Eftirréttur ársins 2024 hjá Elenoru

Elenora Rós Georgsdóttir galdraði fram eftirrétt ársins 2024 úr sinni …
Elenora Rós Georgsdóttir galdraði fram eftirrétt ársins 2024 úr sinni smiðju fyrir fylgjendur sína á dögunum. Samsett mynd

Súkkulaðimús með Sterk­um djúp­um með rís­botni er eft­ir­rétt­ur árs­ins 2024 hjá Elen­oru Rós Georgs­dótt­ur bak­ara sem hef­ur brætt lands­menn með út­geisl­un sinni og ein­lægri fram­komu.

Hún galdraði fram þessa bragðgóðu mús fyr­ir fylgj­end­ur sína á dög­un­um og skreytti hana með stjörnu­ljósi.

„Mús­in er hlægi­lega ein­föld, silkimjúk og fá­rán­lega bragðgóð. Hún gjör­sam­lega bráðnar í munni og heill­ar alla upp úr skón­um,“ seg­ir Elen­ora með bros á vör.

„Mús­in er til­val­inn eft­ir­rétt­ur sem auðvelt er að henda í þegar nóg annað er að gera, geym­ist vel og renn­ur ljúft niður enda jafn fal­leg og hún er góð,“ bæt­ir Elen­ora við.

Nú er bara að læra list­ina hjá Elen­oru og það gæti verið lag að kveðja jól­in á þrett­ánd­an­um með þess­ari bragðgóðu mús.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Elen­ora Rós (@bak­aranora)

Eftirréttur ársins 2024 hjá Elenoru

Vista Prenta

Súkkulaðimús­in henn­ar Elen­oru

  • 1 pk. Rís­kúl­ur
  • 300 g Súkkulaðiðstykkið Sterk­ar djúp­ur
  • 500 ml rjómi (fyr­ir mús­ina)
Til skrauts
  • 500 ml rjómi
  • Freyju súkkulaðispæn­ir
  • Fal­leg, fersk ber að eig­in vali

Aðferð:

  1. Setjið súkkulaðistykkið Sterk­ar djúp­ur í skál og brytjið það niður í smærri ein­ing­ar.
  2. Hitið næst 250 ml af rjóma í potti við væg­an hita og hellið yfir súkkulaðið.
  3. Léttþeytið það sem eft­ir er af rjóm­an­um (250 ml) þar til hann er far­inn að halda sér vel en er ekki stífþeytt­ur.
  4. Blandið súkkulaðiblönd­unni og þeytið rjóm­an­um var­lega sam­an með skeið.
  5. Myljið rís­kúl­urn­ar og setjið í botn­inn á glös­un­um eða skál­un­um sem þið viljið bera rétt­inn fram í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert