Þetta verður nýárseftirrétturinn hans Finns

Bakarinn knái ætlar að bjóða upp á dýrðlegan eftirrétt þegar …
Bakarinn knái ætlar að bjóða upp á dýrðlegan eftirrétt þegar nýja árinu er fagnað. Rétturinn ber enska heitið „Baked Alaska“ og er í raun eins og eldur og ís. mbl.is/Eyþór

Finn­ur Prigge bak­ari ætl­ar að bjóða upp á þenn­an him­neska eft­ir­rétt um ára­mót­in eða á ný­árs­dag og mun án efa bera hann fram með stjörnu­ljós­um. Rétt­ur­inn ber enska heitið „Baked Alaska“ sem er viðeig­andi á þess­um tíma­mót­um. Eld­ur og ís í for­grunni.

Þessi eftirréttur er guðdómlega fallegur.
Þessi eft­ir­rétt­ur er guðdóm­lega fal­leg­ur. Ljós­mynd/​Finn­ur Prigge

Finn­ur er meðlim­ur í landsliði ís­lenskra bak­ara og er ein­stak­lega hæfi­leika­rík­ur bak­ari. Hann hef­ur verið iðinn við að þróa sín­ar eig­in upp­skrift­ir og deila með les­end­um á ár­inu sem er að líða. Sjáið hand­bragðið hér fyr­ir neðan:

Það er eins og halastjarnan sé mætt á diskinn.
Það er eins og hala­stjarn­an sé mætt á disk­inn. Ljós­mynd/​Finn­ur Prigge

Þetta verður nýárseftirrétturinn hans Finns

Vista Prenta

„Baked Alaska“

Hind­berjag­el

  • 450 g fros­in hind­ber
  • 100 g syk­ur
  • 3 blöð mat­ar­lím

Aðferð:

  1. Þíðið hind­ber­in.
  2. Leggið mat­ar­límið í ískalt vatn og setjið til hliðar.
  3. Setjið hind­ber­in og syk­ur í pott og hitið að suðu.
  4. Kreistið mat­ar­lím í skál, sigtið hind­berja­blönd­una og blandið sam­an.
  5. Setjið í kæli í að minnsta kosti 4 klukku­stund­ir.
  6. Setjið í bland­ara eða notið töfra­sprota til að mýkja upp gelið.

Möndlu-svamp­botn­ar

  • 4 egg
  • 150 g syk­ur
  • 120 g hveiti
  • 15 g lyfti­duft
  • 15 g kakó
  • 40 g hakkaðar möndl­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°C og stillið á blást­ur.
  2. Þeytið egg og syk­ur þar til létt og ljóst.
  3. Hrærið þur­refn­in sam­an í skál og blandið var­lega við eggja­blönd­una.
  4. Smyrjið deig­inu var­lega á smjörpapp­ír.
  5. Bakið í 8-12 mín­út­ur (best að pota í botn­inn og sjá hvort hann komi upp til baka).

Ein­fald­asti vanilluís­inn

  • 500 ml rjómi
  • 1 dós niðursoðin mjólk, ( 400 g)
  • Vanillu-paste eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Léttþeytið rjómann.
  2. Blandið vanill­uni og niðursoðnu mjólk­inni sam­an við rjómann í nokkr­um hlut­um og þeytið.

Ítalsk­ur mar­ens

  • 180 g syk­ur
  • 60 g vatn
  • 3 eggja­hvít­ur

Aðferð:

  1. Setjið syk­ur og vatn í pott og á hellu.
  2. Þegar suðan kem­ur upp setjið þið eggja­hvít­urn­ar í hræri­vél og þeytið.
  3. Þegar eggja­hvít­urn­ar eru orðnar aðeins stífari en raksápa hellið þið syk­ur­vatn­inu sjóðandi heitu út í í mjórri bunu, á miðlungs­hraða.
  4. Þeytið þar til hræri­vél­ar­skál­in er ekki leng­ur heit.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið matarfilmu í litl­ar skál­ar svo auðveld­ara sé að losa ís­inn úr.
  2. Sprautið ís­blönd­unni í 2/​3 af skál­inni.
  3. Sprautið hind­berjag­eli eft­ir smekk.
  4. Skerið út hringi í svamp­botn­inn og þrýstið þeim ofan í ís­inn.
  5. Frystið yfir nótt.
  6. Gerið ít­alsk­an mar­ens.
  7. Takið ís­inn úr skál­un­um með því að hvolfa hon­um á disk.
  8. Sprautið eða smyrjið ít­alska mar­engn­um utan á og brennið með öfl­ug­um kveikjara eða gasbrenn­ara.
  9. Skreytið disk­inn með hind­berjag­el­inu.
  10. Geymið við stofu­hita í 10 mín­út­ur áður en þið berið fram.
  11. Njótið vel og berið jafn­vel fram með stjörnu­ljósi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert