Heljarhreðjar eru ómissandi hluti af þorrahlaðborðinu

Þorrakóngurinn Jóhannes Stefánsson hjá Múlakaffi hefur selt þorramat í yfir …
Þorrakóngurinn Jóhannes Stefánsson hjá Múlakaffi hefur selt þorramat í yfir hálfa öld og segir að staðurinn standi vörð um þorrahefðirnar. Ljósmynd/Aðsend

Nú þegar aðvent­unni er lokið og nýtt ár gengið í garð tek­ur þorr­inn við með öll­um sín­um hefðum og þorra­blót­um af öll­um stærðum og gerðum. Þorramat­ur­inn er ein af alda­göml­um mat­ar­hefðum okk­ar Íslend­inga og er það í raun ákveðið af­rek að okk­ur hafi tek­ist að varðveita mat­ar­sögu okk­ar eins vel og raun ber vitni.

Múlakaffi hef­ur selt þorramat í yfir hálfa öld og hafa mat­reiðslu­menn­irn­ir þar fengið gælu­nafnið kon­ung­ar þorr­ans; þar fer fremst­ur í flokki þorrakóng­ur­inn sjálf­ur, Jó­hann­es Stef­áns­son. Það má með sanni segja að Múlakaffi standi vörð um þorra­hefðirn­ar og það staðfest­ir Jó­hann­es hér.

„Þjóðleg ís­lensk mat­ar­menn­ing er okk­ur í Múlakaffi í blóð bor­in, enda höf­um við lagað og selt þorramat í yfir hálfa öld,“ seg­ir Jó­hann­es, spurður hvaða þýðingu þorr­inn hafi í hans huga.

„Það sem við erum stolt­ust af er sérstaðan okk­ar sem felst í því að við lög­um sjálf all­an súrmat­inn og not­umst við okk­ar eig­in mysu­upp­skrift og aldagaml­ar ís­lensk­ar aðferðir, það leika það fáir eft­ir hér­lend­is, ef ein­hverj­ir,“ bæt­ir Jó­hann­es við.

Mikill metnaður er lagður í þorrahlaðborðin og fjölbreytnin í forgrunni.
Mik­ill metnaður er lagður í þorra­hlaðborðin og fjöl­breytn­in í for­grunni. Ljós­mynd/​Aðsend

Blessuðu pung­arn­ir koma í hús í sept­em­ber

Súr­vinnsla á þorramat er ferli sem tek­ur lang­an tíma og hefst hún yf­ir­leitt á haust­in. Guðjón Harðar­son, yf­ir­mat­reiðslumaður mötu­neyta hjá Múlakaffi, hef­ur veg og vanda af þorramatn­um og ligg­ur bein­ast við að spyrja hann hvernig þetta allt sam­an fer fram.

„Und­ir­bún­ing­ur­inn hjá okk­ur hefst í sept­em­ber þegar við fáum blessaða pung­ana í hús. Þeir eru ómiss­andi hluti af þorra­hlaðborðinu og ganga oft und­ir gælu­nafn­inu helj­ar­hreðjar hjá okk­ur í Múlakaffi. Við fáum pung­ana frosna, svo fara þeir í hefðbundna út­vötn­un, eru svo soðnir og kæld­ir og lagðir í mysu eft­ir okk­ar eig­in upp­skrift. Sama gild­ir um lunda­bagg­ana. Þá tök­um við úr­beinuð lambaslög, rúll­um þeim upp og setj­um í net, svo eru þau soðin og kæld og lögð í mysu. Svo súrs­um við lifr­ar­pylsu og hval og lög­um auðvitað síld­ina, róf­u­stöpp­una og all­an heita mat­inn,“ bæt­ir Guðjón við.

Súru sviðakjamm­arn­ir eru upp­á­hald margra þorra­blóts­gesta en þau eru löguð þannig að sviðin eru soðin og allt kjöt pillað af kjamm­an­um. Því næst eru þau kæld og lögð í mysu.

„Lyk­il­atriðið er að við not­um soðið af sviðunum til að laga sviðasult­una, sem er svo bor­in fram bæði súr og sem ný­meti, heims­ins besta sviðasulta.“

Þorramaturinn er ein af aldagömlum matarhefðum okkar Íslendinga.
Þorramat­ur­inn er ein af alda­göml­um mat­ar­hefðum okk­ar Íslend­inga. Ljós­mynd/​Aðsend

Und­ir­bún­ings­tím­inn trygg­ir rétta út­komu

Það er ein­mitt langi und­ir­bún­ings­tím­inn sem trygg­ir rétta út­komu.

„Ferlið bygg­ist á göml­um hefðum og það er lyk­il­atriði að fylgj­ast vand­lega með fram­vind­unni. Við mæl­um sýru­stigið viku­lega og svo þarf að skipta reglu­lega um mysu til þess að full­komna bragðið,“ bæt­ir Guðjón við að lok­um.

Það rík­ir því sann­kölluð þorra­stemn­ing í Múlakaffi og í ár verður tekið for­skot á sæl­una. Byrjað verður að af­henda þorratrog­in sí­vin­sælu föstu­dag­inn 10. janú­ar næst­kom­andi og sem fyrr er hægt að panta þau á vefsíðu Múlakaff­is.

 

 

Það styttist óðum í bóndadaginn og er spurning hvort þetta …
Það stytt­ist óðum í bónda­dag­inn og er spurn­ing hvort þetta verður aðalmat­ur­inn á diskn­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert