Nina Métayer sæmd frönsku heiðursorðunni

Nina Métayer, alheimskökugerðarmaður ársins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Ordre national …
Nina Métayer, alheimskökugerðarmaður ársins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Ordre national du Mérite Ordre national du Mérite (France) — Wikipédia, fyrir störf sín. Samsett mynd

Í des­em­ber síðastliðnum var Nina Métayer, al­heims­köku­gerðarmaður árs­ins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Or­dre nati­onal du Mé­rite Or­dre nati­onal du Mé­rite (France) — Wikipé­dia, fyr­ir störf sín. Það þykir mik­ill heiður í heimi bak­araiðngrein­ar­inn­ar.

At­höfn­in fór fram í Frakklandi, í Par­ís­ar­borg á Hót­el de Ville de Par­is. Borg­ar­stjóri Par­ís­ar Anne Hi­dal­go, Bell­ini siðameist­ari og teymi hans stóðu fyr­ir halda verðlauna­at­höfn­ina sem var hin glæsi­leg­asta í alla staði.

Métayer, hef­ur hlotið fjöld­ann all­an af viður­kenn­ing­um meðal ann­ars verið gerð að heiður­borg­ara í fæðing­ar­borg sinni La Rochelle. Orðunni var komið á lagg­irn­ar hinn 3. des­em­ber 1963 af Char­les de Gaulle Frakk­lands­for­seta og er hún veitt framúrsk­ar­andi ein­stak­ling­um bæði inn­lend­um sem er­lend­um. Hún er í fremstu röð köku­gerðarfólks í heim­in­um og er sú kona sem lengst hef­ur náð í iðngrein­inni. Nina er með tæpa 400.000 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram síðu sinni og er stjarna í heima­land­inu.

Nina Métayer flytur þakkarræðu sína þar sem hún þakkar meðal …
Nina Métayer flyt­ur þakk­arræðu sína þar sem hún þakk­ar meðal ann­ars Guillaume Gomez, sendi­herra mat­ar­gerðarlist­ar fyr­ir hans fram­lag. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Tákn­rænt, áhrifa­mikið og merki­legt

Í þakk­arræðu sinni sagði Métayer, eft­ir­far­andi: „Kær­ar þakk­ir til Guillaume Gomez, sendi­herra mat­ar­gerðarlist­ar og per­sónu­legs full­trúa for­seta lýðveld­is­ins fyr­ir mat og mat­ar­gerðarlist, fyr­ir að sæma mig þess­ari viður­kenn­ingu. Fyr­ir mann­eskj­una sem þú ert og fyr­ir stofn­un­ina sem þú ert svo tákn­rænn fyr­ir, var það virki­lega tákn­rænt, áhrifa­mikið og merki­legt að taka á móti henni úr þínum hönd­um. Ég vil einnig segja að við, fag­fólkið, erum mjög hepp­in að hafa þig, til að und­ir­strika og meta fal­legu mat­ar­gerðina okk­ar.“

Nina Métayer og með Dominique Anract, formanni franska bakarasambandsins og …
Nina Métayer og með Dom­in­ique Anract, for­manni franska bak­ara­sam­bands­ins og UIBC heims­sam­taka bak­ara og köku­gerðarmanna. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Métayer, hélt áfram og sagði enn frem­ur: „Þessi viður­kenn­ing hefði ekki verið mögu­leg án hand­verks þíns, ástríðu þinn­ar, strang­leika þíns og sér­fræðiþekk­ing­ar. Takk fyr­ir allt,Delica­team og öll fjöl­skyld­an mín. Ég á ykk­ur allt að þakka og viður­kenn­ing­in er líka ykk­ar.

Þakk­ir til allra þeirra sem hafa leiðbeint mér og veitt mér inn­blást­ur, leiðbein­enda minna, þeirra sem gáfu mér leyfi mitt til að skapa og þeirra sem trúðu á verk mín og sem stund­um ýttu því jafn­vel út fyr­ir landa­mæri okk­ar, frá ökr­um Élysées til lofts. Ég vil gjarn­an heiðra þá fyr­ir mitt leyti, og ég vona á minn hátt að skrifa lít­inn hluta af hand­verks­braut­inni sem ég er aðeins erf­ingi að.“

Sigurður Már Guðjónsson bakarameistari og kökugerðarmaður með Ninu Métayer.
Sig­urður Már Guðjóns­son bak­ara­meist­ari og köku­gerðarmaður með Ninu Métayer. Ljós­mynd/​Aðsend

Að lok­um sendi Métayer, sér­stak­ar þakk­ir til allra gesta, vina, sam­starfsaðila og emb­ætt­is­manna, sem fá sjald­an tíma, fyr­ir að vera viðstadd­ir til að deila þess­ari stund með henni.

Fetaði fót­spor Sig­urðs Más

Fyr­ir þá sem ekki vita þá fetaði Métayer, í fót­spor Sig­urðar Más Guðjóns­son­ar í Bern­höfts­baka­ríi sem var al­heims­köku­gerðarmaður árs­ins 2022. Þykir það mik­ill heiður fyr­ir Ísland að eiga full­trúa í þess­um hópi og hvatn­ing fyr­ir iðngrein­ina í heild sinni hér á landi.

Sjá má mynd­ir frá at­höfn­inni sem hún birti á In­sta­gram síðu sinni hér.

Nina Métayer var útnefnd sem alheimskökugerðarmaður árið 2023 við hátíðlega …
Nina Métayer var út­nefnd sem al­heims­köku­gerðarmaður árið 2023 við hátíðlega at­höfn. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert