Gurrý djúsar sig í gang á nýju ári

Unnur Guðríður Indriðadóttir, ávallt kölluð Gurrý, djúsar sig í gang …
Unnur Guðríður Indriðadóttir, ávallt kölluð Gurrý, djúsar sig í gang í janúar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gurrý Indriðadótt­ir, markaðsstjóri hjá Lemon, er byrjuð að und­ir­búa sig fyr­ir mat­ar­venj­urn­ar í janú­ar eft­ir að hafa verið í mat­ar­dekri fyr­ir hátíðirn­ar. Hún seg­ist ávallt finna fyr­ir ákveðnum létti í janú­ar þegar hún er búin að djúsa sig í gang og færa sig yfir í létt­ari mat­seðil.

„Ég fagna des­em­ber ár hvert, aðvent­an er stemn­ing­ar­tími þar sem sam­veru­stund­ir með vin­um og fjöl­skyldu eru í fyr­ir­rúmi. Þetta er mánuður­inn sem maður leyf­ir sér allt í mat og drykk. Yfir jól­in borða ég mikið af reyktu kjöti og vakna nán­ast alla daga með pulsuputta, en ég meina hver er ekki þannig,“ seg­ir Gurrý og hlær.

„Ég nenni ekki að hugsa um þetta í des­em­ber, leyfi mér bara að njóta en svo reyni ég að hafa janú­ar frek­ar létt­an. Tek djús­dag við og við, bara til að koma mér í gang aft­ur og losna við allt reykta kjötið úr kerf­inu. Yf­ir­leitt borða ég eitt­hvað létt með djús­deg­in­um, fæ mér til dæm­is haf­graut á morgn­ana og sal­at eða súpu um kvöldið. En það fer al­veg eft­ir því hvernig ég er stemmd og það er alltaf best að hlusta á lík­amann og finna hvað hent­ar manni best,“ seg­ir Gurrý. Ég hef verið að vinna með Det­ox-pakka Tobbu Marinós og sell­e­rísafa þessa dag­ana, það er ótrú­legt hvað þess­ir saf­ar geta skolað burt des­em­bersukk­inu.

Saf­arn­ir henn­ar Tobbu rjúka út

Eft­ir að Tobba Marinós seldi Granóla­bar­inn þá gáf­um við vör­um henn­ar annað heim­ili á Lemon, þar á meðal Det­ox-pakk­an­um og sell­e­rí­hreins­un­inni. Þess­ir saf­ar hafa rokið út hjá okk­ur enda eru þeir ekki bara góðir, þeir virka. Saf­arn­ir fara í sölu í Hag­kaup á næst­unni en eru nú til sölu á vefsíðu Lemon. Þú pant­ar einn dag, get­ur bætt við sell­e­rísafa eða engi­fersafa og svo sótt næsta virka dag á þeim Lemon-stað sem hent­ar best,“ seg­ir Gurrý og bæt­ir við að þetta sé eitt­hvað sem virk­ar fyr­ir marga.

„Á Lemon bjóðum við upp á þrenns kon­ar pakka fyr­ir safa­hreins­un, Lemon Six pack, Det­oxpakka Tobbu og sell­e­rí­hreins­un Tobbu. Við setj­um engi­fer og sítr­ónu í meiri­hlut­ann af djús­un­um, því engi­fer dreg­ur er bólg­um og örv­ar melt­ing­ar­veg­inn og sítr­ón­ur eru rík­ar af C víta­míni og inni­halda hátt hlut­fall af kalí­um.“

Þeir sem luma á safa­vél heima og vilja prófa að út­búa sér djús heima þá feng­um við upp­skrift hjá Gurrý að Túr­merik­bomb­unni sem er sögð vera bólgu­eyðandi, hreins­andi og góð gegn svita­köst­um í tíðar­hvörf­um.

Túrmerikbomban er sögð vera bólgueyðandi, hreinsandi og góð gegn svitaköstum …
Túr­merik­bom­b­an er sögð vera bólgu­eyðandi, hreins­andi og góð gegn svita­köst­um í tíðar­hvörf­um. Unsplash/​Osha Key

Gurrý djúsar sig í gang á nýju ári

Vista Prenta

Túr­merik­bom­b­an

  • 25 g túr­merik
  • ¼ sítr­óna
  • 300 g gul­ræt­ur
  • 400 g epli
  • 0,5 g pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið túr­merik, sítr­ónu, gul­ræt­ur og epli í djús­vél og blandið vel.
  2. Hellið síðan safa í glas og setjið pip­ar út í og hrærið.
  3. Síðan er bara að drekka og njóta hvers sopa.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert