Meiri hollusta og minni útblástur hjá notendum Krónuappsins

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri sjálfbærnimála Krónunnar segir að Heillakarfan er …
Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri sjálfbærnimála Krónunnar segir að Heillakarfan er ákveðið tilraunaverkefni sem þau vilji þróa áfram með viðskiptavinum sínum. Samsett mynd

Not­end­ur Krónuapps­ins keyptu meira af heil­næm­um mat­væl­um þegar þróun inn­kaupa yfir árið 2024 er skoðuð sam­an­borið við fyrra ár. Í sam­an­tekt árs­ins yfir alla not­end­ur Heilla­körf­unn­ar í Krónuapp­inu má sjá að þeir juku neyslu á ávöxt­um og græn­meti og sama þróun var í kaup­um á líf­ræn­um vör­um að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Krón­unni.

Þetta sést einnig í ný­út­gefnu árs­yf­ir­liti Heilla­körf­unn­ar, að viðskipta­vin­ir hafi komið í veg fyr­ir los­un 15 tonna af kolt­víoxíði með því að mæta sjálf­ir með poka í búðina. Þótt þetta sé yf­ir­lit yfir alla not­end­ur Heilla­körf­unn­ar í gegn­um Krónuappið get­ur hver og einn not­andi séð hvernig inn­kaup hans hafa þró­ast með til­liti til holl­ustu og sjálf­bærni.

Not­end­ur safna stig­um

Á liðnu ári kynnti Krón­an til leiks nýj­ung í Krónuapp­inu, Heilla­körf­una, sem hef­ur það að mark­miði að hvetja til já­kvæðra venja í dag­leg­um inn­kaup­um viðskipta­vina. Fyr­ir Heilla­körf­una hlaut Krón­an einnig Hvatn­ing­ar­verðlaun Cred­it­in­fo og Festu fyr­ir framúrsk­ar­andi fram­tak í ný­sköp­un á sviði sjálf­bærni.

Í Heilla­körf­unni geta viðskipta­vin­ir safnað stig­um út frá sín­um kaup­um en hægt er að setja sér mánaðarleg mark­mið og fylgj­ast með ár­angr­in­um þegar líður á mánuðinn. Vör­urn­ar sem gefa stig koma úr ákveðnum flokk­um sem vald­ir eru út frá heild­rænni sýn þar sem horft er til þátta á borð við lýðheilsu og holl­ustu, um­hverfi, end­ur­nýt­ingu, umbúðir, líf­ræn­ar merk­ing­ar og sjálf­bærni­vott­an­ir.

Svona lítur skjámynd appsins út.
Svona lít­ur skjá­mynd apps­ins út. Ljós­mynd/​Aðsend

Sem dæmi hafa viðskipta­vin­ir fengið alls 375 þúsund stig fyr­ir að muna eft­ir pok­um við inn­kaup­in árið 2024. Rann­sókn­ir hafa sýnt að fram­leiðsla á pappa­poka feli í sér í kring­um 40 grömm af kolt­víoxíði. Má því áætla að með því að muna eft­ir poka hafi viðskipta­vin­ir Krón­unn­ar komið í veg fyr­ir að rúm­lega 15 tonn­um af kolt­víoxíði hafi verið sleppt út í and­rúms­loftið.

Árið þitt í Heilla­körf­unni

Nú geta all­ir not­end­ur Krónuapps­ins skoðað sitt árs­yf­ir­litið sem ger­ir þeim kleift að sjá hvernig þeir hafa staðið sig yfir árið, hvort mark­miðum hafi verið náð, hverj­ar séu þeirra vin­sæl­ustu vör­ur og hvaða vöru­flokk­ar séu í upp­á­haldi. Með árs­yf­ir­lit­inu fá viðskipta­vin­ir betri yf­ir­sýn og geta séð já­kvæð áhrif ákv­arðana þeirra á um­hverfið.

„Heillakarf­an er ákveðið til­rauna­verk­efni sem við vilj­um þróa áfram með viðskipta­vin­um okk­ar. Í gegn­um Heilla­körf­una höf­um við skapað nýja mæli­kv­arða sem er bæði áhuga­vert og gagn­legt fyr­ir okk­ur að skoða. Við sjá­um til dæm­is los­un sem komið er í veg fyr­ir með því einu að muna eft­ir poka, aukn­ingu í sölu á líf­ræn­um vör­um og ávöxt­um og græn­meti. Um 40 þúsund viðskipta­vin­ir koma í Krón­una á hverj­um degi um allt land og því get­ur hver lít­il ákvörðun haft mik­il áhrif. Eng­inn get­ur gert allt, en all­ir geta gert eitt­hvað,” er haft eft­ir Heiðdísi Ingu Hilm­ars­dótt­ir, verk­efn­is­stjóra sjálf­bærni­mála Krón­unn­ar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert