Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem fékk 10 í einkunn

Girnilegur taílenskur hnetukjúklingaréttur borinn fram með hrísgrjónum.
Girnilegur taílenskur hnetukjúklingaréttur borinn fram með hrísgrjónum. Ljósmynd/Andrea Gunnars

Mörg­um finnst kær­komið að fá létt­ari rétti á nýju ári eft­ir all­ar kræs­ing­arn­ar. Andrea Gunn­ars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari sem held­ur úti sinni eig­in upp­skrift­asíðu prófaði þenn­an rétt á dög­un­um en hún fann upp­skrift­ina á Pin­t­erest.

Þetta er tæl­ensk­ur kasjúhnetukjúk­linga­rétt­ur sem hún seg­ir vera al­veg brjálæðis­lega góðan og heim­il­is­faðir­inn hafi gefið rétt­in­um 10 í ein­kunn. Nú er bara að prófa og sjá hvort þessi slái ekki í gegn.

Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem fékk 10 í einkunn

Vista Prenta

Taí­lensk­ur kasjúhnetukjúk­linga­rétt­ur

  • 500 g kjúk­linga­bring­ur, skorn­ar í munn­bita
  • ½ tsk. salt
  • 2 msk. sojasósa
  • 3 msk. korn­sterkja
  • 2 sóló hvít­lauk­ar, fín­hakkaðir
  • ½ msk. engi­fer­duft
  • 1-2 stk. fersk­ir rauðir chili, skorn­ir í sneiðar
  • 6 stk. þurrkaður kín­versk­ur chili pip­ar, skor­inn í tvennt (fæst í asísk­um búðum)
  • Hýði af hálfri sítr­ónu
  • 1 búnt vor­lauk­ur, hvíti og ljós­græni part­ur­inn skorn­ir í 1 cm bita og græni part­ur­inn í 2 cm
  • 1 lauk­ur, skor­inn í þykk­ar sneiðar
  • 3 msk. bragðdauf olía
  • ¾ bolli ristaðar og saltaðar kasjúhnet­ur

Sós­an

  • 1 msk. korn­sterkja
  • 1 ½ msk. ostrusósa
  • 2 tsk. dökk sojasósa (fæst í asísk­um búðum)
  • 1 msk. fiskisósa
  • 1 msk. epla­e­dik
  • 3 msk. púður­syk­ur
  • 1 bolli kjúk­linga­soð

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­linga­bring­urn­ar (skorn­ar í munn­bita), 3 msk. korn­sterkju, ½ tsk. salt og 2 msk. sojasósu sam­an í skál og blandið öllu vel sam­an.
  2. Látið standa í 15 mín­út­ur.
  3. Á meðan kjúk­ling­ur­inn marín­er­ast er annað und­ir­búið.
  4. Blandið öll­um sósu­hrá­efn­un­um sam­an í lít­illi skál og setjið til hliðar.
  5. Setjið hvít­lauk, fersk­an chili pip­ar, þurrkaðan chili pip­ar, engi­fer­duft, hvíta og ljós­græna part­inn af vor­laukn­um, börk af hálfri sítr­ónu og lauk sam­an í skál og setjið til hliðar.
  6. Setjið dökk­græna part­inn af vor­laukn­um og kasjúhnet­ur sam­an í skál og setjið til hliðar.
  7. Hitið 3 msk. af olíu á rúm­góðri pönnu.
  8. Þegar olí­an er orðin mjög heit er kjúk­ling­ur­inn sett­ur á pönn­una og steikt­ur þar til hann er eldaður í gegn og kom­inn með fal­lega steik­ing­ar­húð.
  9. Takið af pönn­unni og setjið til hliðar.
  10. Bætið smá meiri olíu á pönn­una ef ykk­ur finnst þurfa og steikið allt græn­metið sam­an á pönn­unni í nokkr­ar mín­út­ur.
  11.  
  12. Bætið næst kjúk­lingn­um og sós­unni á pönn­una og blandið öllu mjög vel sam­an.
  13. Lækkið hit­ann á lág­an og látið þetta malla í 5 mín­út­ur eða þar til öll ed­ikslykt er horf­in.
  14. Slökkvið und­ir pönn­unni og setjið dökk­græna part­inn af vor­laukn­um og kasjúhnet­urn­ar á pönn­una og blandið þessu öllu mjög vel sam­an.
  15. Berið rétt­inn strax fram með hrís­grjón­um og sojasósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert