Innköllun á Mild Chunky salsasósu vegna aðskotahlutar

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu …
Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Mild Chunky salsasósu frá Old Fashioned Cheese. Ljósmynd/Aðsend

Aðföng, að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur, hef­ur stöðvað sölu og innkallað frá neyt­end­um Mild Chun­ky salsasósu frá Old Fashi­o­ned Cheese (OFC). Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Aðföng­um og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur.

Ástæða inn­köll­un­ar er sú að aðskota­hlut­ur, gler­brot, fannst í einni krukku.

Hver er hætt­an?

Gler­brot í mat­væl­um geta valdið neyt­end­um skaða.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

Vörumerki: Old Fashi­o­ned Cheese (OFC)

Vöru­heiti: Mild Chun­ky Salsa

Geymsluþol: Best fyr­ir 16-02-2025 ( EXP 16 FEB 2025 )

Lot­u­núm­er: MCSP 24-047 001

Strika­merki: 048707444215

Net­tó­magn: 425 g

Fram­leiðandi: Old Fashi­o­ned Foods, Inc.

Fram­leiðslu­land: Banda­rík­in

Heiti og heim­il­is­fang fyr­ir­tæk­is sem innkall­ar vöru: Aðföng, Skútu­vogi 7-9, 104 Reykja­vík.

Dreif­ing hef­ur verið í versl­an­ir Hag­kaupa og Bón­uss um land allt.

Leiðbein­ing­ar til neyt­enda

Neyt­end­ur sem keypt hafa um­rædda vöru eru beðnir um að neyta henn­ar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versl­un­inni þar sem hún var keypt gegn fullri end­ur­greiðslu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um inn­köll­un er að finna hjá gæðastjóra Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegn­um net­fangið gm@adfong.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert