Ef ykkur langar að skála í ferskum og góðum kokteil og fagna nýja árinu um helgina er vel hægt að mæla með þessum kokteil. Í honum er meðal annars epla- og sítrónusafi, fersk mynta og engifersneiðar. Ef þið viljið hafa hann óáfengan er lítið mál að sleppa romminum og setja sódavatn í staðinn.
Epla-, myntu- og engiferkokteill
- 45 ml dökkt romm
- 30 ml eplasafi
- 15 ml sítrónusafi
- 1 cl lyles golden síróp eða annað síróp að eigin vali
- 2 – 3 greinar mynta frá VAXA
- 3 engifersneiðar
- Lítil klípa af salti
- Klakar eftir smekk
Aðferð:
- Skerið engiferið smátt.
- Setjið öll hráefnin í kokteilhristara og hristið vel saman.
- Getið líka sett myntuna og engifersneiðarnar í mortél og marið áður en þið setjið í kokteilhristarann.
- Geymið þó nokkur myntulauf til skreytinga.
- Bætið klökum út í kokteilhristarann og hristið í um það bil 15 sekúndur.
- Sigtið og hellið í fallegt glas með klökum.
- Skreytið að lokum með myntulaufum.