Piccolo Ristorante nýr rómantískur ítalskur veitingastaður

Augusta Akpoghene Ólafsson matreiðslumeistari hefur loks látið draum sinn rætast …
Augusta Akpoghene Ólafsson matreiðslumeistari hefur loks látið draum sinn rætast og opnað nýjan ítalskan veitingastað í hjarta borgarinnar. mbl.is/Eyþór

Augusta Akpog­hene Ólafs­son mat­reiðslu­meist­ari hef­ur loks látið draum sinn ræt­ast og opnað nýj­an ít­alsk­an veit­ingastað í hjarta borg­ar­inn­ar. Staður­inn ber heitið Ristor­an­te Piccolo og er staðsett­ur á Lauga­vegi 11, þar sem ít­ölsk mat­ar­gerð er í fyr­ir­rúmi.

Piccolo Ristorante er staðsetttur á Laugavegi 11.
Piccolo Ristor­an­te er staðsettt­ur á Lauga­vegi 11. mbl.is/​Eyþór

Augusta stundaði mat­reiðslu­nám við Syddank Er­hervs­skole Vejle árið 2015 og Aar­hustech frá 2015 til 2018. Hún vann í fjög­ur ár á ít­ölsk­um veit­ingastað í Árós­um í Dan­mörku þar sem hún bætti við kunn­áttu sína í ít­alskri mat­ar­gerð.

Eft­ir heim­kom­una til Íslands stundaði Augusta meist­ara­nám í mat­reiðslu við Mennta­skól­ann í Kópa­vogi, Hót­el og mat­væla­skól­ann á ár­un­um 2022-2023. Árið 2023 tók Augusta stórt skref á sín­um ferli með því að opna fyrsta veit­ingastaðinn sinn, sem markaði nýj­an kafla í mat­reiðslu­ferð henn­ar.

Þýðir í raun lít­ill veit­ingastaður

Hvaðan kem­ur nafnið á staðnum?

„Mig hef­ur alltaf langaði í lít­inn, kósí stað eins og þenn­an og Ristor­an­te Piccolo þýðir í raun­inni lít­ill veit­ingastaður,“ seg­ir Augusta.

Augusta á heiður­inn af mat­seðlin­um og þróaði alla rétt­ina sjálf.

„Helstu áhersl­urn­ar í mat­ar­gerðinni er ít­alsk­ur mat­ur og eft­ir­rétt­ir. Á mat­seðlin­um má finna margt sem hin mar­grómaða ít­alska mat­reiðslu­hefð hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Augusta og bæt­ir við: „Rétt­irn­ir eru fram­leidd­ir úr því besta árstíðabundna og inn­lenda hrá­efni sem völ er á hverju sinni: Allt frá hand­gerðum pasta, góm­sæt­um pítsum til eft­ir­rétta.“

Í mód­ern­ísk­um stíl sveipaður róm­an­tík

Mikið hef­ur líka verið lagt í hönn­un­ina á staðnum og fékk Augusta arki­tekt­inn Elmu Klöru Þórðardótt­ur hjá Yrki arki­tekt­um til að hanna út­litið á staðnum.

„Hér er á ferðinni mód­ern­ísk­ur ít­alsk­ur staður, þar sem áhersla var lögð á ein­falda og stíl­hreina hönn­un í efn­is- og lita­vali,“ seg­ir Augusta sem er afar ánægð með út­kom­una.

Staðurinn er hannaður í módernískum stíl. Einfaldar innréttingar, stílhreinar línur …
Staður­inn er hannaður í mód­ern­ísk­um stíl. Ein­fald­ar inn­rétt­ing­ar, stíl­hrein­ar lín­ur og inn­römmuð list bæta við nú­tíma­leg­um blæ. mbl.is/​Eyþór

Piccolo býður gest­um upp á fal­lega blöndu af nú­tíma­leg­um glæsi­leika og ít­alskri hlýju. Rýmið býr yfir fágaðri lita­töflu af jarðlit­um og mjúkri um­hverf­is­lýs­ingu sem skap­ar nota­legt en fágað and­rúms­loft. Ein­fald­ar inn­rétt­ing­ar, stíl­hrein­ar lín­ur og inn­römmuð list bæta við nú­tíma­leg­um blæ. Með vand­lega út­færðum smá­atriðum býður Piccolo upp á um­hverfi sem er eins aðlaðandi og mat­seðill­inn.

Boðið er upp á spenn­andi sam­setta mat­seðla þar sem hver disk­ur er vitn­is­b­urður um ástríðu kokks­ins. „Upp­lif­un­in eykst með víðtæk­um vín­lista með úr­vals ít­ölsk­um vín­um, fag­lega val­in til að full­komna máltíðina.“

„Ég hugsa um Piccolo Ristor­an­te sem hið full­komna um­hverfi fyr­ir róm­an­tískt kvöld, sér­staka viðburði eða ein­fald­lega til að gera sér dagamun. Mín ósk er að mat­ar­gest­ir upp­götvi hjarta ít­alskr­ar mat­ar­gerðar í miðborg Reykja­vík­ur á stað þar sem hver biti er ferð til Miðjarðar­hafs­ins,“ seg­ir Augusta að lok­um og hlakk­ar mikið til að taka á móti gest­um framtíðar­inn­ar og blómstra í eld­hús­inu.

 

 

Huggulegheit eru í forgrunni.
Huggu­leg­heit eru í for­grunni. mbl.is/​Eyþór
Stílhreint og fágað yfirbragð.
Stíl­hreint og fágað yf­ir­bragð. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert