­um vil ég hafa það yf­ir­skreytt, stund­um lát­laust, allt eft­ir því í hvaða skapi ég er hverju sinni,“ seg­ir Bjarni, spurður um Þor­láks­messu.

Mat­gæðing­ur með mar­gréttað á aðfanga­dag

Bjarni borðar fersk­an hvít­an asp­as í for­rétt, síðan er önd í aðal­rétt með öllu til­heyr­andi en eft­ir­rétt­ur­inn er mis­mun­andi fá ári til árs. Þegar jóla­máltíðin er afstaðin seg­ir Bjarni að hefð sé fyr­ir því hjá þeim að fara í fal­leg nátt­föt, gera kósí með kerta­ljós­um og skapa ró­legt og fal­legt and­rúms­loft áður en þeir setj­ist niður til að opna pakk­ana. „Við fáum okk­ur ís­tert­una, sem ég gef ykk­ur upp­skrift að, þegar liðið er aðeins frá öll­um matn­um. Með henni fáum við okk­ur annaðhvort kampa­vín, púrt­vínið góða eða bara gott koní­ak.“

Inni­haldið í jólapakk­an­um komi á óvart

Þegar Bjarni er spurður hvort eitt­hvað sé á óskalist­an­um í jólapakk­ann þá seg­ir hann svo ekki vera. „Mér finnst gam­an að fá pakka og vil að inni­haldið komi mér á óvart. Það hef­ur aldrei skipt mig miklu máli að það sé stór gjöf, held­ur hug­ur­inn á bak við. Ég sjálf­ur gef yf­ir­leitt hverj­um og ein­um fleiri en einn eða tvo pakka. Ég ólst upp í stór­um hópi systkina og vor­um við yf­ir­leitt fram á nótt að pakka gjöf­um, magnið var svo mikið. Mér finnst alltaf gam­an að dúll­ast við pakk­ana, fá sér ís­tertu, kjafta, „kósa“ sig í nátt­föt­un­um og slaka gjör­sam­lega á eft­ir vinnu­samt ár.“

Rauðvínskrap á milli rétta

Bjarni er mik­ill mat­gæðing­ur og þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er innt­ur eft­ir góðu sæl­ker­aráði. „Það er eitt sem ég geri alltaf yfir jól og ára­mót og það er ískrap. Á aðfanga­dag er ég með rauðvínskrap sem ég ber fram á eft­ir for­rétt­in­um en það kem­ur skemmti­lega bragðlauk­um í gang. Þessi upp­skrift er þannig að það er eins og maður sé að bragða á sjálfu jóla­trénu, mjög skemmti­legt. Á gaml­árs­kvöld hef ég kampa­vínskrap, það er ferskt og el­eg­ant á bragðið.“

Gef­ur stell­inu sínu frí á aðfanga­dag

Varla þarf að spyrja Bjarna að því hvaða jóla­stell hann noti og þó. „Ég nota stell­in sem ég fram­leiði mikið árið um kring og þess vegna gef ég því frí á aðfanga­dag. Þá nota ég stell sem er fram­leitt af Lene Bjer­re, það er hvítt með gráu mynstri og mjög ein­falt. Á jóla­dag nota ég ým­ist mitt eða Lene Bjer­re, svo er gam­an að blanda þeim sam­an. Ég nota mis­mun­andi glös, læt hvern og einn fá sína gerð, það þarf ekki að hafa allt eins. Ég nota bara það sem ég er í skapi fyr­ir hverju sinni.“

Var að til klukk­an þrjú um nótt þegar ís­tert­an var gerð fyrst

Bakst­ur er alltaf stór part­ur af jól­un­um hjá Bjarna. „Það hef­ur alltaf verið hefð hjá mér að baka hinar og þess­ar smá­kök­ur, finnsku brauðin eru mitt upp­á­hald hvað þær varðar en ég er þó far­inn að baka meira kök­ur og tert­ur núorðið. Það er þó mik­il­vægt að hafa ein­hverj­ar teg­und­ir af smá­kök­um, hér áður fyrr bakaði ég allt u.þ.b. átta teg­und­ir, en það hef­ur minnkað á efri árum. Ístert­una geri ég um hver jól, enda ótrú­lega hátíðleg, fal­leg og bragðgóð. Ég hef gert hana í u.þ.b. 25 ár. Ég fann upp­skrift­ina í Dan­mörku þegar við bjugg­um þar, og varð bara ást­fang­inn af henni. Ég ákvað eitt kvöld að gera hana og fá mér púrt­vín með. Ykk­ur að segja fór mikið af púrt­vín­inu, því ég var að til klukk­an að verða þrjú um nótt­ina. Hún virðist flók­in í fyrstu en er það í raun ekki, ég var staðráðinn í því að ég myndi aldrei gera hana aft­ur, aldrei. Nú hef ég gert hana eins og áður seg­ir í um 25 ár, og hef ég ekki sleppt úr einu ári. Sniðugt er að baka mar­engs­inn dag­inn áður, gera svo ís­inn kvöldið eft­ir. Þess má geta að ég læt ís­inn ekki harðna of mikið á milli laga þegar kak­an er sett sam­an. Ég rétt set hana inn í fryst­inn svo hún taki sig aðeins, u.þ.b. 30 mín­út­ur og þá set ég næsta lag ofan á.“

Varð ástfanginn af ístertunni í Danmörku

Vista Prenta

Nougat-ís­terta með mar­ens

fyr­ir 12

Mar­ens­botn­ar:

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 150 syk­ur

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar. Þeytið 1/​3 af sykr­in­um með eggja­hvít­un­um en hrærið af­gang­in­um sam­an við með sleif.
  2. Teiknið tvo hringi á bök­un­ar­papp­ír eft­ir 26 cm smellu­formi og skiptið blönd­unni á milli þeirra. Bakið í eina klst. við 125°C og látið standa í ofn­in­um á meðan mar­ens­inn kóln­ar.

Marsíp­anís

  • 4 eggj­ar­auður
  • 4 msk. syk­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • 100 marsíp­an, rifið
  • ½ dl rjómi
  • 75 g hakkaðar möndl­ur
  • 50 g dökkt súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Þeytið eggj­ar­auður, syk­ur, vanillu­korn og setjið marsíp­an sam­an við.
  2. Þeytið rjómann og blandið hon­um sam­an við eggja­blönd­una.
  3. Setjið blönd­una í frysti í einn til tvo tíma og blandið síðan hnet­un­um og súkkulaðinu sam­an við ís­inn til að bland­ist allt vel sam­an.

Núgga­tís

  • 100 g mjúkt núggat
  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 msk. syk­ur
  • 3 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið núggatið yfir vatnsbaði, kælið.
  2. Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur sam­an. Þeytið rjómann.
  3. Þeytið núggatið sam­an við eggja­blönd­una, bætið rjóm­an­um var­lega sam­an við með sleikju svo loftið fari ekki úr hon­um.
  4. Látið ís­inn í frysti.

Sam­setn­ing

  1. Setjið einn mar­ens­botn í botn­inn á smellu­form­inu og hellið helm­ingn­um af marsíp­anísn­um yfir og setjið í frysti í u.þ.b. eina klst. eða þar til ís­inn er orðinn sæmi­lega stíf­ur.
  2. Takið formið út úr fryst­in­um og setjið lag af núgga­tís yfir og frystið í eina klst.
  3. Setjið síðasta lagið af ísn­um í formið, leggið mar­ens­botn­inn yfir og frystið í a.m.k. fjór­ar klst. Þá er ís­tert­an til­bú­in.
  4. Takið hana úr frysti u.þ.b. 30 mín­út­um áður en hún er bor­in fram.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert