Rækjukokteill með avókadó og mangó sem gleður bragðlaukana

Skemmtileg útfærsla á rækjukokteil með avókadó og mangó.
Skemmtileg útfærsla á rækjukokteil með avókadó og mangó. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Til eru marg­ar út­færsl­ur af rækju­kokteil og hann nýt­ur ávallt vin­sælda. Nú er helgi fram und­an og upp­lagt að gera vel við sig síðustu jóla­dag­ana og skella í ljúf­feng­an rækju­kokteil sem gleður bragðlauk­ana.

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar á heiður­inn af þess­um frá­bæra rækju­kokteil sem vel er hægt að mæla með. Í þess­um er til að mynda avóka­dó og mangó sem gera kokteil­inn fersk­an og braggóðan.

<div> <div></​div> <div> <div></​div> <div></​div> </​div> </​div><div></​div><div></​div><div> <div>View this post on In­sta­gram</​div> </​div>

<a href="htt­ps://​www.in­sta­gram.com/​reel/​DDuygR-gyJN/?​ut­m_­source=ig_­em­bed&amp;ut­m_campaign=loa­ding" tar­get="_blank">A post shared by Gotterí og ger­sem­ar (@gotter­i­og­ger­sem­ar)</​a>

Rækjukokteill með avókadó og mangó sem gleður bragðlaukana

Vista Prenta

Rækju­kokteill með avóka­dó og mangó

Fyr­ir 6

  • 500 g stór­ar rækj­ur
  • 1 sítr­óna (saf­inn)
  • 1 mangó
  • 1 avóka­dó
  • ½ rauðlauk­ur
  • 2 msk. kórí­and­er
  • 2 hvít­lauksrif (rif­in)
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Sal­at til að skreyta með
  • Chilli-maj­ónes (sjá upp­skrift hér að neðan)

Aðferð:

  1. Skolið og þerrið rækj­urn­ar vel.
  2. Skerið mangó og avóka­dó smátt niður og saxið rauðlauk og kórí­and­er.
  3. Kreistið sítr­ónusaf­ann yfir rækj­urn­ar og blandið síðan öll­um öðrum hrá­efn­um sam­an við.
  4. Blandið öllu vel sam­an og skiptið niður í fal­leg glös á fæti.
  5. Skreytið með kál­blaði og toppið með chilli-maj­ónesi.

Chilli-maj­ónes

  • 100 g sýrður rjómi
  • 100 g maj­ónes
  • 2 msk. Sriracha-sósa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Pískið allt sam­an í skál og njótið með rækj­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert