Uppskriftin að hinum fullkomna marens

Hægt er að forma marens að vild ef þú ert …
Hægt er að forma marens að vild ef þú ert með hina fulkomnu uppskrift. Unsplash/Olimpia Davies

Marg­ir hræðast að baka mar­ens og helst þá hrædd­ir um að hann falli. Upp­skrift­in skipt­ir máli og það skipt­ir ekki síður máli að vanda til verka. Þá get­ur bakst­ur­inn ekki klikkað.

Þessi upp­skrift er að hinum full­komna mar­ens. Síðan get­ur þú ráðið hvað þú vilt setja á hann og hvernig þú vilt skreyta hann. Til að mynda þykir mörg­um gott að vera með góða mar­en­stertu á hátíðis­dög­um með fersk­um berj­um og kara­mellusósu.

Uppskriftin að hinum fullkomna marens

Vista Prenta

Hinn full­komni mar­ens

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 200 g syk­ur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 150°C.
  2. Aðskiljið egg.
  3. Setjið eggja­hvít­ur í skál og eggj­ar­auður til hliðar og notið síðar.
  4. Stífþeytið eggja­hvít­ur og bætið sykr­in­um út í.
  5. Þegar hægt er að hvolfa skál­inni þá er mar­ens­inn til­bú­inn.
  6. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  7. Mótið mar­ens­inn á plöt­unni og setjið inn í ofn.
  8. Setjið kök­una inn í ofn og bakið í kort­er. ÉLækkið hit­ann niður í 100°C og bakið í klukku­tíma.
  9. Geymið kök­una inni í ofni yfir nótt og setjið á hana dag­inn eft­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert