Kransakökubitarnir fullkomnir með kampavíninu um áramótin

Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendu uppskrift að girnilegum kransakökubitum með …
Sigrún Sól Vigfúsdóttir gefur lesendu uppskrift að girnilegum kransakökubitum með hvítri trufflu og sykruðum límónum og Panna Cotta með jarðarberjageli. mbl.is/Karítas

Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir gef­ur les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift að girni­leg­um kran­sa­köku­bit­um með hvítri trufflu og sykruðum límón­um og Panna Cotta með jarðarberjag­eli sem munu stein­liggja í ára­móta­veisl­unni.

Sigrún er hæfi­leika­rík­ur bak­ari og hef­ur þegar unnið til verðlauna fyr­ir bakst­ur. Hún hlaut þriðja sætið í keppn­inni um titil­inn Brauð árs­ins árið 2025 sem fram fór í nóv­em­ber síðastliðnum og auk þess sem hún sló í gegn í Puratos-köku­keppn­inni sem hald­in var á veg­um ÓJK-ÍSAM á Stór­eld­hús­sýn­ing­unni fyrr í vet­ur. Þar hlaut hún önn­ur verðlaun fyr­ir salt­kara­mellu­köku.

mbl.is/​Karítas

Elsk­ar að læra nýja hluti og víkka sjón­deild­ar­hring­inn

Það má með sanni segja að Sigrún Sól hafi ekki hæfi­leik­ana langt að sækja en hún er bak­ari og konditor af þriðju kyn­slóðinni af bök­ur­um í Bak­ara­meist­ara­fjöl­skyld­unni. 

„Ég var að klára nám í Dan­mörku, þar sem ég út­skrifaðist bæði bak­ari og konditor. Núna vinn ég í Bak­ara­meist­ar­an­um, sem er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Bakst­ur og köku­gerð er eitt af mín­um upp­á­haldsáhuga­mál­um og ég hef verið í kring­um bakst­ur allt mitt líf. Ég elska að læra nýja hluti og víkka sjón­deild­ar­hring­inn þegar það kem­ur að bakstri og köku­gerð,“ seg­ir Sigrún Sól og bros­ir breitt.

Aðspurð seg­ist hún líka vera með mik­inn keppn­is­anda og hafa gam­an af því að taka þátt í bakst­ur­skeppn­um. Það haldi henni við efnið og veiti henni inn­blást­ur til að þróa nýj­ar upp­skrift­ir.

Var til að mynda und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir keppn­ina um Brauð árs­ins erfiður?

„Ég notaði mik­inn tíma í að fín­pússa og þróa upp­skrift­ina, finna réttu hlut­föll­in og réttu bragðsam­setn­ing­una. Þetta brauð er svo­lítið nostal­g­ískt fyr­ir mér og því var mik­il­vægt fyr­ir mig að gera allt rétt,“ seg­ir Sigrún Sól al­vöru­gef­in.

Hvernig mynd­ir þú lýsa brauðinu þínu?
„Ég myndi lýsa því sem hinu full­komna grill­brauði, al­gjörri bragðbombu.“

Hvernig sérðu framtíðina fyr­ir þér í bakstr­in­um?

„Í þess­ari fag­grein finnst mér maður aldrei vera bú­inn að læra, þrátt fyr­ir að hafa verið út­skrifaður sveinn þá er nóg eft­ir. Þannig framtíðin er von­andi full af nýj­um og spenn­andi hlut­um til að læra.“

Þegar kem­ur að því að ræða jóla­hefðirn­ar í bakstri seg­ist Sigrún Sól hafa lært mikið í Dan­mörku og tekið með sér siði þaðan.

Alltaf bakað kran­sa­kök­ur og kransa­bita fyr­ir ára­mót­in
„Síðastliðin fimm ár hef ég búið í Dan­mörku og þar hef ég alltaf bakað kran­sa­kök­ur og kransa­bita fyr­ir mig og mína fyr­ir ára­mót­in. Kransa­bitarn­ir sem ég var von að gera hér heima slógu ræki­lega í gegn hjá vin­um um ára­mót­in síðustu 5 árin. Hefðin er að fá sér kran­sa­köku og eitt glas af kampa­víni í Dan­mörku þegar nýtt ár hef­ur verið slegið inn.

Eru ís­lensk­ar bakst­urs­hefðir í há­veg­um hafðar þegar jól­in eru ann­ars veg­ar hjá þér og þínum?

„Já, al­gjör­lega. Síðan ég man eft­ir mér hef ég bakað smá­kök­ur og annað góðgæti fyr­ir jól­in. Sör­ur hafa alltaf verið í miklu upp­á­haldi, pip­ar­kök­ur, heima­gerður ís og annað góðgæti. Önnur hefð hjá fjöl­skyld­unni er að bjóða upp á snitt­ur og heima­gert heitt súkkulaði á jóla­dags­morg­un.“

Hef­ur þú gam­an af því að blanda sam­an ólík­um hefðum eins og vera með þjóðleg­ar smá­kök­ur í bland við ís­lensku kök­urn­ar?

„Hefðirn­ar hjá mér yfir hátíðirn­ar hafa breyst mikið í gegn­um árin vegna þess að ég hef búið er­lend­is. Þar kynnt­ist ég mörg­um nýj­um hefðum í gegn­um vini og vanda­menn sem ég hef svo blandað sam­an við mín­ar eig­in. Það hef­ur verið mjög gam­an að læra nýj­ar þjóðleg­ar hefðir frá mis­mun­andi fólki.“

Er eitt­hvað sem þér finnst ómiss­andi að baka fyr­ir ára­mót­in?

„Mér finnst ómiss­andi að baka kransa­bita og kran­sa­köku fyr­ir ára­mót­in. Einnig finnst mér al­gjör­lega ómiss­andi að hafa góðan eft­ir­rétt og heima­gerðan ís á ára­móta­borðinu.

Mig lang­ar að gefa les­end­um upp­skrift­ir að tveim­ur vin­sæl­ustu eft­ir­rétt­un­um á mínu heim­ili sem við ger­um fyr­ir ára­mót­in. Það eru kransa­bit­ar með smá sætu og smá súru. Þeir eru full­komn­ir með kampa­vín­inu á miðnætti. Panna Cotta sem er ít­alsk­ur eft­ir­rétt­ur sem þýðist sem soðinn rjómi með fersku jarðarberjag­eli. Stein­ligg­ur í ára­mótagleðinni með freyðandi drykkj­um,“ seg­ir Sigrún Sól og bros­ir.

mbl.is/​Karítas

Kransakökubitarnir fullkomnir með kampavíninu um áramótin

Vista Prenta

Kransa­bit­ar með hvítri trufflu og sykruðum límón­um

Kran­samassi

  • 1 kg Kran­samassi XX
  • 400 g syk­ur
  • 230 g eggja­hvíta

Aðferð:

  1. Allt bland­ast sam­an og sett inn á kæli til næsta dags.
  2. Sprautað er út á bök­un­ar­plötu í þeirri stærð sem maður vill.
  3. Bakað við 210°C í um það bil 10-15 mín­út­ur (fer eft­ir stærð bitans).

Hvít­ur trufflu­massi

  • 250 g rjómi 200 g hvítt súkkulaði
  • ½ vanillu­stöng

Aðferð:

  1. Sjóðið rjómann og vanill­una sam­an.
  2. Hellið yfir fín­hakkað hvítt súkkulaði og látið liggja í 2-4 mín­út­ur.
  3. Hrærið svo súkkulaðinu vel sam­an við rjómann.
  4. Sett inn á kæli til næsta dags.
  5. Bland­an er svo pískuð upp, næsta dag.

Sykruð límóna

  • 15 g límónu­börk­ur
  • 15 g syk­ur
  • Nokkr­ir drop­ar af límónu

Aðferð:

  1. Blandið allt vel sam­an og setið ofan á bit­ana í lok­in.
mbl.is/​Karítas

Panna Cotta með jarðarberjag­eli
Fyr­ir 4/ 4 glös

  • 1000 g rjómi
  • 100 g syk­ur
  • 2 stk. vanillustang­ir
  • 6 stk. mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Leggið mat­ar­límið í bleyti í kalt vatn.
  2. Setjið rjóma, syk­ur og vanillu­stöng í pott og sjóðið þar til komið er upp að suðu.
  3. Þegar rjóm­inn er kom­inn að suðu látið þá mat­ar­límið út í.
  4. Látið rjómann kólna vel niður og hrærið reglu­lega í hon­um.
  5. Hellið síðan í glas og setjið í kæli.

Jarðarberjag­el

  • 600 g fros­in jarðarber.
  • 150 g syk­ur
  • 225 g vatn
  • 30 g sítr­ónusafi
  • 4 stk. mat­ar­líms­blöð

Aðferð:

  1. Setjið mat­ar­límið í bleyti og í kalt vatn.
  2. Setjið jarðarber, syk­ur, vatn og sítr­ónusafa í pott og hitið upp að suðu.
  3. Þegar jarðarberja­bland­an er byrjuð að sjóða, sigtið hana þá svo þið fáið aðeins saf­ann.
  4. Síðan getið þið tekið mat­ar­límið úr bleyti og bætt því sam­an við.
  5. Þegar Panna Cottað er búið að setja sig, bætið þá við jarðarberjag­el­inu og setjið það síðan í kæli.
  6. Takið úr kæli og berið fram rétt fyr­ir notk­un.
  7. Skreytið að vild.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert