Valhnetukaka með brúnuðu smjöri og súkkulaði

Þessa er ljúft að bera fram með þeyttum rjóma.
Þessa er ljúft að bera fram með þeyttum rjóma. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Þessa köku er til­valið að baka um ára­mót­in. Brúnaða smjörið og hnet­urn­ar gefa henni svo­lítið kryddað og fram­andi bragð. Þetta tek­ur ekki lang­an tíma að baka kök­una en hún geym­ist vel í 3-4 daga. 

Valhnetukaka með brúnuðu smjöri og súkkulaði

Vista Prenta

Val­hnetukaka með brúnuðu smjöri og súkkulaði

u.þ.b. 12 bit­ar

  • 120 g smjör
  • 2 stór egg
  • 150 g púður­syk­ur
  • 170 g hrein grísk jóg­úrt
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 tsk. múskat, helst af ferskri músk­at­hnetu
  • salt á hnífsoddi
  • 1½ tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. mat­ar­sódi
  • 170 g hveiti
  • 80 g val­hnetukjarn­ar
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 50 g hvítt súkkulaði
  • 4 msk. hlyns­íróp

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C og stillið á blást­ur.
  2. Þurrristið hnet­urn­ar á pönnu við meðal­hita í 8-10 mín­út­ur eða þar til þær hafa brún­ast aðeins en passið að þær brenni ekki.
  3. Bræðið smjörið í skaft­potti við meðal­hita, eldið það áfram í u.þ.b. 2 mín­út­ur, hrærið reglu­lega í smjör­inu og skrapið botn­inn á meðan það brún­ast.
  4. Setjið smjörið í hræri­vél­ar­skál og látið kólna aðeins, u.þ.b. 5 mín­út­ur.
  5. Látið syk­ur­inn sam­an við ásamt eggj­um og þeytið vel sam­an eða þar til bland­an er orðin ljós og létt, u.þ.b. 4-5 mín­út­ur.
  6. Látið jóg­úrt, vanillu­dropa, salt og múskat sam­an við og blandið sam­an á ró­leg­um hraða.
  7. Bætið nú hveiti, mat­ar­sóda og lyfti­dufti út í blönd­una og hrærið sam­an með sleikju.
  8. Smyrjið vel 20 x 20 cm form, setjið smjörpapp­írs­renn­ing ofan í sem nær út fyr­ir formið. Þetta er gert svo auðvelt sé að ná kök­unni úr form­inu með einu hand­taki.
  9. Saxið hnet­urn­ar og súkkulaðið í grófa bita. Setjið helm­ing­inn af deig­inu í formið og látið helm­ing­inn af súkkulaðinu og hent­un­um ofan á, setjið svo rest­ina af deig­inu ofan á og að lok­um hinn helm­ing­inn af hnet­un­um og súkkulaðinu.
  10. Hellið hlyns­íróp­inu jafnt ofan á og látið inn í ofn­inn.
  11. Bakið kök­una í u.þ.b. 30 mín­út­ur eða þar til prjónn sem stungið er í hana miðja kem­ur þurr út.
  12. Látið kök­una kólna á kökugrind í 10-15 mín­út­ur, takið þá úr form­inu og látið kólna al­veg.
  13. Berið fram með þeytt­um rjóma.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert