Kransakakan fyrir kampavínsflöskuna sló í gegn

Falleg framsetning á guðaveigum og kræsingum sem steinliggja þegar veislu …
Falleg framsetning á guðaveigum og kræsingum sem steinliggja þegar veislu skal gjöra. Ljósmynd/Sjöfn

Um ára­mót­in pantaði ég kran­sa­köku­hring hjá Bern­höfts­baka­ríi og litla kran­sa­köku­bita þar sem mig langaði til að bjóða upp á kran­sa­köku, bit­ana og fersk ís­lensk jarðarber með kampa­vín­inu þegar nýja ár­inu var fagnað.

Dan­ir hafa til að mynda þann sið að bjóða upp á kran­sa­köku og kampa­vín á ára­mót­un­um og gam­an að sjá hversu marg­ir halda í þá hefð og meðal ann­ars þeir Íslend­ing­ar sem hafa dval­ist þar á ára­mót­um.

Hefðin hjá mér og mín­um er að bjóða upp á kokteil­snitt­ur með freyðandi drykkj­um þegar nýju ári er fagnað og nýj­asta viðbót­in við veislukræs­ing­arn­ar er kran­sakak­an og bitarn­ir.

Kransakakan og kransakökubitarnir parasta afar vel með freyðandi drykkjum. Mjög …
Kran­sakak­an og kran­sa­köku­bitarn­ir parasta afar vel með freyðandi drykkj­um. Mjög hátíðlegt yf­ir­bragð að tvinna þessu sam­an, hvort sem það er fyr­ir ára­mót eða aðrar tæki­færi­s­veisl­ur eins og út­skrift­ir. Ljós­mynd/​Sjöfn

Syk­ur­minni en geng­ur og ger­ist

Sig­urður Már Guðjóns­son bak­ara­meist­ari og köku­gerðarmaður hjá Bern­höfts­baka­ríi sá um bakst­ur­inn og ljóstraði því upp að kran­sakak­an væri mun syk­ur­minni en geng­ur og ger­ist. Það sé 20% minni syk­ur í þess­ari upp­skrift en í klass­ísk­um upp­skrift­um. Hann hef­ur verið að þróa upp­skrift­ina og er afar ánægður með út­kom­una.

Þegar veislu skal gjöra er upp­lagt að bjóða upp á þessa ef boðið er upp á freyðandi drykki. Kran­sa­köku­dýrðin með kampa­vín­inu ásamt kran­sa­köku­bit­un­um og fersk­um jarðarberj­um fang­ar bæði augu og munn og par­ast dá­sam­lega vel sam­an.

Þessi upp­skrift dug­ar fyr­ir 4 hringja kran­sa­köku utan um flösku og fyr­ir 50 stykki af kran­sa­köku­bit­um.

Kransakakan fyrir kampavínsflöskuna sló í gegn

Vista Prenta

Kran­sa­köku­hring­ur fyr­ir kampa­víns­flösku

Kran­sa­köku­deig

  • 1 kg OD­EN­SE kran­samassi XX
  • 400 g syk­ur
  • 90 g eggja­hvít­ur
  • 200 g kran­sa­kökuglassúr

Aðferð:

  1. Blandið Kransa XX, sykri og eggja­hvítu sam­an og setjið í loftþétt box og geymið í kæli fyr­ir notk­un.
  2. Kran­sa­köku­deig­inu er rúllað út í pylsu og skorið í rétta lengd, til að mynda eft­ir stærð flösk­unn­ar sem á að fara í kran­sa­köku­hring­inn.
  3. Bakið við 230°C hita í 10-12 mín­út­ur.
  4. Eft­ir að hring­irn­ir hafa kólnað eru þeir sprautaðir með glasúrn­um (sjá upp­skrift fyr­ir neðan), sett­ir sam­an og skreytt­ir að vild.

Kran­sa­kökuglassúr

Upp­skrift­in er ætluð fyr­ir 150 g.

  • 174 g flór­syk­ur
  • 27 g eggja­hvít­ur

Aðferð:

  1. Hrærið sigtaðan flór­sykr­in­um sam­an við eggja­hvít­una.
  2. Hrærið þar til glassúr­inn get­ur myndað mynstur án þess að renna sam­an.
  3. Setjið í sprautu­poka með þunn­um stútt eða út­búið sprautu­poka úr bök­un­ar­papp­ír og skreytið með glassúr­un­um að vild.
  4. Upp­lagt er að skreyta kran­sa­kök­una líka með dökku súkkulaði og bera hana fram með fersk­um ís­lensk­um jarðarberj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert