Ísak gerir syndsamlega gott „Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu

Syndsamlega gott „ Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu verður áramótaeftirrétturinn …
Syndsamlega gott „ Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu verður áramótaeftirrétturinn sem Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokkalandsliðisins ætlar að bjóða upp á. mbl.is/Hákon

Landsliðskokk­ur­inn og fyr­irliðinn hæfi­leika­ríki, Ísak Aron Jó­hanns­son, ætl­ar að bjóða upp á skot­held­an ára­móta­eft­ir­rétt á gaml­árs­kvöld. Hér er á ferðinni synd­sam­lega ljúf­fengt „Vanillu créme brulée“ með hind­berja­fyll­ingu sem á eft­ir að gera gest­ina orðlausa af hrif­ingu.

Landsliðskokkurinn Ísak Aron Jóhannsson hefur ástríðu fyrir matar- og eftirréttagerð …
Landsliðskokk­ur­inn Ísak Aron Jó­hanns­son hef­ur ástríðu fyr­ir mat­ar- og eft­ir­rétta­gerð og nýt­ur sín um hátíðirn­ar. mbl.is/​Há­kon

Ísak gerir syndsamlega gott „Vanillu créme brulée“ með hindberjafyllingu

Vista Prenta

„Vanillu créme brulée“ með hind­berja­fyll­ingu

Fyr­ir 6

  • 375 g rjómi
  • 125 g mjólk
  • 75 g syk­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • 120 gr eggj­ar­auður
  • Hrá­syk­ur (eft­ir þörf­um)

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, rjóma, syk­ur og vanillu­stöng sam­an í pott og leyfið suðunni að koma upp.
  2. Takið síðan pott­inn af hell­unni og leyfið blönd­unni að taka sig í um það bil 10 mín­út­ur.
  3. Fjar­lægið vanillu­stöng­ina.
  4. Setjið eggj­ar­auður í hræri­véla­skál og þeytið þær á meðan þið hellið mjólk­ur­blönd­unni í bunu sam­an við.
  5. Fjar­lægið froðuna sem mynd­ast og deilið „créme brulée“-grunn­in­um í skál­arn­ar með hind­berja­fyll­ing­unni, sjá upp­skrift fyr­ir neðan.
  6. Bakið í ofni við 90°C hita í u.þ.b. 45-60 mín­út­ur.
  7. Leyfið að kólna við stofu­hita og berið fram með því að brenna hrá­syk­ur ofan á „créme brulée-inu.“

Hind­berja­fyll­ing

  • 375 g hind­ber
  • 190 g syk­ur
  • 2 límón­ur, rif­inn börk­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja hind­ber í pott ásamt sykri og leyfið suðunni að koma upp.
  2. Takið pott­inn af hit­an­um.
  3. Hrærið í hind­berj­un­um þangað til þau byrja að brotna niður og mynda eins kon­ar sultu, takið af hita og bætið við rifn­um berki af tveim­ur límón­um.
  4. Setjið hind­berja­fyll­ingu í sér­hverja skál og leyfið að kólna í frysti meðan þið gerið „créme brulée-ið.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert