Innkalla döðlur: Vont bragð og lykt

Sala á Döðlur saxaðar frá Til hamingju hefur verið stöðvuð …
Sala á Döðlur saxaðar frá Til hamingju hefur verið stöðvuð og innkölluð. Ljósmynd/Aðsend

Nath­an & Ol­sen, að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur, hef­ur stöðvað sölu og innkallað frá neyt­end­um Döðlur saxaðar frá Til ham­ingju. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nath­an & Ol­sen og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur.

Ástæða inn­köll­un­ar

Kvart­an­ir hafa borist um vonda lykt eða bragð af döðlun­um.

Hver er hætt­an?

Mögu­lega eru mat­væl­in skemmd og því óhæf til neyslu.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við

Vörumerki: Til ham­ingju

Vöru­heiti: Döðlur saxaðar

Geymsluþol: Best fyr­ir lok: 06.2025, 08.2025, 10.2025

Strika­merki: 5690595095496

Net­tó­magn: 250 g

Fram­leitt fyr­ir: Nath­an & Ol­sen, Kletta­görðum 19, 104 Reykja­vík

Fram­leiðslu­land: Bret­land

Heiti og heim­il­is­fang fyr­ir­tæk­is sem innkall­ar vöru Nath­an & Ol­sen, Kletta­görðum 19, 104 Reykja­vík.

Dreif­ing­araðilar og versl­an­ir sem selja eft­ir­far­andi vöru eru:

Hag­kaup, Versl­un­in Ein­ar Ólafs­son, Fjarðar­kaup, Heim­kaup, Hlíðar­kaup, Hraðkaup Hellis­andi, Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, Kaup­tún, Krón­an, Blá­fell, Mela­búðin, Smáralind, Versl­un­in Álf­heim­ar og Versl­un­in Kass­inn.

Leiðbein­ing­ar til neyt­enda

Neyt­end­ur sem keypt hafa um­rædda vöru eru beðnir um að neyta henn­ar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni til Nath­an & Ol­sen. Þjón­ustu­ver Nath­an & Ol­sen veit­ir nán­ari upp­lýs­ing­ar í síma 530 4800 eða gæðastjóri í gegn­um net­fangið sigridur.markus­dott­ir@1912.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert