Epla-, myntu- og engiferkokteill sem steinliggur fyrstu helgi ársins

Ferskur og bragðgóður kokteil þar sem fersk mynta og engifer …
Ferskur og bragðgóður kokteil þar sem fersk mynta og engifer eru í forgrunni. Ljósmynd/Aðsend

Ef ykk­ur lang­ar að skála í fersk­um og góðum kokteil og fagna nýja ár­inu um helg­ina er vel hægt að mæla með þess­um kokteil. Í hon­um er meðal ann­ars epla- og sítr­ónusafi, fersk mynta og engi­fersneiðar. Ef þið viljið hafa hann óá­feng­an er lítið mál að sleppa romm­in­um og setja sóda­vatn í staðinn.

Epla-, myntu- og engiferkokteill sem steinliggur fyrstu helgi ársins

Vista Prenta

Epla-, myntu- og engi­ferkokteill

  • 45 ml dökkt romm
  • 30 ml eplasafi
  • 15 ml sítr­ónusafi
  • 1 cl lyles gold­en síróp eða annað síróp að eig­in vali
  • 2 – 3 grein­ar mynta frá VAXA
  • 3 engi­fersneiðar
  • Lít­il klípa af salti
  • Klak­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið engi­ferið smátt.
  2. Setjið öll hrá­efn­in í kokteil­hrist­ara og hristið vel sam­an.
  3. Getið líka sett mynt­una og engi­fersneiðarn­ar í mortél og marið áður en þið setjið í kokteil­hrist­ar­ann.
  4. Geymið þó nokk­ur myntu­lauf til skreyt­inga.
  5. Bætið klök­um út í kokteil­hrist­ar­ann og hristið í um það bil 15 sek­únd­ur.
  6. Sigtið og hellið í fal­legt glas með klök­um.
  7. Skreytið að lok­um með myntu­lauf­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert