Ljúffengar fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilíku

Fylltar kjúklingabringur með mozzarellakúlum og ferskri basilíku eiga vel við …
Fylltar kjúklingabringur með mozzarellakúlum og ferskri basilíku eiga vel við í miðri viku. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi kjúk­linga­rétt­ur er bæði ein­fald­ur og ljúf­feng­ur og á vel við í miðri viku. Hann er með fersk­um mozzar­ella­kúl­um með basilíku sem gefa ein­stak­lega gott bragð. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar en hún hef­ur mikið dá­læti af rétt­um sem ein­falt er að mat­reiða og passa vel fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Ljúffengar fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilíku

Vista Prenta

Fyllt­ar kjúk­linga­bring­ur með mozzar­ella og basilíku

Fyr­ir 4

  • 4 stk. kjúk­linga­bring­ur
  • 200 g spínat
  • 2 hvít­lauksrif
  • 150 g hreinn rjóma­ost­ur
  • 50 g Goðdala Reyk­ir, rif­inn
  • 2 pískuð egg
  • ljós brauðrasp­ur eft­ir smekk
  • 8 tsk. rautt pestó
  • 12 stk. mozzella­kúl­ur með basilíku
  • fersk basilíka eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • matarol­íu­sprey
  • ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið hverja kjúk­linga­bringu í sterk­an poka og fletjið út með buff­hamri.
  2. Steikið hvít­lauk og spínat upp úr ólífu­olíu þar til það mýk­ist.
  3. Saltið og piprið eft­ir smekk.
  4. Stappið sam­an spínati, rjóma­osti og rifn­um Goðdala Reyki.
  5. Leggið til hliðar.
  6. Setjið vel af spínatblönd­unni við end­ann á hverri kjúk­linga­bringu, rúllið upp og reynið að vefja end­ana inn und­ir.
  7. Veltið upp úr eggi og því næst brauðraspi.
  8. Leggið á ofnskúffu og reynið að þjappa end­un­um aðeins und­ir, samt líka allt í lagi þó að það leki smá spínatblanda út.
  9. Spreyið vel með matarol­íu­spreyi og bakið í 220°C heit­um ofni í 25 mín­út­ur.
  10. Takið kjúk­linga­rétt­inn úr ofn­in­um.
  11. Setjið 2 tsk. af rauðu pestói yfir hverja bringu og raðið 3 mozzar­ella-kúl­um með basilíku þar ofan á.
  12. Setjið í ofn­inn aft­ur í um 5 mín­út­ur.
  13. Að lok­um má strá smá af ferskri basilíku yfir bring­urn­ar.
  14. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert