Eiginmaðurinn situr oftar en ekki sveittur við matarborðið

Arna Engilbertsdóttir býður upp á glænýjan vikumatseðil.
Arna Engilbertsdóttir býður upp á glænýjan vikumatseðil. mbl.is/Hákon

 Arna Engil­berts­dótt­ir á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem er al­veg í henn­ar anda.

Arna gaf ný­verið út mat­reiðslu­bók­ina Fræ sem hef­ur að geyma fjöld­ann all­an af upp­skrift­um að rétt­um sem hún hef­ur þróað og hef­ur dá­læti af. Hún hef­ur mik­inn áhuga á mat­ar­gerð og hvernig við get­um sjálf haft áhrif á okk­ar eig­in lík­am­legu og and­legu heilsu með réttu mataræði.

Arna er ávallt með marga bolta á lofti og er hæfi­leika­rík á mörg­um sviðum. Hún er stílisti, tísku- og mat­ar­unn­andi og held­ur úti mat­ar­vefn­um Fræ.com. Einnig er hún eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar Rokyo.is.

Kynna sér hvernig er hægt að borða eft­ir tíðar­hringn­um

„Ég er ein af þeim sem eru alltaf spennt að byrja að borða venju­leg­an mat aft­ur eft­ir hátíðarn­ar þrátt fyr­ir að hefðirn­ar séu nota­leg­ar og full­ar nostal­g­íu. Yfir há­vet­ur­inn finnst mér best að borða mikið af djúsí pot­trétt­um og heit­um mat í bland við stór mat­ar­mik­il salöt með fjöl­breytt­um krydd­um,“ seg­ir Arna.

„Það er ótrú­lega gam­an að borða eft­ir árstíðum og kynna sér hvaða hrá­efni eru best hverju sinni og það gef­ur hverri árstíð ör­lítið þema. Ég hvet líka all­ar kon­ur til að kynna sér hvernig hægt er að borða eft­ir tíðahringn­um, það hef­ur haft ótrú­lega já­kvæð áhrif á mig,“ bæt­ir Arna við.

Sterkt krydd heill­ar Örnu og hún not­ar þau óspart. „Ég set hinar ýmsu teg­und­ir af chili eða sterk­um sós­um á allt og það er ekk­ert sem mér finnst það ekki passa við. Ég á það til að gleyma að það hafi ekki all­ir smekk fyr­ir því sama og ég en eig­inmaður­inn sit­ur oft­ar en ekki sveitt­ur við mat­ar­borðið,“ seg­ir Arna og hlær.

Hér kem­ur drauma­vikumat­seðill­inn henn­ar Örnu sem á vel við þessa árstíð og gef­ur líf­inu lit.

Mánu­dag­ur – Spaghetti grasker með ostasósu

„Grasker er full­komið hrá­efni yfir vetr­ar­tím­ann og ég elska að gera alls kon­ar ólík­ar fyll­ing­ar.

Þriðju­dag­ur – Ind­versk vetr­arsúpa

„Ind­versk vetr­arsúpa með fjölda ylj­andi krydda hljóm­ar svo vel.“

Miðviku­dag­ur – Grænt sal­at með ristuðum hnet­um

„Stórt ferskt sal­at með hnet­um, avóka­dó, góðri sósu og súr­káli er mjög vin­sælt á mínu heim­ili.“

Fimmtu­dag­ur – Karríkó­kos-pot­trétt­ur

„Girni­leg­ur karrí-kó­kospot­trétt­ur með öllu því góða.“

Föstu­dag­ur - Fyllt­ar paprik­ur

„Fyllt­ar paprik­ur með kínóa og baun­um, frá­bær leið til að setja græn­metið í nýj­an bún­ing.“

Laug­ar­dag­ur Kúr­bíts- og hesli­hnetu­steik

„Kúr­bíts- og hesli­hnetu­steik á laug­ar­dags­kvöldi frá Guðnýju í Garðinum myndi vekja mikla lukku.“

Sunnu­dag­ur – Sal­ata með ristuðu blóm­káli

„Blóm­kál, linsu­baun­ir, fullt af döðlum og möndl­um, full­komið til að byrja nýja viku.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert