Tartalettur með jólahangikjötinu bragðast vel

Tartalettur með hangikjöti eru ómótstæðilega góðar og upplagt er að …
Tartalettur með hangikjöti eru ómótstæðilega góðar og upplagt er að nýta afganginn af kjötinu á þennan hátt. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­semar er iðin við að nýta jóla­af­gang­ana og gerði þess­ar dá­sam­legu tartalett­ur með hangi­kjöti. Það eru nefni­lega oft til af­gang­ar eft­ir jóla­mat­ar­boðin og þá er lag að nýta þá í góða rétti.

Þetta er ein snilld­ar­leiðin til þess að nýta af­ganga af hangi­kjöt­inu og meðlæt­inu ef vill.

Tartalettur með jólahangikjötinu bragðast vel

Vista Prenta

Tartalett­ur með hangi­kjöti

10 stykki

  • 10 tartalett­ur
  • 200 g hangi­kjöt eða eft­ir smekk
  • 100 g græn­ar baun­ir eða eft­ir smekk
  • 100 g soðnar kart­öfl­ur, má sleppa
  • 150 g þykk­ur jafn­ing­ur/​upp­stúf­ur
  • Rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Notið af­gangs­sneiðar af hangi­kjöti og skerið í litla bita.
  3. Skerið kart­öfl­urn­ar ef þið kjósið að vera með þær, einnig í litla bita og blandið næst öllu sam­an með sleikju nema ost­in­um.
  4. Fyllið tartalett­urn­ar með hangi­kjöts­blöndu, setjið vel af rifn­um osti yfir og bakið í ofn­in­um í 15-18 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn fer að gyll­ast.
  5. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert