Bjarki býður upp á reyk-laxatarta

Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri hjá fiskversluninni Hafinu deilir með lesendum uppskrift …
Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri hjá fiskversluninni Hafinu deilir með lesendum uppskrift að þessum ljúffenga forrétt með reyktum og ferskum laxi. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Gunn­ars­son versl­un­ar­stjóri hjá fisk­versl­un­inni Haf­inu elsk­ar fátt meira en að mat­reiða og búa til ljúf­fenga rétti um hátíðirn­ar. Nú stytt­ist óðum í þrett­ánd­ann, síðasta dag jóla sem framund­an er þann 6. janú­ar næst­kom­andi og þá er lag að nota tæki­færið og gera vel við sig með góðu sjáv­ar­fangi. Hann ætl­ar til að mynda að bjóða upp á þenn­an ljúf­fenga laxat­art­ar með reykt­um og fersk­um lax.

Bjarki er Reyðfirðing­ur og lærður kjötiðnaðarmaður og mat­reiðslu­meist­ari, hef­ur mik­inn áhuga á villi­bráð og stund­ar skot­veiði.

Bjarki Gunnarsson er matreiðslumeisari og kjötiðnaðarmaður að mennt. Hann veit …
Bjarki Gunn­ars­son er mat­reiðslu­meis­ari og kjötiðnaðarmaður að mennt. Hann veit fátt skemmti­leg­ar en að nostra við mat­ar­gerð yfir hátíðirn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Fjöl­skyld­an og jóla­hátíðin er í miklu upp­á­haldi hjá mér, sam­vera og góður mat­ur þá í for­grunni. Ég er versl­un­ar­stjóri hjá Haf­inu fisk­versl­un­inni í Hlíðasmára ásamt því að sjá um vöruþróun þar. Við fjöl­skyld­an erum mikið jóla­fólk, hvort sem það er að skreyta eða mat­búa um jóla­hátíðina. Heima er stöðugt verið að stúss­ast við ýmsa mat­ar­gerð meira og minna frá miðjum nóv­em­ber og fram yfir þrett­ánd­ann, allt frá bakstri, laufa­brauðsgerð frá grunni, að grafa og reykja villi­bráð, fara í paté-gerð og gera eft­ir­rétti svo fátt sé nefnt,“ seg­ir Bjarki og bæt­ir við að hann haldi fast í mat­ar­hefðir.

Vinna mikið með upp­skrift­ir frá mæðrum sín­um og ömm­um

„Við vinn­um mikið með eig­in upp­skrift­ir ásamt upp­skrift­um frá mæðrum og ömm­um okk­ar hjóna, upp­skrift­ir sem ganga í erfðir. Til að mynda finnst mér ómiss­andi að vera með rjúp­ur á gamla mát­ann yfir hátíðirn­ar. Síðan er það jóla­graut­ur­inn hjá kon­unni sem er ávallt í há­deg­inu á aðfanga­dag með möndl­unni og heitri kara­mellusósu. Við bjóðum ávallt upp á smá­rétta­hlaðborð stuttu fyr­ir Þor­láks­messu, eða við höf­um það með jóla­grautn­um í há­deg­inu á aðfanga­dag, bara hvað hent­ar hverju sinni. Humarsúp­an og reyk-laxat­art­ar eru ómiss­andi for­rétt­ir um ára­mót­in eða kring­um þrett­ánd­ann.“

Mig lang­ar ein­mitt að deila með les­end­um upp­skrift­inni að reyk-laxa­tört­um sem til­valið er að út­búa á nýja ár­inu eða jafn­vel með síðustu jóla­máltíðinni á þrett­ánd­an­um. Við ger­um þenn­an rétt ávallt um ára­mót­in, hann klikk­ar ekki.“

Bjarki býður upp á reyk-laxatarta

Vista Prenta

Reyk-laxat­art­ar

Fyr­ir 6

  • 300 g reykt­ur lax, skor­inn í litla ten­inga
  • 300 g fersk­ur lax, skor­inn í litla ten­inga
  • 45 g kapers smár
  • 15 g graslauk­ur, fersk­ur, smátt saxaður
  • 12 g chilli ferskt, smátt saxað ( má sleppa )
  • 10 g kórí­and­er, ferskt, smátt saxað( má sleppa )
  • Safi úr 1 sítr­ónu
  • Svart­ur pip­ar úr kvörn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel sam­an í skál og mótið í litla hringi.
  2. Setjið á disk ofan á, til dæm­is ferskt kletta­sal­at eða annað sal­at að eig­in vali.
  3. Eða ofan á ristað súr­deigs­brauð.
  4. Berið fram með fersk­um sítr­ónu­bát og pip­ar­rót­arsósu (sjá upp­skrift­ina fyr­ir neðan).

Pip­ar­rót­arsósa

  • 500 g maj­ónes
  • 250 g sýrður rjómi, 18%
  • 85 g pip­ar­rót
  • 30 g maple síróp
  • Smátt rif­inn börk­ur af ½ límónu
  • Salt úr kvörn eft­ir smekk
  • Svart­ur pip­ar úr kvörn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið sam­an í skál og smakkað til með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  2. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert