Svona eldar þú andabringu án vandkvæða

Þessi andabringa lokkar augu og munn.
Þessi andabringa lokkar augu og munn. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hanna Thor­d­ar­son ástríðukokk­ur og kera­miker gerði anda­bringu í fyrsta skipti í al­vör­unni ef svo má að orði kom­ast á dög­un­um. Hún fékk aðstoð hjá Vig­fúsi nokkr­um til að læra réttu trix­in því hún var viss um að hún kynni ekki að elda anda­bringu.

„Þar sem ég hef ekki kunnað að elda anda­bringu fékk ég Vig­fús til að aðstoða mig.Það kom mér á óvart hvað það er raun­veru­lega ein­falt.Maður þarf bara að vera skipu­lagður og taka bring­urn­ar tím­an­lega úr fryst­in­um til að láta þær þiðna í ró­leg­heit­um. Strá svo salti yfir og láta þær liggja í salti yfir nótt. Skemmti­leg og þægi­leg mat­reiðsla. Með önd­inni var boðið upp á app­el­sínusósu sem er líka a la Vig­fús,“ seg­ir Hanna sem elsk­ar fátt meira en sæl­keramat sem býður upp á heim­sókn í al­vöru bragðheima.

Með því að fara eft­ir þess­um leiðbein­ing­um hér fyr­ir neðan er hægt að elda hina full­komnu önd með rétta hrá­efn­inu.

Hanna held­ur úti sinni eig­in heimasíðu sem ber heitið Hanna þar sem hún deil­ir með les­end­um sín­um upp­á­halds­upp­skrift­um.

Svona eldar þú andabringu án vandkvæða

Vista Prenta

Anda­bringa á la Vig­fús

  • 1 anda­bringa, ef hún er fros­in er best að taka hana úr frysti dag­inn áður.Frönsku anda­bring­urn­ar hafa verið góðar.
  • ½ – 1 msk. salt­flög­ur
  • Nýmalaður pip­ar

Aðferð:

  1. Takið and­ar­bring­una úr kæli þannig að hún nái stofu­hita.
  2. Skerið tígla skorn­ir í fit­una.
  3. Stráið salt­flög­um á fit­una og nuddið þeim vel inn í.
  4. Snúið kjöt­inu við og stráið ögn af salt­flög­um yfir kjötið.
  5. Leggið bring­una í fat og setjið plast­filmu yfir.
  6. Látið standa í kæli yfir nótt eða í a.m.k. 6 klukku­stund­ir
  7. Hitið ofn­inn í 150°C (yfir- og und­ir­hita).
  8. Setjið and­ar­bring­una á kalda pönnu og látið fiturönd­ina snúa niður.
  9. Hækkið hit­ann upp í rúm­lega meðal­hita.
  10. Látið góðan lit koma á fitu­hliðina.
  11. Snúið því næst kjöt­inu eld­snöggt við og rétt lokið því.
  12. Setjið kjötið aft­ur á fiturönd­ina.
  13. Stingið hita­mæli inn í mitt kjötið.
  14. Myljið pip­ar yfir í lok­in og setjið pönn­una inn í ofn.
  15. Þegar kjötið er komið í 49°- 50°C takið það þá út.
  16. Það má gera ráð fyr­ir að kjarn­hiti kjöts­ins hækki um 3° – 4° eft­ir að bring­an kem­ur úr ofn­in­um.
  17. Kjarn­hiti kjöts­ins ætti að enda í 53° – 54°C.
  18. Skerið kjötið í sneiðar og leggið fal­lega á fat eða bretti.
  19. Berið fram með ljúf­fengu meðlæti, til dæm­is með app­el­sínusósu og rót­argræn­meti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert