Húsó-steikti fiskurinn langvinsælastur á liðnu ári

Steikt­ur fisk­ur með heima­gerður remúlaði bor­inn fram með soðnum kart­öfl­um …
Steikt­ur fisk­ur með heima­gerður remúlaði bor­inn fram með soðnum kart­öfl­um og fersk­ur sal­ati var vinsælasti fiskrétturinn á vefnum á nýliðnu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Upp­skrift­irn­ar úr eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um slógu al­deil­is í gegn á nýliðnu ári og sitja á toppn­um víða. Til að mynda átti Húsó fjór­ar vin­sæl­ustu súpu­upp­skrift­irn­ar á liðnu ári.

Vin­sæl­asti fisk­rétt­ur­inn á mat­ar­vefn­um var steikti fisk­ur­inn úr upp­skrifta­safn­inu hjá Húsó en hann er einn fræg­asti rétt­ur­inn sem hef­ur komið úr eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um. Leynd­ar­dóm­ur­inn við þenn­an rétt er brauðmylsnu­blanda góða sem vert er að nota utan á fisk­inn.

Steikti fisk­ur­inn er bor­inn fram með heima­gerðu remúlaði, sal­ati og soðnum kart­öfl­um. Marta María Arn­ars­dótt­ir, skóla­meist­ari í Hús­stjórn­ar­skól­an­um, opnaði leyniupp­skrifta­bók­ina fyr­ir mat­ar­vef­inn árið 2023 og hafa upp­skrift­irn­ar notið mik­illa vin­sælda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert