Valhnetan talin hafa kynörvandi áhrif

Valhnetan talin hafa kynörvandi áhrif og þykir með eindæmum næringarrík.
Valhnetan talin hafa kynörvandi áhrif og þykir með eindæmum næringarrík. Doina Gavrilov/Unsplash

Val­hnet­an barst til land­anna við Miðjarðar­haf fyr­ir u.þ.b. tvö þúsund árum og Róm­verj­ar og Grikk­ir neyttu henn­ar í tölu­verðu magni. Róm­verj­ar trúðu að neysla á val­hnet­um hefði já­kvæð áhrif á kyn­hvöt­ina, sem er raun­ar ekki fjarri lagi því enn í dag er mælt með henni til að auka frjó­semi karla. Hnet­urn­ar voru meðal ann­ars notaðar til að lita ull og til að fríska and­ar­drátt­inn eft­ir laukát. Einnig var til siðs í róm­versk­um brúðkaup­um að brúðgum­inn dreifði val­hnet­um til ung­menna meðan þau sungu ósiðsam­leg lög. Til marks um hversu mik­il­væg og al­geng val­hnet­an var í Róma­veldi þá fund­ust nokkr­ar í musteri Ísis­ar við upp­gröft á borg­inni Pom­peii sem grófst und­ir ösku árið 79 þegar eld­fjallið Vesúvíus gaus.

Tald­ar lækka slæmt kó­lester­ól í blóði

Val­hnet­ur þykja með ein­dæm­um nær­ing­ar­rík­ar enda inni­halda þær u.þ.b. 65% af góðri fitu í hverj­um 100 g. Fitu­sýr­urn­ar í hnet­un­um eru tald­ar geta lækkað slæmt kó­lester­ól í blóði. Í 100 g af val­hnet­um eru tæp­lega 700 hita­ein­ing­ar en vegna háa fitu­inni­halds­ins veita þær góða orku í lang­an tíma og fólk verður lengi satt. Val­hnet­ur inni­halda u.þ.b. 15 g af próteini og 9 g af trefj­um í hverj­um 100 g en trefjar bæta melt­ingu og hafa lækk­andi áhrif á blóðsyk­ur. Í rann­sókn sem birt­ist í The New Eng­land Journal of Medic­ine kom í ljós að fólk sem borðaði hent­ur reglu­lega glímdi síður við hjarta­sjúk­dóma.

Val­hnet­ur eru einnig tald­ar hafa góð áhrif á heil­a­starf­sem­ina, þær geti bætt minnið og minnkað lík­ur á heila­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­um, sam­kvæmt Journal of Alzheimer's Disea­se. Þær inni­halda einnig tölu­vert magn af B-víta­míni og magnesí­um sem stuðla að bættri and­legri líðan.

Sæl­kera­fæða sem hent­ar í fjöl­breytta rétti

Þetta frá­bæra hrá­efni er ekki bara hollt held­ur ein­stak­lega bragðgott líka, val­hnet­an er með svo­lítið beiskt og ör­lítið feitt hnetu­bragð með vott af sæt­um tón­um en bragðið get­ur breyst tölu­vert við eld­un. Val­hnetukjarn­ar eru notaðir í fjöl­breytta rétti hvort sem er heil­ir, malaðir eða saxaðir smátt. Þeir henta í ýmsa sæta rétti svo sem bök­ur, kök­ur, eft­ir­rétti og í kon­fekt og súkkulaði. Þeir eru frá­bær­ir í ýmis salöt, pasta­rétti, pestó og í bæði kjöt- og fisk­rétti. Ristaðir val­hnetukjarn­ar eru sér­lega góðir út á salöt og út á gríska jóg­úrt eða með hafra­grautn­um. Passið að kjarn­arn­ir brenni ekki við þegar þeir eru ristaðir þá verður bragðið tölu­vert rammt.

Góðar fyr­ir heil­a­starf­sem­ina

Það er því al­veg aug­ljóst að val­hnet­ur eru sann­kallað of­ur­fæði og hæfi­leg dag­leg neysla hef­ur marg­vís­leg já­kvæð áhrif á heils­una. Mælt er með því að neyta u.þ.b. 30-40 g af val­hnet­um á dag, það er talið nægj­an­legt magn til að njóta holl­ustu­áhrif­anna án þess að inn­byrða of mikið magn af hita­ein­ing­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert