Guðdómlega góð ísterta sem allir verða ástfangnir af

Guðdómlega góð og falleg ísterta sem gleður öll hjörtu.
Guðdómlega góð og falleg ísterta sem gleður öll hjörtu. mbl.is/Sjöfn

Um hátíðirn­ar gerði ég þessa guðdóm­lega góðu ís­tertu með jólasúkkulaðinu frá Omnom. Bragðið af súkkulaðinu er inn­blásið af klass­íska hátíðardrykkn­um Malti & App­el­síni, app­el­sínu­berki, kanil og öðrum ljúf­feng­um krydd­um ásamt stökkri kara­mellu. Þetta bragð kem­ur rosa­lega vel út.

Síðan lagaði ég heita salt­kara­mellusósu með ís­tert­unni en ís­tert­an er líka góð án sósu. All­ir mat­ar­gest­irn­ir urðu hrein­lega ást­fangn­ir af ís­tert­unni og eru bún­ir að panta að sú verði ávallt bor­in fram í næstu jóla­boðum. Ístert­una skreytti ég með fersk­um myntu­lauf­blöðum, rifs­berj­um og fyllti gatið með fersk­um hind­berj­um. Í lok­in dreifði ég síðan minni Nóa Kroppi á disk­inn.

Það er virki­lega gam­an að velja fal­leg form þegar gera á heima­gerðan ís eða ís­tertu. Til að mynda gerði formið mjög mikið fyr­ir þessa ís­tertu og það var gam­an að skreyta hana og bera fram. Hún fang­ar bæði augu og munn.

Fallegt er að bera ístertuna fram á keramikdísk sem fangar …
Fal­legt er að bera ís­tert­una fram á kera­mik­dísk sem fang­ar augað. Þessi disk­ur er eft­ir Rögnu Ingi­mund­ar­dótt­ur kera­mik­ar. mbl.is/​Sjöfn

Guðdómlega góð ísterta sem allir verða ástfangnir af

Vista Prenta

Omnom ís­tert­an að hætti Sjafn­ar

  • 5 egg aðskil­in
  • 65 g syk­ur
  • ½ l rjómi, þeytt­ur
  • 380 g Spicy + White jólasúkkulaðið frá Omnom

Til skrauts

  • Fersk myntu­lauf frá VAXA
  • Fersk jarðarber, hind­ber og rifs­ber eft­ir smekk
  • Mini Nóa Kropp, má sleppa

Aðferð:

  1. Aðskilið egg­in og takið hvít­urn­ar frá.
  2. Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur vel sam­an þar til létt og ljóst.
  3. Bræðið 200 g af Omnom-súkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið rest.
  4. Stífþeytið rjómann í einni skál og stífþeytið eggja­hvít­urn­ar í ann­arri.
  5. Kælið brædda súkkulaðið aðeins og blandið því var­lega sam­an við eggj­ar­auðu blönd­una.
  6. Hrærið rjóm­an­um var­lega sam­an við eggj­ar­auðublönd­una ásamt söxuðu súkkulaðinu.
  7. Hrærið síðustu stífþeyttu eggja­hvít­un­um vel sam­an við ís­blönd­una en var­lega með sleikju.
  8. Setjið í meðal­stórt form og frystið í að minnsta kosti í 5 klukku­stund­ir en helst yfir nótt.
  9. Takið úr frysti 15 mín­út­um áður en bera á ís­tert­una fram.
  10. Setjið ís­tert­una á fal­leg­an disk og skreytið að vild.
  11. Hægt til að mynda að skreyta með ferskri myntu og berj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert