Syndsamlega góð gulrótarsúpa úr smiðju Eyþórs

Syndsamlega góð gulrótarsúpa úr smiðju Eyþórs Rúnarsson yfirkokks hjá Múlakaffi.
Syndsamlega góð gulrótarsúpa úr smiðju Eyþórs Rúnarsson yfirkokks hjá Múlakaffi. Ljósmynd/Eyþór Rúnarsson

Eyþór Rúnarsson yfirkokkur hjá Múlakaffi heldur úti uppskriftasíðu sem ber einfaldlega heitið Eyþór kokkur. Þar er að finna afar gott safn af girnilegum uppskriftum sem bjóða upp á spennandi matarupplifun.

Nú er þessi árstími sem gott er að fá bragðgóðar og hollar súpur og ég fann þessa uppskrift sem heillaði mig strax en þetta er gulrótarsúpa með trönuberjum, ristuðum graskersfræjum og grískri jógúrt. Hún er syndsamlega góð og hitti í mark hjá mínu fólki.

Yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson heldur úti sinni eigin uppskriftasíðu.
Yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson heldur úti sinni eigin uppskriftasíðu. mbl.is/Arnþór

Gulrótarsúpa með trönuberjum, ristuðum graskersfræjum og grískri jógúrt

Fyrir 6-8

  • 800 ml kókosmjólk
  • 300 g laukur (skrældur)
  • 800 g gulrætur (skrældar)
  • 1200 ml vatn
  • 25 g engifer (skrælt)
  • 500 ml appelsínusafi
  • Fínt salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið gulrætur, lauk og vatn saman í pott og sjóðið saman í um það bil 30 mínútur.
  2. Bætið appelsínusafanum og engiferinu saman við og sjóðið í 5 mínútur í viðbót.
  3. Setjið svo kókosmjólkina saman við og maukið saman með töfrasprota og smakkið til með saltinu.
  4. Berið fram með ristuðum graskersfræjum, grískri jógúrt og trönuberjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert