Vigdís tekur við stöðu markaðsstjóra Nettó

Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó.
Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Ljósmynd/Aðsend

Vig­dís Guðjohnsen hef­ur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Vig­dís hef­ur víðtæka þekk­ingu og yfir tíu ára reynslu af markaðsmá­l­um, með sér­stakri áherslu á stjórn­un­ar­hlut­verk og markaðsstefnu. Þá hef­ur hún sér­hæft sig í markaðssetn­ingu sam­fé­lags­ábyrgðar að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Nettó.

Vig­dís tek­ur við af Helgu Dís Jak­obs­dótt­ur sem hef­ur sinnt stöðu markaðsstjóra Nettó og mun taka við stöðu vöru­flokka­stjóra á inn­kaupa- og vöru­stýr­ing­ar­sviði Sam­kaupa að loknu fæðing­ar­or­lofi. 

Kem­ur frá flug­fé­lag­inu Play

Vig­dís kem­ur til Sam­kaupa frá flug­fé­lag­inu Play þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri og bar ábyrgð á markaðs- og ímynd­ar­mál­um fé­lags­ins, upp­bygg­ingu vörumerk­is­ins í gríðarlega hröðum vexti og þróun og fram­kvæmd um­fangs­mik­ill­ar markaðsáætl­un­ar á alþjóðavett­vangi. Þar áður starfaði hún sem markaðsstjóri Skelj­ungs.

„Við erum virki­lega ánægð að fá Vig­dísi til starfa enda býr hún yfir gíf­ur­lega öfl­ugri starfs­reynslu og er mik­ill sér­fræðing­ur á sínu sviði. Við erum búin að vera í mik­illi vinnu að styrkja Nettó á lág­vörumarkaði ásamt ýms­um þátt­um inn­an fyr­ir­tæk­is­ins með það að mark­miði að bjóða viðskipta­vin­um okk­ar upp á bestu mögu­legu þjón­ustu og verð. Það eru spenn­andi tím­ar fram und­an hjá Nettó og Sam­kaup­um og ég er full­viss um að Vig­dís mun hafa í nægu að snú­astá næstu miss­er­um,“ er haft eft­ir Gunnu Líf Gunn­ars­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar- og mannauðssviðs.

„Dag­vörumarkaður­inn er spenn­andi geiri þar sem hlut­ir ger­ast hratt og það er alltaf nóg að gera, og í þannig um­hverfi þrífst ég best. Á sama tíma er spenn­andi að fá þetta tæki­færi að fá taka þátt í að móta markaðsmál Nettó sem er frá­bær versl­un á verðmætri veg­ferð að verða sam­keppn­is­hæf­ari á markaði, og ég hlakka því til að ganga til liðs við öfl­ugt fyr­ir­tæki eins og Sam­kaup,“ seg­ir Vig­dís.

Reka 60 versl­an­ir

Sam­kaup reka 60 versl­an­ir víðs veg­ar um landið. Þær spanna allt frá lág­vöru­verðsversl­un­um til þæg­inda­versl­ana. Helstu versl­ana­merki Sam­kaupa eru Nettó, Kjör­búðin, Kram­búðin, Há­skóla­búðin, Ice­land og Sam­kaup strax.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert